Bloggarar afhjúpaðir ... og smá bold

BloggararÞeir bloggarar sem héldu að þeir „slyppu við“ að tekjur þeirra yrðu gerðar opinberar geta nú tekið gleði sína þar sem www.dv.is ætlar að opinbera þær fljótlega. Held að þetta sé ekkert leyndarmál svo ég blaðra því bara. Annars segja þessar útsvarstölur ekki allt, sumir lifa á fjármagnstekjum, aðrir fá áætlun, enn aðrir eiga fyrirvinnur og einhverjir vinna hlutastörf. Loksins eitthvað fútt í lífinu fyrir okkur sem hafa sogast inn í heim bloggsins og finnst ekkert þar fyrir utan skipta nokkru máli!

 

Fékk guðdómlegt far með drossíunni hennar Ástu í morgun. Brottför frá himnaríki var kl. 6.55 og geri aðrir betur. Með latte í annarri og latte í hinni hoppaði ég léttfætt niður himnastigann og var mætt í vinnuna upp úr kl. 7.30.

 

Darla heitinTaylor er komin í varðhald og appelsínuguli búningurinn fer henni bara nokkuð vel. Hún þráir heitast af öllu að afplána langan dóm, finnst hún ekki eiga neitt annað skilið fyrir að hafa ekið á Dörlu og orsakað dauða hennar. Thorne er enn öskureiður yfir því að hafa næstum trúlofast Taylor morðingja.

Stefanía reynir að fá garðyrkjumanninn grunsamlega til að segja dómaranum frá því sem hann sá en hann varð vitni að slysinu og getur vottað um það sem gerðist. Sá ætlaði í upphafi að kúga fé út úr Taylor en guggnaði á því þegar Phoebe skar næstum af honum hendina, alveg óvart.

Storm og Taylor í réttarhöldunumLögfræðingur að nafni Storm reynir að verja Taylor en það er erfitt verk þar sem hún vill taka út refsinguna og þjást sem mest. Dómarinn er sammála henni í því og dæmir hana í 10 ára vist í fangelsi með hámarksöryggisgæslu.

Stefanía og „garði“ hlaupa inn í dómsalinn og bregður Thorne mikið þegar hann heyrir þennan trúverðuga fyrrum umrenning segja það sama og ástvinir hans fram að þessu, eða að þetta hafi verið slys.

Svo bara féll tjaldið og enginn mun hvað gerist fyrr en næsti þáttur verður sýndur. Mig grunar að Taylor sitji ekki inni í 10 ár því að hún fer víst fljótlega að deita Nick, eignast með honum barn og síðan deitar hún Rick, son Brooke, en Brooke er einmitt byrjuð á föstu með Ridge einu sinni enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá ekki þáttinn í dag, svar á mitt græna. Takk og lj Techy 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.8.2008 kl. 21:12

2 Smámynd: Ragnheiður

hæhæ ég hef ekki fylgst nóg með og nú þarf ég smá uppdeit...var ekki Brooke með Nick þarna um daginn ? Og hann fór á bak dóttur hennar og hún varð ólétt...ég þarf að vita hvernig það fór allt hehe

Ragnheiður , 5.8.2008 kl. 21:19

3 Smámynd: www.zordis.com

Þarf að æfa mig í að vakna svona snemma

www.zordis.com, 5.8.2008 kl. 21:23

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk fyrir þessa færslu hehehehehe, ég yrði ð kaupa stöð2 e þín nyti ekki við

Guðrún Jóhannesdóttir, 5.8.2008 kl. 21:30

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ragga: Uppdeit: Nick svaf hjá Bridget, stjúpdóttur sinni og fyrrum eiginkonu, þegar Brooke fór og kyssti Ridge, fyrrum eiginmann sinn til margra skipta. Bridget varð ófrísk og Nick játaði þetta fyrir konu sinni, Brooke, móður Bridgetar, en nokkrum mínútum síðar kom í ljós að Bridget var ófrísk eftir Dante, mág sinn og fyrrum kærasta. Brooke hljóp þá í fangið á Ridge aftur og rétt náði honum því að Donna, systir hennar, og tilvonandi stjúptengdamóðir (þegar hún giftist Eric, pabba Ridge) var næstum því búin að næla í hann. Hún táraðist þegar Brooke kom hlaupandi og Ridge lofaði henni ævarandi ást, samt var hann enn með varalit Donnu á vörum sér eftir að þau kysstust ... Vona að þú skiljir þetta, elskan. Knús allir.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:36

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Boldið verður bókmenntir í þínum meðförum, frú Guðríður...!  Eigum við að skipta um vinnu í svona mánuð eða tvo...? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.8.2008 kl. 21:54

7 identicon

Hvernig í ósköpunum heldur þú þræðinum í þessu Boldi

kveðja úr neðri Bláfjöllum og sjáumst eftir viku ihaaaa

tanta (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 22:30

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Verð að fara að skoða þetta Bold 

Haraldur Bjarnason, 5.8.2008 kl. 23:12

9 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ómetanlegt að vita hvað er að gerast í Boldinu. Maður væri bara úti á þekju ef ekki kæmu þessi update. Nú eru bara sex dagar í afmælið þitt, ligga ligga lá.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.8.2008 kl. 10:30

10 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Nei hún Taylor mun ekki sitja inni í 10 ár...nú eða fá 10 ára dóm...hún sleppur rétt fyrir horn og allt verður endurskoðað, enda var þetta slys með Dörlu og hún fær kannski bara dóm fyrir ölvunarakstur ...eða það held ég...ég er ekki búin að sjá þáttinn í dag, ég nennti ekki framúr kl 9 í morgun svo ég sé hann bara kl 17.28 í dag. Þá kemur í ljós hvort ég hafi haft rétt fyrir mér.... já eða þannig. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 6.8.2008 kl. 10:58

11 Smámynd: Aprílrós

Ég missti af Boldinu í gær, missti af honum í morgun, verð að reyna að horfa í dag kl 17:25 í dag.

Kveðja Guðrún Ing

Aprílrós, 6.8.2008 kl. 13:37

12 Smámynd: Rebbý

ég einmitt sá boldið í gær og hafði ekki horft í einhverja mánuði svo mamma gamla varð að sýna frásagnarhæfileikana til að koma mér inn í málin á ný
bara þoli ekki þegar þeir slíta sögurnar svona í sundur eins og í gær því ég hef ekki tíma í meira bold á næstu dögum

Rebbý, 6.8.2008 kl. 15:51

13 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég reyndi að horfa á boldið á laugardaginn var en komst ekkert áfram fyrir grátköstunum hennar Taylorar Held ég haldi mig bara við upplýsingarnar frá þér, þær eru svo miklu skemmtilegri

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.8.2008 kl. 17:25

14 Smámynd: Brynja skordal

Missti af boldinu í dag hvað skeði einhver að koma með smá uppdeit plísss hvernig var þessu tekið að gaurinn kom inn sem vitni????

Brynja skordal, 6.8.2008 kl. 21:46

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Well, það var búið að kveða upp dóminn en ekki slíta dómþinginu (eða hvað þetta heitir), saksóknari féll frá kæru um vítavert eitthvað (morð að yfirlögðu ráði)  ... ölvunaraksturinn var látinn standa og að hindra réttvísina. Það verða réttarhöld þar sem Taylor hætti við að játa sök, vegna þess að Stefanía sagði henni að Thorne vildi hafa það þannig eftir að hann heyrði í dularfulla garðyrkjumanninum sem varð vitni að slysinu. Við réttarhöld verður aftur á móti hætta á að tvíburinn og slökkviliðsmaðurinn dragist inn í málið fyrir að vera vitorðsmenn. Æ, ég sá þetta á hlaupum ...

Guðríður Haraldsdóttir, 6.8.2008 kl. 21:59

16 Smámynd: Brynja skordal

Alltaf hægt að treysta á þig sæta takk takk

Brynja skordal, 7.8.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 293
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 1810
  • Frá upphafi: 1453685

Annað

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 1494
  • Gestir í dag: 235
  • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband