Færsluflokkur: Pepsi-deildin
21.10.2008 | 20:59
Slúður, diss og spælingar
Ég á mér uppljóstrara í einu af fínu hverfunum í Reykjavík. Hann sagði frétta- og slúðursíðu himnaríkis að nú um nokkurt skeið hefði verið vakt við villu eins útrásarmannsins. Eins og það væri líklegt að Íslendingar nenntu að aka jafnvel langar leiðir til að ráðast á hús þegar bensínið er svona dýrt og mun þægilegra að skammast bara á blogginu. Fyrst var þessi ómerkti öryggisbíll staðsettur beint fyrir framan húsið en nokkrum dögum síðan var hann færður aðeins fjær til að þetta væri ekki jafnáberandi, svo er líka skipt um bíla en þessi oft og tíðum næturgöltur og uppljóstrari lætur ekki leika á sig. Hann veit samt ekki hvort verðirnir séu búnir vopnum ... Fyrir nokkrum mánuðum var þessi nágranni útrásarmannsins (uppljóstrari minn) úti í garði hjá sér þegar hann sá póstbíl koma að villunni, bílstjóra hlaupa út, skella einhverju inn um lúguna og rjúka á brott, svona eins og þessir rösku sendlar hjá Póstinum athafna sig vanalega. Þjófavarnarkerfi fór í gang svo glumdi í hverfinu og innan við mínútu síðar komu tveir öryggisbíla koma á ofsahraða eftir götunni. Eins gott að blómin á þessu heimili hafi ekki hreyft sig hratt í gegnum tíðina ... Þarna í hverfinu er talað um að eigandi villunnar sofi í svokölluðu Panic Room. Rosalega hlýtur að taka á að vera ríkur, það er ekki bara dans á rósum greinilega. Mér finnst persónulega alveg nóg að hafa tvo brjálaða ketti sem þjófavörn, plús góðan lás og skólastrák mikið heima ... en ég er líka svo lítillát og hér er vissulega fátt sem freistar þjófa nema kannski hjarta mitt ...
Ísland í dag á Stöð 2 reyndi að kenna okkur lýðnum hvernig beina ætti reiðinni í réttan farveg ... prestur og geðlæknir&áfallasálfræðingur spurðir spjörunum úr. Pálmi Matthíasson mælti með æðruleysisbæninni en Ólafur Már Ævarsson sagði m.a. mikilvægt að vanda samskiptin. Á undan þættinum mátti sjá langa og voða sæta auglýsingu frá lífeyrissjóðnum mínum, Saman byggjum við nýja framtíð. Ég skil ekki tilganginn með henni og hef ekki samþykkt að dýrmætum eftirlaunasjóði mínum sé eytt í rándýrar sjónvarpsauglýsingar.
Það kom hraðskreiður póstbíll upp að himnaríki í kvöld, hress og rösk stelpa færði mér síðbúna afmælisgjöf frá elskunni henni Dobbu og ekkert þjófavarnarkerfi fór í gang. Flott snyrtitaska,eða frekar kúl samkvæmistaska og svartur, hlýr kragi með silfurnælu framan á. Ég á eftir að líta mjög glæsilega og ríkmannlega út í kreppunni og einhverjir eiga án efa eftir að reyna að hrinda mér út úr matarbiðröðunum eða rispa mig þótt ég verði með fullgilda skömmtunarseðla.
9.10.2008 | 00:08
Ekki fögur sjón að sjá ...
Rammstolið: An American said: We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash. An Icelander replied: We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash.
Þetta var viðburðaríkur dagur. Heimsókn til tannlæknis fljótlega eftir hádegi, fjör og gleði að vanda hjá Ósk, en ég var ég munnskökk og dofin fram yfir kvöldmat. Ekki fögur sjón að sjá, aldrei þessu vant, en nú er engin hola. Fyrir utan tannlæknastofuna varð ég vitni að árekstri, maður á bíl bakkaði á konu á bíl, gleymdi að líta í baksýnisspegilinn þegar hann ók út úr stæðinu. Svo kom vinkona mín og skutlaði mér áleiðis til að hitta Ástu vegna heimferðar á Skagann upp úr þrjú og sú fyrrnefnda fékk æsilegt símtal: Ísland er farið á hausinn, taktu allt út úr bankanum þínum NÚNA! sagði dularfulla röddin í símanum. Sú rödd frétti þetta á fundi mektarfólks í dag og tengdist þetta alþjóða gjaldeyris-eitthvað. Ég sagði Ástu auðvitað frá þessu og á heimleiðinni ræddum við um framtíðina ... útgöngubann, herlög, skömmtunarmiða og slíkt, og vorum ótrúlega rólegar og æðrulausar.
Svo kom bara Geir í sjónvarpinu og sagði eitthvað róandi að vanda, einhverjir fara express til Rússlands í fyrramálið og eftir þá ferð fáum við kannski enn einn róandi blaðamannafundinn.
Síðast en ekki síst hittumst við nokkrar stuðningsfjölskyldur hjá Rauða krossinum undir kvöldmat og ég var enn eins og vélsagarmorðingi í framan. Þær standa sig eins og hetjur, palestínsku konurnar, en ég held að kuldakastið um daginn, mánuði fyrir tímann, hafi svolítið komið þeim í opna skjöldu. Börnin eru búin að fá umferðarfræðslu hjá röggsamri löggu og okkur létti við það. Þau elska sundlaugina og fara vonandi bráðum á sundnámskeið. Konunum hefur verið sagt frá ástandinu í þjóðfélaginu en mér finnst ekki ólíklegt að þeim finnist það hátíð miðað við ástandið í Írak.
3.10.2008 | 16:16
Skrýtinn dagur - úttektir hjá sparifjáreigendum
Hér í vinnunni hefur ríkt skrýtið andrúmsloft í dag, eins og örugglega víðar í þjóðfélaginu. Sögusagnir um hrun Landsbankans ganga fjöllunum hærra og einn samstarfsmaður minn frétti að heilir 2 milljarðar hefðu verið teknir út bara í Landsbankanum í Mjódd í dag ... af hræddu fólki sem vill frekar hafa peningana undir koddanum en mögulega tapa þeim. Veit um einn karl sem tók reyndar allt sitt út í dag, en ekki þó í útibúinu í Mjódd en í öðru Landsbankaútibúi. Kannski óþarfapanik, verst að enginn veit neitt og ráðamenn vilja sem minnst segja og bara þegja sem gerir almenning enn hræddari.
Einhver sagði í matsalnum (fínasti matur í dag) að landið hefði ekki efni á bensíni nema í stuttan tíma í viðbót, síðan fengist ekki meira keypt inn, og þá þurfum við að fara að labba í vinnuna. Ég á líklega óhægt um vik en Eiríkur Jónsson sagði að nú yrði líklega leyft í fyrsta sinn síðan 11. júlí 1998 að fara fótgangandi í gegnum Hvalfjarðargöngin. Ja, eða á hlaupahjóli, sem væri sniðugra, bætti snillingurinn við. Jamm, hvaða stórfréttir ætli skelli á okkur um helgina? Eða á mánudaginn?
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.8.2008 | 18:55
Spennufall hjá þjóðinni
Hvað nú? Ólympíuleikarnir búnir, líka menningarnótt og ekkert fram undan til að hlakka til og æsa sig yfir nema þá helst blessuð jólin og klikkunin í kringum þau. Fyrrihluti árs og sumarið inniheldur mun fleiri uppákomur sem hægt er að hlakka til: Nýársdagur, bolludagur, páskarnir, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, 17. júní, gaypride, afmælið mitt, menningarnótt og fleira og fleira. Að vísu er Formúlan ekki búin og heldur ekki Landsbankadeildin.
Nú fer t.d. fram fótboltaleikur hér á hlaðinu fyrir neðan himaríki, ÍA-HK. Staðan er 1-2 í hálfleik. Femínistinn (erfðaprinsinn) lætur gengi liðsins okkar ekki skemma fyrir sér spenninginn en hann hefur nám nú í vikunni eftir langt hlé, skólinn hans verður settur í fyrramálið. Hvað með það þótt við spilum í 1. deild eitt sumar ... ef við föllum? Ég fylgist óbeint með leiknum í beinni lýsingu (skrifum) á mbl.is og þegar ég heyri öskur fer ég á síðuna og sé innan tíðar hvað hefur gerst.
Vona að kvöldið verði ljúft og að nóttin færi ykkur góða drauma.
28.7.2008 | 10:57
Öskur og fótboltaspenna, sjónvarpsgláp og strætósyfja
Fylgdist með leik ÍA og FH ... á mbl.is í gær, æsispennandi alveg, ég sver það, nennti bara ekki að hanga á svölunum og píra augun. Erfðaprinsinn var búinn að ná litla kíkinum. Að vísu dugði mér alveg að kíkja á stöðuna þegar öskrin frá leiknum bárust inn um glugga himnaríkis og þannig gat ég fylgst með markatölunni. Er bara montin af mínum mönnum að hafa náð að skora tvö mörk á móti einu toppliði deildarinnar. Andstæðingarnir skoruðu svo sem eitthvað líka en það voru ekki jafnflott mörk.
Fór upp í rúm kl. 22, sem er gjörsamlega einstakt ... en ákvað samt að kíkja aðeins á No Country for Old Men, þarna Óskarsverðlaunamyndina sem ég hafði við hendina. Nú, hún var búin um miðnætti, ég ekki nógu syfjuð, og þá var að hefjast einhver Hallmark-dramamynd á SkjáEinum (held ég). Djísús!
Bobby í Dallas lék slökkviliðsmann í krísu vegna skilnaðar og með samviskubit yfir öllu. Í myndinni tókst honum að bjarga hjónabandinu um leið og hann bjargaði lítilli stúlku sem lá föst undir treiler af risabensínflutningabíl sem kviknað hafði í við árekstur. Bobby taldi í stúlkuna kjark og neitaði að yfirgefa hana þegar bráðaliði bauðst til að leysa hann af. Svo grét hann sárt eftir björgunina í fangi slökkiviðsstjórans og allt í beinni útsendingu í sjónvarpi. Ekki skrýtið þótt konan hans hafi viljað hann aftur. Það var líka svo sætt þegar hann fór á sjúkrahúsið og var fenginn til að segja litlu stúlkunni að taka yrði af henni fótinn svo hún gat ekki tekið þátt í næsta hlaupi ... hún var sko frábær hlaupari, svo sorglegt ... oooooooo! Ekki uppáhaldsmyndirnar mínar en frekar en að fara að sofa þrjóskaðist ég til að horfa á hana. Var refsað harðlega fyrir það. Útlitið var æðislegt en syfjan frekar mikil, gat ekki einu sinni lesið tryllingslega spennandi Dean Koontz-bókina (á ensku) sem er nýja strætóbókin mín. Las hana fyrir mörgum árum og fannst hún frábær, vildi rifja hana upp.
Syfjan ein ríkti vissulega í strætó á morgun en eftir kósí dorm á leiðinni var öskureiðin út í sjálfa sig vegna áhorfs á Bobby í Dallas í dramamynd, sem var öruörugglega sannsögulegr, horfin og ég farin að hlæja að sjálfri mér fyrir bjánaskapinn þegar í Ártún var komið. Sjö Indverjar og einn "hægláti maðurinn" voru í leið 18. Enginn þýðandi og sá ógreiddi hefur ekkert sést lengi.
Megi dagurinn ykkar verða bjartur, sætur og skemmtilegur, mine kjære blogg-venner nær og fjær til sjávar og sveita.
FH sigraði ÍA í sjö marka leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.7.2008 | 11:24
Spýtum í lófana og sigrum þessa deild!
Í morgun átti ég von á niðurdregnum farþegum í Skagastrætó eftir tapið hræðilega í gær gegn Blikum. Við erum engir aumingjar, Skagamenn, og vælum eitthvað, heldur spýtum bara í lófana og sigrum þessa deild ... ef okkur sýnist svo ... eða ef við nennum. Þetta er svo skrýtið, Gaui Þórðar er með bestu þjálfurum landsins, hnattarins ... hvað er eiginlega í gangi?
Þorði ekki annað en að kíkja á vegagerðarvefinn til öryggis áður en ég lagði í hann. Hviður á Kjalarnesi voru ekkert hættulegar (spennandi) svo ég skellti mér bara í bomsurnar og setti trefil um hálsinn. Þegar ég skalf þrátt fyrir það úti á stoppistöð vissí ég að ég hefði átt að fara í sokkabuxur. Brrrrrr. Ég settist fremst í leið 15 og sá því vel þá sem komu upp í vagninn. Ég varð vitni að því þegar ung og falleg stúlka kom inn, svartklædd með hvítan trefil. Henni tókst að borga fargjaldið í einseyringum og á svo niðrandi hátt að ég engdist. Hún var greinilega ekki hress með að þurfa að taka strætó með svona lúserum! Enginn fýlusvipur, bara prinsessufas ... sem mig grunar að hafi verið til að leyna því að það voru kannski bara 253 krónur sem hún borgaði, ekki 280 eins og kostar. Í stoppistöðinni Ártúni, biðskýli í Ártúnsbrekku, stóð enginn annar en Þorvaldur Halldórsson söngvari (Á sjó og fleiri flott lög). Ég heilsaði honum og kynnti mig... efaðist þó um að hann muyndi eftir því þegar ég tók viðtal við hann og konu hans fyrir sjö árum en ég man sko vel eftir þeim. Hann þóttist þó alveg muna eftir mér ... Þau hjónin eru flutt til Selfoss og að sjálfsögðu spurði ég hvernig þau hefðu farið út úr jarðskjálftanum í maí! Jú, bara vel, það skemmdist ekki mikið hjá okkur! Ég varð að monta mig af óvenjumiklum skemmdunum í himnaríki á Akranesi og segja honum m.a. hvað munaði litlu að erfðaprinsinn hefði fengið lögfræðingatalið í nokkrum bindum yfir andlitið ... ja, ef jörð hefði skolfið um nótt þá hefði hann verið í rúminu og fengið skruddurnar í andlitið. Þorvaldur fór með bílinn sinn í viðgerð í Reykjavík í morgun og beið þarna eftir rútunni til Selfoss. Leið 18 kom á undan rútunni og ég vona innilega að rútubílstjórinn hafi munað eftir að stoppa og taka Þorvald með.
Ó, þið fólk á bílum ... hvað þið missið af miklu að taka ekki strætó. Þið hefðuð ekki náð að spjalla við gömlu popphetjuna Þorvald Halldórsson í umferðarsultu einhvers staðar ...Ég hef hitt ýmsa SVOOO fræga á stoppistöðum og í strætó í gegnum tíðina. Ókei, kannski ekki alveg Björk, Bubba eða SigurRósu. Já, sem minnir mig á ... af hverju er fólk að skipta sér af því um hvað Björk Guðmundsdóttir syngur og hvar hún kýs að syngja? Þetta er sama og femínistar þurfa iðulega að þola. Dæmi: Hvar eru femínistarnir núna? Af hverju sinna þær þessu máli ekki frekar en hinu? O.s.frv. Annars held ég orð Bubba hafi verið gripin á lofti og jafnvel svolítið snúið út úr þeim. Bubbi talar bara út frá sjálfum sér og hefur fullt leyfi til þess. Hann og fleiri mega svo ekki gleyma því að umhverfisvernd er ekki tískufyrirbæri, heldur dauðans alvara!
Jamm, komst blaut og frískleg og alveg klakklaust í vinnuna. Kaffið, sem kom rétt fyrir lokun á föstudaginn, þegar fattaðist að það var kaffilaust í fyrirtækinu, var drukkið af mikilli áfergju. Er nú með nýlega plötu í eyrunum, Andvakar, með hljómsveit sem heitir Andrúm. Rosaflott tónlist, minnir pínkulítið á Pink Floyd upp á sitt besta og gítarhljómurinn svolítið á Jet Black Joe. Söngkonan heitir Jóna Palla og er virkilega góð. Annars á ekkert að vera líkja tónlistinni þeirra við eitt eða neitt, en samt gott að vita að þetta er ekki svona Mariah Carey eða Celine Dion-tónlist. (hrollur). Hitti þýðandann á leið út úr leið 18. Hann sagði mér hreykinn frá því að Beagle-tíkin hans hefði eignast fimm hvolpa fyrir örfáum dögum. Kona þýðandans er nú í fæðingarorlofi að þessum sökum. Ógreiddi maðurinn var ekki sjáanlegur en Indverjarnir hressir og sætir að vanda.
Í fyrra hélt ég upp á 40 ára nagla-nag-afmælið mitt og bjóst við að geta haldið upp á hálfrar aldar, eða gullafmælið eftir níu ár. Ég veit að ég á ekkert að vera hreykin af þessu, heldur skammast mín því að þetta er t.d. það eina sem kemur í veg fyrir að karlmenn biðji mín og líka það eina sem orsakar að ég kemst aldrei á topp tíu yfir best klæddu konur landsins. Nú ber svo við að ég hef ekki við að naga, neglurnar vaxa eins og þær fái borgað fyrir það.
Það stefnir greinilega allt í drossíuneglur á afmælinu, hvað er í gangi? Svo er andlitið á mér sléttara og flottara en það var fyrir bruna, það er eins og ég hafi farið í sérstaka andlitsmeðferð. Ég er sem sagt bæði falleg OG flott þessa dagana. Ætla að njóta þess til fullnustu að vera algjör gella þessa allra, allra langsíðustu daga mína sem fjörutíu plús.
Blikar kafsigldu Skagamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2008 | 23:42
Æ, strákar mínir á Stöð 2
Nú er martröðin hafin! EM í fótbolta að byrja og þá skal passað upp á að kvenfólkið verði á réttum stað, eða yfir dramaþáttum og ástarvaðli í sjónvarpinu sem á að vera sárabót fyrir þennan fótbolta sem allar stelpur hljóta að hata. Nú skal fetað í fótspor SkjásEins sem gerði þetta í hittiðfyrra við miklar óvinsældir margra kvenna ... og karla. Það var nefnilega annað hvort fótbolti eða væl.
Ég er löngu hætt að sætta mig við að vera dregin í dilka: stelpurnar skulu vera hér yfir dramavæmninni og strákarnir þar yfir fótboltanum, helst ropandi, prumpandi og klórandi sér í bumbunni (staðalímynd af körlum). Ég fyllist heitri bræði þegar ég hugsa um alla fótboltaleikina sem þetta hefur kostað mig í gegnum árin ... af því að umhverfið sagði mér að stelpur fíluðu ekki fótbolta, bara strákar, fótboltaleikir væru ömurlegir og það væri eðlilegt að ég ryksugaði á laugardögum og horfði reið og sár á manninn minn sem var neyddur til að horfa á fótboltann af því að það var svo karlmannlegt. Vá, ég var að fatta af hverju maðurinn minn heimtaði skilnað ... fjárans Nilfisk.
Annars heillar sjónvarpsgláp mig ekki á sumrin, enda lélegri dagskrá á boðstólum (nema fótbolti og Formúla og fréttir). Já, ég er konan sem horfir bara á sjónvarpsefni sem byrjar á F-i. Þetta er orðinn vítahringur, sjónvarpsstöðvarnar eyða engu púðri í efni af því að það horfir örugglega enginn á sjónvarp á sumrin. Og það er ekki horfandi á sjónvarp af því að ... já, og svo framvegis. Svipaður hugsunarháttur og á gamlárskvöld eftir miðnætti þegar bara eru á dagskrá endursýndar myndir ... af því að ALLIR eru úti að skemmta sér, sjúr!
Jæja, strákar mínir á Stöð 2, hættið þessu staðalímyndakjaftæði, sýnið báðum kynjum virðingu, það er komið árið 2008.
Við mörðum jafntefli í dag, Skagamenn, í þessum fyrsta leik sumarsins. Erfðaprinsinn fór á völlinn með ÍA-trefil um hálsinn og fannst afskaplega gaman. Ekki heyrðist kattarins mjálm í himnaríki þegar mörkin tvö voru skoruð, þvílík fagnaðarlæti, gestirnir (Breiðablik) eiga sér greinilega háværan stuðningsmannahóp líka. Ég horfði til skiptis ofan af svölunum og svo sat ég líka og fylgdist með útsendingu á mbl.is, þar uppfærast allar nýjustu fréttir á mínútu fresti. Snilld! Annars bara letidagur.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 27
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 854
- Frá upphafi: 1515949
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 716
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni