Færsluflokkur: Menning og listir
13.6.2007 | 14:27
Dúndurfréttir og fleira stöff
Eftir fjöldamargar áskoranir undanfarið um að birta ásjónu mína eftir nýjustu fegrunaraðgerðir þá hef ég reynt að mynda mig frá öllum sjónarhornum. Besta myndin náði bara hálfu vinstra auga og svoleiðis mynd birtir maður ekki á virðulegu bloggi. Ég gæti vissulega endurbirt myndina af okkur Tomma í baði síðan um daginn en allir eru orðnir þreyttir á eilífum endursýningum, sbr. sjónvarpsstöðvarnar. Fann samt eina eldgamla mynd þar sem fyrrverandi og erfðaprinsinn fengu að fljóta með.
Mikið rosalega er gaman að vera heima í fríi. Nú er ég að horfa á gamlan þátt með Hemma Gunn í sjónvarpinu. Feðgarnir Pálmi og Siggi ... og Gummi Ben og Pétur hafa verið að sýna snilldartakta. Þeir síðarnefndu léku báðir hlutverk Jesú í rokkleiknum JCSuperstar.
Ég bloggaði einu sinni um Sigga Pálma, nýju plötuna hans sem ég var svo hrifin af. Tók sem dæmi að mér tókst að liggja í baði í gegnum hana alla, ég sem nenni aldrei að hanga lengi í baði þótt ég elski bað. Einhver Stressríður tekur stundum yfir., enda tíminn til að horfa á sjóinn dýrmætur.
Lofsöng plötuna í Vikunni í kjölfarið. Frétti síðar að Siggi hefði orðið ánægður með að ég minnist ekkert á það að hann væri af miklu tónlistarfólki kominn ... bla,bla, eins og flestir aðrir gerðu í dómum sínum. Mér finnst Siggi algjörlega standa fyrir sínu, einn og óstuddur.
Kynntist Gumma Ben í gegnum gamla vinkonu sem var með honum í hljómsveit, algjör eðaldrengur, Olga, konan hans, er bloggvinkona mín ... mont, mont! Pétur kom í viðtal til mín einu sinni á Aðalstöðina með Matta en þá voru Dúndurfréttir að fara að halda tónleika á Gauknum, eiginlega nýbyrjaðir. Ég ætlaði að stríða Matta og Pétri í viðtalinu og spurði þá sakleysislega: Strákar, fáið þið engar kjaftasögur á ykkur, svona hljómsveitagæar? Nei, sögðu þeir og hristu hausinn, við höfum ekki orðið mikið varir við það!Ja, ég heyrði að þið væruð gagnkynhneigðir, alla vega hluti ykkar, er það rétt? spurði ég lævíslega.
Ormarnir föttuðu þetta strax og sögðust sko vera gagnkynhneigðir! Það er miklu auðveldara að blöffa á þennan hátt á enskunni.
Það styttist í bæjarferð. Ætla að taka vagninn kl. 15.41 en skreppa jafnvel fyrst í Skrúðgarðinn og fá mér latte. Var að fatta að þriggja tíma pásan á strætóferðum milli Akraness og Mosfellsbæjar er komin upp í fjóra tíma! Það er frekar langt! Þótt það væri ekki nema ein ferð þarna á milli ... Hlakka til að hitta Laufeyju mína og borða með henni. Svo verður matreiðslunámskeið í himnaríki á morgun. Meira um það síðar.
Úúúúúúú, nú eru Dúndurfréttir að flytja Easy Livin´ með Uriah Heep. Ég elska þessa stráka!
13.6.2007 | 01:04
Áskorun til Stöðvar 2
Mig langar að skora á Stöð 2 að hætta með American Idol, þann þreytta þátt, og sýna frekar breska þáttinn, Britain´s got Talent þar sem leitað er að hæfileikafólki á öllum aldri. Þessir krúttmolar á myndinni, Ant og Dec, eru alveg dásamlega skemmtilegir.
Þegar ég heimsótti Katrínu okkar allra til Bretlands haustið 2004 sá ég sérstakan þátt með Ant og Dec og varð samstundis aðdáandi, þeir voru ferlega fyndnir. Þeir kynna þennan þátt, eins og sjá má alla vega á fyrra myndbandinu (í síðustu færslu). Kíkið á þennan símasölumann (ef ég heyrði rétt) syngja hið dásamlega Nessum Dorma á ógleymanlegan hátt.
http://youtube.com/watch?v=1k08yxu57NA&mode=related&search=
Jóna setti inn hlekk á þetta í athugasemdadálkinn með síðustu færslu (þar sem litla stelpan var í sömu keppni) en þessi hlekkur hér er lengri og sýnir dóminn líka. HVAÐ SAGÐI SIMON? Úhú!
Annað: Á í einhverjum vandræðum með að skrá mig inn á Moggablogg. Dett út við minnstu hreyfingu. Svona hefur þetta verið í nokkra daga. Kannast einhver hlustandi við þetta?
Svo segi ég bara góða nótt og svít dríms, darlings!
12.6.2007 | 00:31
Kælum kvikindið með öllum ráðum
George Bush er víst skrambi ánægður með kalda stríðið við Rússa. Hann gerir sér vonir um að það hafi kælandi áhrif ört hækkandi hitastig jarðar.
Ég hef stundum skammast út í Jay Leno og sótt fast að fá frekar Conan O´Brien á SkjáEinn en hann er ekki jafnrosalega þjóðernislegur og sá fyrrnefndi. Leno kom mér skemmtilega á óvart í kvöld með þessum brandara um Bush. Ég hætti að þola Leno eftir 11. september þegar hann fór að gera grín að fátækt óvinarins, sem þá var fólkið í Afganistan. Talaði um samræði við geitur, búsetu í hellum ... og bandaríska þjóðin hló að þessum hallærislegu hryðjuverkamönnum.
Þar sem ég lá dauðsyfjuð, eiginlega hálflömuð uppi í sófa áðan gat ég ekki skipt um sjónvarpsrás, þurfti að afplána Leno og hann, eða brandarahöfundar hans, skemmti mér bara vel í þetta skiptið. Vonast nú samt eftir Conan. Hann er frábær.
11.6.2007 | 01:12
Nýjar tvíburamyndir og fleira myndatengt
Hér eru nýlegar myndir af tvíburunum fallegu, Úlfi (t.v.) og Ísaki. Nýbúið er að skíra þá og þeir voru látnir heita Úlfur og Ísak. Sjúkk, það hefði verið erfitt að venjast nýjum nöfnum. Þeir þroskast hratt og hafa dafnað vel eftir aðgerðina.
Horfi með öðru á ævintýramynd með Nicolas Cage. Eftir að hafa séð nokkrar vælumyndir með honum sé ég hann alls ekki sem Indiana Jones-týpu. Vondi karlinn heldur uppi myndinni. Á eftir kemur alvörumynd í tveimur hlutum og hún er alveg til fjögur. Langar að reyna ... ég er enn í sumarleyfi. Hér er textinn um hana af stod2.is:
The Curse of King Tut´s Tomb - 01:10 Bölvun Tútankamons
Framhaldsmynd í tveimur hlutum sem er í anda gömlu þrjúbíó-ævintýramyndanna, og jafnvel enn frekar Indiana Jones myndanna vinsælu. Þessi saklausa skemmtun gerist á þriðja áratug síðustu aldar þegar fornleifafræðingar gerðu hverja uppgötvunina á fætur annarri í Epyptalandi og grófu upp grafhvelfingar faraóa á borð við Tútankamon konung. Mikil dulúð og leyndardómur sveipaði þessar fornu grafir og kapphlaupið um fjársjóðina sem þar voru faldir varð ævintýri líkast. Myndin fjallar einmitt um eitt slíkt kapphlaup; kapphlaupið um smaragð sem á að hafa leynst í grafhvelfingu Tútankamons. Söguhetjan er svaðilfarinn og fornleifafræðingurinn Danny Fremont sem dreymt hefur um að finna þennan ómetanlega stein en hann þarf að keppa við helstu auðmenn heimsins sem allir ætla sér að verða fyrstir til að næla í hann. Aðalhlutverk: Jonathan Hyde, Casper Van Dien, Leonor Varela. Leikstjóri: Russell Mulcahy.
Fékk óvænta stuðningsyfirlýsingu frá hópi afar kynþokkafullra kvenna sem halda sér í fötunum. Mikið væri MTV og Popptíví skemmtilegra ef vídeóin væru svona:
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=dfda366ac69b591d6c7ee3854d0aec34
9.6.2007 | 15:43
Heillandi Hella og sættir við makkakvikindið
Haldið þið ekki að nafni eldri kattar míns, hann Tómas strætóbílstjóri (einnig þekktur sem brosmildi bílstjórinn) hafi setið undir stýri í strætó í morgun? Hef ekki séð þessa elsku í fleiri vikur!!! Það er kominn einhver tími síðan hann byrjaði aftur en mín hefur verið í sumarfríi.
Ég settist í fremsta sæti og spjallaði hann án þess á nokkurn hátt að trufla einbeitingu hans við aksturinn. Hélt yndisþokkanum í algjöru lágmarki með að ropa hátt annað slagið og slá um mig með groddalegum frösum. "Alltaf í boltanum, Tommi?" "Hvað segja bændur?" "Svona er lífið ..."
Tommi er ásatrúarmaður, golfari og veiðiáhugamaður svo fátt eitt sé talið. Hann langar mest til að verða Akranesgoðinn. Mér leist vel á hugmyndir hans um mannfórnir. Frekar algengt var til forna að fórna flottu fólki, jafnvel konungum ef þurfti. Okkur datt í hug ýmsir bæjarstjórar sem gætu verið girnilegar fórnir en ég nefni engin nöfn. Ég sagði Tomma að ástkær systir hans kommentaði stundum hjá mér á blogginu, þessi sem er fornleifafræðingur og kallar sig Möggu mágkonu (mína). Sagði Tomma auðvitað ekki frá mágkonudjókinu, annars gæti hann litið á það sem daður og viðreynslu og slíkt gera ekki fínar dömur.
"... fornleifafræðingar með rassgatið upp úr moldinni og gleðjast yfir einhverju drasli ..." drundi í Tomma þegar hann ræddi um systur sína!
Svo sagði hann eitthvað annað á leiðinni svo hryllilega fyndið en ég bara man það ekki! Arggggg!
Við Ellen hittumst í The Kringl á gjörsamlega hárréttum tíma, hvorug þurfti að bíða eftir hinni ... og þustum svo út á þjóðveginn með kaffi í annarri, alla vega ég. Ellen gleypti í sig Da Vinci-kaffið sitt með karamellusýrópi og var búin með það áður en við komumst út í bíl. Jæks, ég smakkaði aðeins á því og varð ekki hrifin, enda hefur sætt kaffi ekki verið á vinsældalistanum síðan ég var 17 ára.
Hér á Hellu er skólahúsið hægt og rólega að breytast í algjört ævintýraland, nú eru allir að púla við að koma þessu upp. Mér var skellt fyrir framan tölvuna og látin senda foreldrum undirbúningslista fyrir tímabil 2 en þar kemur m.a. fram hvað best er að taka með sér í sumarbúðirnar. Nú ætla ég að reyna að gera skrifstofuna æðislega!
Í Pennanum í Kringlunni sá ég að út er komin á íslensku ný bók eftir Dean Koontz!!! Ég hélt ég ætti allar eftir hann, bæði á ensku og íslensku en kannaðist ekki við lýsinguna þegar ég las aftan á bókina. Keypti hana að sjálfsögðu Hugsa að ég fari mjög snemma í háttinn í kvöld. Jessssss!!! Elska hryllingsspennudularfullar bækur.
P.s. Við Makkahelvítið erum búin að gera með okkur vopnahlé. Ég tala ekkert um hvað PC er betri tölva og Makkinn étur mig ekki.
9.6.2007 | 00:39
Ekki enn milljarðer og morgunspan á Hellu
Ekki mætti fleðulegi maðurinn með hreiminn, brilljantínið og peningatöskuna í heimsókn til að gera mig að milljarðer og fleira notalegt ... og ég sem fer út á land í fyrramálið og gisti eina nótt. Ekkert rómantískt er á ferðinni þar, bara aðstoð við að setja upp eins og eitt stykki sumarbúðir! Jibbí! Skráning hefur gengið ágætlega en það er samt ekki orðið alveg fullt. Það gæti þó ræst úr því, enda margir búnir að skrá börnin sín síðustu daga.
Talaði við eina vinkonu mína í dag sem var svo viss um að það væri orðið fullt í Ævintýralandi, eins og venjulega, að hún ákvað bara að sleppa sumarbúðum fyrir dæturnar í ár. Hún snarhætti við og ætlar að skrá þær í júlí.
Hilda gat ekki ýmissa hluta vegna auglýst fyrr en svo seint og hinir aðilarnir græddu á því. Eins og ég bloggaði um nýlega þá er frekar slæmt að 2/3 hluti sumarbúða á Íslandi fái háa styrki og geti í skjóli þeirra skekkt samkeppnisstöðuna. Svona starfsemi á að geta staðið undir sér en veikist vissulega þegar sumum er gert svona miklu auðveldara fyrir.
Ellen frænka fer austur undir hádegi sem passar einmitt svo vel. Stefnumót í Kringlunni. Þori því ekki að vaka lengi þrátt fyrir stórkostlegar bíómyndir á sjónvarpsstöðvunum (grín) og stilli klukkið á níu. Það er heilum þremur klukkutímum seinna en en vanalegur fótaferðatími flesta virka daga ársins. Best að nota Pollýönnu á þetta þótt ég hafi ómögulega nennt að horfa á myndina um hana á RÚV í kvöld. Gægðist frekar aðeins á Flightplan, hef bara séð hana einu sinni áður.
Dagurinn hefur verið þreytandi, enda ekkert áhlaupaverk að fylgjast með þeim óbjóði sem gengur hér á.
Hvað segja bloggvinir um myndina sem ég náði fyrr í dag? Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að halda. Getur verið að slökkviliðsmennirnir hafi verið að kæla einhverja starfsemi sem mögulega fer fram neðanjarðar, þarna undir bílastæði íþróttavallarins? Takið eftir öllum rauðu bílunum á planinu!
P.s. Ég steingleymdi að horfa á boldið ... klikka ekki á því í næstu viku. Promisss!
8.6.2007 | 15:32
Meiri grunsamlegheit og ný spennumynd
Það er ekki bara fjör í bloggheimum, heldur líka stöku sinnum hérna í daglega lífinu ... sem þó verður alltaf leiðinlegra við samanburðinn. Mér finnst orðið óþægilegt þegar fólk brosir til mín á venjulegan hátt, svo vön er ég orðin broskörlunum í blogginu.
Síminn er reyndar frekar heitur í dag af notkun eftir nokkur einstaklega góð símtöl, svona miðað við að yfirleitt nenni ég ekki að hanga lengi í síma. Já, og til að taka af allan vafa þá vaknaði ég klukkan 11 í morgun, hef bara varið tímanum í að horfa á það nýjasta nýja fyrir neðan himnaríki. Nú standa þar rauðir bílar. Mig grunar að það skipti máli. Guli liturinn (gula grafan, remember) táknar venjulega að það sé biðstaða en sá rauði að aðgerðin sé stopp í bili. Þegar kemur að því að grænn bíll leggur við sandinn veit ég að allt fer á fullt og þá ætla ég að loka mig inni í þvottahúsi með kisunum, dósamat og batterísútvarpi, jafnvel síma. Svo er fullt af saklausi fólki á labbinu þarna allt í kring. Gott dulargervi eða samsekt fólk.
Lífið sjálft er stöku sinnum meira "spennandi" en sápuóperurnar.
Ég man t.d. eftir fráskildum manni að norðan sem yngdi verulega upp og eignaðist barn með nýju konunni. Sonur mannsins af fyrra hjónabandi gerði sér lítið fyrir og stal eiginkonunni, stjúpu sinni, og er nú stjúpfaðir hálfbróður síns. Þetta er samt ekkert miðað við það sem ég er að ganga í gegnum með gröfur og önnur grunsamlegheit!
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=bc336494a082937701494d38451bd505
7.6.2007 | 17:51
Bólgin og bandbrjáluð
Skipti hafa orðið á hlutverkum í leikritinu Bridget sár og Nick með samviskubit. Bridget margbiður Nick fyrirgefningar á því að hafa skrökvað upp fóstureyðingunni og því að hafa efast um tryggð hans. Það sem Bridget veit ekki er að Nick og Brooke, mamma hennar, hétu hvort öðru ævarandi tryggð í millitíðinni. Ástæða sárinda Bridget er gleymd ... sterkur grunur um ást Nicks til móður hennar.
Jackie, mamma Nicks, kemur askvaðandi á snekkjuna og óskar Nick til hamingju með að velja Brooke en hann sussar á hana og sjúkkittt, Bridget heyrði ekkert.
Tómas, litli sonur Ridge og Taylors, þessi sem þroskaðist á ljóshraða úr litlum hnokka í gjafvaxta strák, vinnur sem hönnuður hjá Sally Spectra og nú er fyrsta sýningin hans. Afinn, Eric, vildi hann ekki í vinnu í Forrester-tískuhúsinu en nú er drengurinn við það að slá í gegn. Allir sturlast úr hrifningu, alla vega klappa. Tómas heldur í þá von að sýningin sameini foreldra hans.
Nick, þú verður að segja Bridget að þú sért ástfanginn af móður hennar, segir Jackie.
Ég vil koma aftur heim, duck, segir Ridge við Taylor á tískusýningunni og rýkur svo á dyr. (Held að ég hafi misst af einhverju) (já, gælunafnið er Duck, heyrist mér, vel við hæfi)
Tómas og tvíburarnir eru eyðilögð.
7.6.2007 | 13:53
Hálfgert letilíf og heilmiklar tölvuspælingar
Voða letilíf er þetta í sumarfríinu. Sumir í mínum sporum væru búnir að mála baðið, taka skápana, helluleggja garðinn, ganga upp á Akrafjall, bera á sig brúnkukrem, koma upp kryddjurtagarði, læra að elda nýstárlegan mat, skrifa eina smásögu og kynna sér nýjustu strauma í tísku og tónlist.
Sat reyndar við tölvuna í gær fram á nótt og skrifaði langt viðtal ... sumarfríið lengist bara í hina áttina í staðinn. Mjög djúsí, eiginlega stórmerkilegt viðtal við algjöra hetju sem lenti í skelfilegum hlutum í æsku. Kemur í Vikunni á fimmtudaginn í næstu viku.
Annars er mjög spennandi viðtal í nýjustu Vikunni við Ungfrú Ísland um það sem gerðist á bak við tjöldin í keppninni. Ekki var það allt fallegt.
Veit einhver tölvuvitur bloggvinur hvað er í gangi þegar tölvan fer í hægagang, næstum frýs og allar aðgerðir taka fáránlega langan tíma? Ég hef hingað til getað endurræst hana og þá verður hún hraðari. Ætli sé vírus í gangi? Kann ágætlega á word, tölvupóstinn og bloggið og það hefur nægt mér. Dánlóda aldrei neinu nema þá myndum úr google til að myndskreyta færslur, kann ekki einu sinni að stela músik og myndum ef ég hefði áhuga á því.
4.6.2007 | 21:46
Ástir, örlög og strætóskerðing ...
Taylor, geðþekki geðlæknirinn, sagði Ridge að pakka niður og fara af heimilinu þar sem hann væri enn skuldbundinn Brooke í hjarta sínu. Hahhahaha, ef Ridge bara vissi að nú er Brooke akkúrat að kela við Nick, tilvonandi tengdason sinn. Bridget, kærasta Nicks og dóttir Brooke, truflar keliríið með því að hringja og er á leiðinni til að segja Nick frá því að hún sé enn ólétt. Nick og Brooke tjá hvort öðru ást sína og eilífa tryggð. Svo mætir Bridget á svæðið og játar fyrir Nick sínum að hún sé enn ófrísk. Hann sem ætlaði að fara að segja henni frá ást sinni til mömmu hennar. Hvað gera bændur nú?
Fór aftur á www.bus.is og sá nú að ferðum strætó 27 hefur fækkað nokkuð. Ég skil alveg að það þurfi að spara en þetta verður eins og vítahringur; þegar þjónustan skerðist fækkar farþegum.
Ertu að halda þér til fyrir einhvern? spurði Magga vinkona þegar hún komst að því að klipping væri í nánd. Það skyldi þó ekki vera að undirmeðvitundin væri með einhvern í sigtinu? Er þetta kannski bara skylduklippingina á sex mánaða fresti? Er einhver Nonni villingur til? Hvað fá bloggvinirnir ekki að vita? Svarið kemur hryllilega á óvart. Ekki missa af færslum næstu árin.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 35
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 731
- Frá upphafi: 1517311
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 590
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni