Njósnir í morgunsárið

Skattstofan við StillholtÞá er lokið árlegri njósnaferð á skattstofuna fyrir skattablað Mannlífs. Njósnað var um aðila á borð við sýslumenn, lækna, presta og útgerðarmenn/-konur.

Mikið var gaman að sitja á skattstofunni í morgun, starfsfólkið þar er gjörsamlega frábært! Ég hef reyndar líka góða reynslu af fólkinu hjá skattstofunni í Reykjavík, held að það skipti máli hvort maður kemur á opinberar stofnanir kurteis í fasi ... eða í brjáluðu skapi og með attitjúd því maður búist við slæmri afgreiðslu.

SkattskráinUngir Sjálfstæðismenn, sem hata þessar njósnir, ættu að vera ánægðir með hvað þetta er gert erfitt fyrir okkur njósnarana, þetta er engin bók sem hægt er að fletta venjulega, heldur götuð blöð í möppu og nöfnin á vinstri síðu snúa öfugt við nöfnin á þeirra hægri, það þarf að snúa möppunni fram og til baka með tilheyrandi bakverkjum og vöðvabólgu. Mjög leiðinlegt er t.d. að skoða myndaalbúm sem þannig er raðað í.

Á skattstofunniKeppinautur minn frá hinu skattablaðinu sat á móti mér við lítið sófaborð og skráði laumulega úr hinni skattaskránni sem lá frammi. Við reyndum að láta hatrið ekki fara úr böndunum, enda erfitt að bresta í slagsmál og vera með kjaft þar sem við erum gamlir skólafélagar. Þótt við séum fædd sama ár er hann orðinn fimmtugur og hálfu ári betur ... og maður á að vera góður við gamalt fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Anna

Mannlíf????

Ólöf Anna , 31.7.2008 kl. 14:10

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, Mannlíf! Þar sem ég bý næstum þvi við hliðina á skattstofunni hér á Skaganum var nærtækt að fá mig lánaða í þetta verkefni, og líka í fyrra. Mannlíf gefur nefnilega út svona skattablað, eins og Frjáls verslun.

Guðríður Haraldsdóttir, 31.7.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vonandi sleppa sumir láglaunamenn við að birtast aftur í blaðinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2008 kl. 14:31

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhehe, hver veit, ég var a.m.k. ekki beðin um að finna neinn bloggara á Vesturlandi.

Guðríður Haraldsdóttir, 31.7.2008 kl. 14:35

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst í lagi að hafa mig með einu sinni, þó svo ég mundi vera neðarlega á lista. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 31.7.2008 kl. 14:40

6 identicon

Hahahahhahaha

Þú ert svo fyndin. "og maður á að vera góður við gamalt fólk" Klukkan hvað byrjar afmælið?

kv. kikka

kikka (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 14:45

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Voru margir leikskólakennarar á listanum?????

Ussusussu...meira bullið þessir seðlar......en gott að þú ert góð við gamalt fólk...þá verður það líka voða gott við þig....

Bergljót Hreinsdóttir, 31.7.2008 kl. 18:54

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Húsið opnar kl. 16, Kikka, reyndu nú að koma, elskan.

Engir leikskólakennarar, Bergljót ... og engin Ásdís ... 

Er að hugsa um að fara að vinna í apótekinu hér á Akranesi og verða apótekari með tímanum og enda sem skattadrotting! Djöfull ætla ég að okra á fólki ... og selja ömmu!

Guðríður Haraldsdóttir, 31.7.2008 kl. 19:44

9 Smámynd: Benna

Komdu sæl Guðríður...mig langaði að biðja þig um stórgreiða en það er að hjálpa mér að auglýsa eftir kisunni minni en hún týndist á laugardaginn síðasta..hún er innikisa en slapp og erum við fjölskyldan miður okkar af áhyggjum, ég hef skrifað auglýsingu um hana á bloggið mitt og það væri mér mjög mikils virði ef þú værir til í linka á bloggið mitt í færslu hjá þér svo sem flestir sjái hana....því fleiri sem sjá auglýsinguna auka líkurnar á að finna dúlluna sem fyrst...

Með fyrirrfam þökk Benna...

Benna, 1.8.2008 kl. 00:45

10 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 1.8.2008 kl. 08:28

11 Smámynd: Júlíus Valsson

Þú gleymir mér vonandi ekki

öll umræða er góð umræða

Júlíus Valsson, 1.8.2008 kl. 12:30

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Guðríður Haraldsdóttir, 1.8.2008 kl. 13:14

13 Smámynd: Einar Örn Einarsson

HAHAHA

Góð við gamla fólkið.

Eftir 5 ár ferðu að vera góð við mig semsagt.

Alltaf gaman að lesa pistlana frá þér.

Einar Örn Einarsson, 1.8.2008 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 26
  • Sl. sólarhring: 365
  • Sl. viku: 2165
  • Frá upphafi: 1451901

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 1767
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband