Færsluflokkur: Ferðalög
21.7.2008 | 16:59
"Kemst ekki heim, Saving Iceland hefur stoppað alla umferð"
Vinnudagurinn var gjörsamlega frábær eins og venjulega og þegar ég gerði mig tilbúna til að hoppa í strætó seinnipartinn hringdi Ásta mín elskuleg, stödd í Reykjavík og þurfti að finna Múrbúðina. Ég sagði henni til vegar með því að kíkja á kort á www.ja.is og ekki svo löngu síðar kom hún á drossíunni, ásamt gullfallegri dóttur sinni, í Lynghálsinn. Við ákváðum að fá okkur kaffi í Mosfellsbakaríi til að drekka á heimleiðinni. Engir hitamælar eru til þar en ég bað stúlkuna um að reyna að ná hitastiginu 150°F með hugarorkunni og hafa enga froðu. Ásta hvíslaði að mér að ég væri að taka hana á taugum þannig að ég hætti við að biðja stúlkuna um að fá að fylgjast með þegar hún hellti mjólkinni út í pappamálið. Hummm, heita mjólkin með kaffibragðinu var samt ágætlega hressandi en auðvitað á maður að biðja um það sem maður vill fá, kurteislega þó, ekki óttast að stressa afgreiðslufólk.
Áður en við lögðum af stað frá Mosó fékk Ásta SMS frá vinkonu sinni sem vinnur í járnblendinu: Kemst ekki heim, Saving Iceland hefur stoppað alla umferð! Við hlógum illgirnislega alla leiðina á Kjalarnes en snögghættum að hlæja þegar við lentum fyrir aftan mjög hægfara ökutæki! Það tekur á taugar nútímakvenna að aka á 30 í gegnum Hvalfjarðargöngin.
Það sem líklega róaði okkur niður var að Pavarotti var á fóninum og meira að segja jólalagið sem hann söng var algjörlega við hæfi. Upptökubíll frá RÚV lullaði fyrir framan okkur og við veltum aðeins fyrir okkur hvernig hann gæti mögulega komist fram fyrir langa bílaröðina sem hafði víst myndast í báðar áttir til að mynda mótmælin.
Ég hugsaði aðeins um að fremja afbrot á Skaganum þar sem löggan væri nú örugglega upptekin við að berja á Saving Iceland en svo nennti ég því ekki. Himnaríki beið í yndislegheitum sínum. Mikið sakna ég annars ökuferðanna með Ástu í bæinn á morgnana.
Tommi liggur nú í leisíboj (hægindastóll sem við erum að passa) og erfðaprinsinn setti mjúkt teppi undir hann, púða við höfðalagið og fótaskemilinn út svo hann geti nú rétt almennilega úr sér, elsku kötturinn. Nú flæðir að við Langasandinn og allt lítur út fyrir að það verði fagrar, jafnvel svolítið stórar öldur á hlaðinu hjá mér þegar líður nær kvöldi.
Myndavélin sem ég er með í láni bilaði fyrir nokkrum dögum (format error) svo ég bað elsku sænska ljósmyndarann í vinnunni um að kíkja á hana. Sá snillingur fann út að minniskortið væri ónýtt og þá voru hæg heimatökin að skipta um minniskort við heimkomu en ég hafði nýlega keypt slíkt kort í mína vél áður en skjárinn á henni eyðilagðist. Í kaupbæti fékk ég góðar ráðleggingar um næstu myndavélarkaup.
Fyrsta myndin sem tekin var á vélina eftir kubbaskiptin er einmitt myndin af Tomma í hægindastólnum hættulega (svæfir hvern þann sem í hann sest). Ekki kannski tímamótamynd en sýnir engu að síður það dekur sem hann býr við hér í himnaríki.
Mótmæli við Grundartanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.7.2008 | 11:31
Karlarnir í strætó sögðu "sæt, sæt, sæt!"
Fann mikinn mun á öllu umhverfi mínu í morgun og hvernig það brást við tilveru minni og andliti. Karlarnir í strætó sögðu sæt, sæt, sæt og strætóbílstjórarnir heimtuðu ekki að sjá græna kortið mitt tvisvar, sem samsvarar því að borga tvöfalt í strætó, en það hafa þeir gert undanfarið. Jú, leðurfésið fer hverfandi, eins og glöggir lesendur hafa án efa áttað sig á, og týnda fegurðin er alveg við það að finnast. Indverjunum mínum heldur áfram að fækka, voru bara þrír eða fjórir í leið 18 morgun og fóru út á sama stað og ég. Ógreiddi maðurinn enn horfinn!
Tókst að lesa aðra frábæra spennubók í slapplegheitunum og að þessu sinni nýútkomna þýðingu á bók eftir Dean Koontz, The Good Guy! Góði strákurinn. Tim Carrier situr í sakleysi sínu á barnum þegar inn kemur maður og fer að tala við hann. Fljótlega áttar Tim sig á því að maðurinn heldur að hann sé leigumorðingi og áður en hann veit af er hann kominn með umslag með peningum, mynd af konu sem á að myrða og gaurinn horfinn. Honum tekst ekki að stoppa manninn en þegar rétti leigumorðinginn kemur inn og heldur að Tim sé leigutakinn segir Tim honum að hann geti hirt peningana en áð hann sé hættur við samninginn. Hann veit þó að þetta virkar ekki til lengdar til að stoppa leigumorðingjanna af og ákveður Tim að reyna að bjarga fórnarlambinu frá grimma en góðlega leigumorðingjanum ... Þegar ég beið í apótekinu eftir nýja ofnæmislyfinu mínu stóð ég þar eins og þvara á miðju gólfi í korter og las ... það var engin leið að hætta. Mér brá samt svolítið fyrst þegar ég sá bókina og las aftan á hana og hélt að íslenski útgefandinn hefði ruglast eitthvað og gefið út sömu bókina tvisvar í röð. Fannst eitthvað líkt með byrjuninni á bókunum báðum en það var algjör ímyndun hjá mér. Léttir, léttir ...
Jæja, vinnan bíður. Óska ykkur bæði frama og/eða friðsældar í dag!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.7.2008 | 17:54
Lokuð Hvalfjarðargöng
Lilja strætóvinkona hringdi rétt áðan og var stödd í langri biðröð við Hvalfjarðargöngin. Hún er á bílnum sínum, aldrei þessu vant, og var forvitin um hvað væri í gangi. Ekkert kom um þetta í útvarpinu. Hún vonaði að ég væri heima svo að ég gæti sagt henni það. Á mbl.is var ekkert um lokunina en á visir.is var frétt um að fellihýsi hefði dottið af bíl í göngunum og farið utan í vegg. Þegar símtalinu var að ljúka kom aðvífandi maður frá Speli og sagði að það væri klukkutíma bið eftir að göngin yrðu opnuð aftur. Lilja ætlar að keyra Hvalfjörðinn. Þeir bloggvinir mínir af Skaganum sem enn eru í bænum og sjá þetta ... akið hægt. Hvað með strætó? Verður honum hleypt í gegn? Þetta setur annars alla áætlun dagsins algjörlega úr skorðum, 17.45 vagninn er nýfarinn frá Mosó. Jamm, alltaf gerist eitthvað spennandi þegar ég er heima!
Skúbb Moggabloggsins var í boði himnaríkis!
5.7.2008 | 22:24
Skúrkur og bjargvættur
Samstarfsmaður minn sagði mér skemmtilega björgunarsögu fyrir skömmu, sögu sem gerðist fyrir kannski 15-20 árum, og sú rataði beint í nýju lífsreynslusögubókina sem var að koma út.
Töffari gengur eftir Njálsgötunni að nóttu til um helgi með dömu sér við hlið, sér reyk leggja út um glugga húss, gerir sér lítið fyrir og hendir sér á rúðuna (hann var í mótorhjólaleðurgalla) og rúllar inn í stofuna á glerbrotunum, leitar í íbúðinni þar til hann finnur gamla, sofandi konu í svefnherbergi við hlið stofunnar. Vekur hana og ber í fanginu út og bíður svo eftir slökkviliði og löggu. Þetta var mikið upplifelsi fyrir gömlu konuna sem lýsti þessu sífellt æsilegar eftir því sem hún sagði söguna oftar og ekki var verra að hún fékk að vera í heila þrjá tíma um nóttina í löggubílnum, enginn tími til að skutla henni heim til samstarfsmanns míns og konu hans fyrir fylleríslátum í miðbænum. Gömlu konunni þótti víst ógurlega gaman að tala við glæpónana sem komu aftur í löggubílinn til hennar og reyndi eftir bestu getu að vísa þeim rétta leið í lífinu. Hún var á náttkjólnum en kápu utanyfir og hárkollulaus en það var allt í lagi, þetta var svo spennandi.
Samstarfsmaður minn fór á Bíóbarinn nokkru seinna og hitti þar nokkra kunningja sína. Hann fór að segja frá þessu og einn maðurinn við borðið sagði: Aha, þetta var ég! Og já, það var maðurinn í meðfylgjandi frétt (sjá nánar á visir.is) sem bjargaði gömlu konunni frá bráðum bana á Njálsgötunni forðum. Leiðinlegt að vita til þess að hann tengist mögulega þessu máli.
Við Halldór frændi skruppum í Borgarfjörðinn í dag og áttum skemmtilega stund með Önnu vinkonu okkar og fleira fólki í fallega sumarbústaðnum hennar. Þar var glatt á hjalla, enda þekkir Anna bara fyndið og skemmtilegt fólk (eins og t.d. okkur Halldór) ... Sjálf sagði hún frá því að það væri þekkt innan sagnfræðinngar (hún er m.a. sagnfræðingur, tölvunarfræðingur og myndlistarkona) að það væri gefið út fyrra bindi, annað bindi og þriðja bindi af sagnfræðiritum ... mér fannst það mjög fyndið. Halldór sagði um tvær drykkfelldar konur sem hann kannast við ... að það hefði slest upp á vínskápinn hjá þeim og við orguðum úr hlátri. Stundum er gott að vera með penna og blað á sér til að hripa niður ... hugsaði það stundum þegar Tommi bílstjóri fór á kostum í strætóferðunum í denn. Nú ekur Tommi bara fyrir BYKO og er sárt saknað af okkur farþegum.
Erfðaprinsinn sótti mig á bílaplanið við Hvalfjarðargöngin af því að Halldór hatar mig og nennti ekki að skutlast með mig á Skagann á heimleiðinni, laug því að hann væri tímabundinn. Við Halldór vorum aðeins seinni þangað og hvað gerir löggan ef hún sér rauðan sportbíl standa kyrrstæðan og bílstjóri með sólgleraugu undir stýri? Jú, hún tékkar á málum ... Þegar hann sagðist vera að bíða eftir MÖMMU sinni þá þótti það nógu meinleysislegt til að hægt væri að kveðja brosandi án þess að vilja einu sinni sjá ökuskírteinið. Mig grunar að erfðaprinsinn fái sér Toyotu (ekki sporttýpu) næst! Við Halldór mættum svo þessum löggum skömmu seinna og vorum blessunarlega á 90 km/klst. Auðvitað, annað væri bara hálfvitalegt! Halldór fékk reyndar mjög góða útrás í síðustu viku þegar hann ók á bílaleigu-Benz á 270 km/klst á hraðbraut í Þýskalandi og var samt ekkert hraðskreiðari en flestir aðrir þar. Ég ætla sko með honum næst til Þýskalands á hraðbrautina, alla vega ætla ég að horfa á Formúluna á morgun. Vá ... 270, það hlýtur að vera gaman!
Annar handtekinn í húsbílasmygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2008 | 11:21
Hjartalæknir í Skagastrætó - ný lífsreynslusögubók komin út!
Loksins mætti ég með galopin augu í strætó í morgun eftir langþráðan mátulega langan nætursvefn. Bjóst alveg eins við að splunkunýi bílstjórinn úr móðu undanfarinna morgna væri jafnvel kona eða þaðan af verra ... eftir gott frí hef ég ekki verið nema skugginn af sjálfri mér eftir að þurfa að vakna uppúr sjö á morgnana, les lengi frameftir og sýni vítavert kæruleysi í því að reyna að fá almennilegan nætursvefn. Bílstjórinn reyndist alveg vera hinn skemmtilegasti karl, eins og mig minnti, og sagðist hafa sett met í morgun ... eða ekið með heila fjóra farþega frá Mosó til Akraness í fyrstu ferð. Helmingur farþega voru víst læknishjón, karlinn hjartasérfræðingur og á helgarvakt á sjúkrahúsinu. Það datt óvart af mér andlitið eitt augnablik ... læknir í strætó?? En hví ekki? Er ég ekki virðulegur blaðamaður, meira að segja aðstoðarritstjóri? Hví kýs ég strætó? Ja, ekki er það af neinum lúðahætti, ég þori bara ekki að keyra bíl ... Læknirinn tók víst rándýrar endurbætur á stofu sinni framyfir að eiga bíl ... og vá hvað ég skil hann. Öruggur með sig, þarf ekki stöðutákn á borð við jeppa. Er ekki líka svolítið flott að aka um í stórum, dýrum bíl og hafa einkabílstjóra?
Yfirleitt eru ansi fáir með fyrstu ferð á Skagann á morgnana á meðan fara tvær rútur af fólki í hina áttina, eða til Reykjavíkur. Notkun hefur greinilega aukist eftir skelfilegar bensínhækkanir síðustu vikna því það nægði að hafa bara einn vagn í fyrstu ferð allt sumarið í fyrra. Ég fór meira að segja stundum heim á Skagann með rútukálfi sl. sumar. Engin Elín kom upp í strætó í Mosó í morgun, ég sat með þrumusvip á andlitinu til að enginn þyrði að setjast hjá mér (eftir sundurstíun á okkur Elínu undanfarna morgna). Þegar mér loks tókst að taka frá sæti þá klikkar hún ...
Ógreiddi maðurinn sat í sama sætinu og í gær og breiddi svo vel úr sér að ég sá að hann var í brúnum, mjög illa burstuðum skóm. Sumir þjást af hræðslu við kóngulær eða töluna 13 og aðrir óttast skuldbindingu, þessi ungi maður gæti verið burstafælinn (hárbursta-, skóbursta- osfrv.) Svo var allt gert til að rugla mig og þýðandann í ríminu, nú fór hluti Indverjanna út á gamla staðnum og stærri hluti út um leið og við, nema sá ógreiddi kom út um leið og við, eins og í gær. Einhvern morguninn ætla ég ekki í vinnuna, heldur elta samferðamennina, bara til að geta sagt ykkur hvert liðið mitt fer. Við verðum alla vega að komast að því hvar sá ógreiddi vinnur, ekki satt? Minnir að Indverjarnir (karlar plús ein kona) séu hjá Glitni við tölvuforritun.
Nú var að koma út bókin 50 íslenskar lífsreynslusögur, fallega túrkísblá að lit og inniheldur 15 djúsí splunkunýjar lífsreynslusögur og 35 eldri sögur sem hafa birst í Vikunni áður. Vá, það var svo gaman að rifja þessar sögur upp. Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Mannlífs, sá mig handleika fyrsta eintakið (ógurlega montna, eins og Þingeyinga aftur í ættir er siður) og sagði vingjarnlega: Ég veit að þú samdir allar þessar sögur sjálf ... og þar að auki ertu völva Vikunnar! Ég vissi ekki hvort ég ætti að vera upp með mér yfir þessu áliti hans eða móðguð fyrir mína hönd, völvunnar og fólksins sem hefur sagt mér sögur sínar ... Ég hallast að því að þetta teljist hrós og SME álíti mig einstaklega hugmyndaríka, fallega, gáfaða og að auki með miðilshæfileika. Hver annar en miðill (völvan okkar) hefði getað sagt fyrir um lætin í borginni og að borgarstjórin myndi springa, hún segir reyndar að ríkisstjórnin springi líka ... Eina sem mér finnst ólíklegt að rætist hjá völvunni er að ÍA berjist um fyrsta sætið við Val í Landsbankadeild karla! Hún hlýtur að hafa lesið hugsanir mínar og tekið inn óskhyggjuna þegar ég tók viðtalið við hana ... ég held með ÍA og finnst Gaui Þórðar ekki fram úr hófi skapmikill, bara eðlilegur fótboltaþjálfari! Hverjum er ekki illa við dómara? Hér að ofan sést mynd af lífsreynslusögubókinni sem kom út í fyrra. Þessi nýja er næstum alveg eins í útliti ... nema túrkísblá!
6.6.2008 | 22:05
Tvöfaldir menn og dass af Dexter í nýju B-lífi
Nú er ég opinberlega orðin B-manneskja og ætla að fara seint að sofa, vakna seint, fá mér latte á kvöldin, lesa eins og brjálæðingur, horfa á EM í fótbolta, heimsækja sumarbúðirnar hennar Hildu (Ævintýraland), horfa á sjóinn og vonast eftir flottum öldum, taka til, kannski mála, horfa á sjónvarpið, sitja á svölunum, blogga, lesa blogg, kommenta, dekra tryllingslega við kettina og kenna erfðaprinsinum fleiri mataruppskriftir. Þetta er samt bara rétt byrjunin.
Ég steingleymdi hreinlega að vera ofsaglöð og syngja í strætó á leiðinni heim rétt fyrir kl. 19 en þá hófst sumarfríið mitt. Ný bók um Dexter, geðþekka fjöldamorðingjann sem drepur bara vont fólk, var að koma út og ég sökkti mér niður í hana.
Nýi Skagamannsstrætóbílstjórinn var undir stýri og ók eins og engill, verst þó að hann kveikti ekki strætóljósin í Hvalfjarðargöngunum, Heimir hefði gert það enda vill hann halda okkur farþegunum uppteknum við lestur svo að við gerum ekkert af okkur á meðan. Sniðugur strákur. Strætóbílstjórarnir voru tveir í kvöld þótt bara einn hefði keyrt, annar sat við hlið nýja bílstjórans, líklega til öryggis, mögulega ný stefna þegar ég er um borð. Þetta er nákvæmlega eins og þegar ég fæ sendingar úr Einarsbúð þá koma þeir alltaf tveir saman með vörurnar. Vottar Jehóva koma líka alltaf tveir saman og sama má segja um lögguna. Þótt ég sé brjáluð í karlmenn, eins og ég hef alltaf sagt, þá hef ég aldrei í lífinu daðrað við strætóbílstjóra undir stýri, það er eitthvað svo ábyrgðarlaust og setur aðra farþega og vegfarendur í hættu!
Hitti Gumma Ben fyrir utan Útvarpshúsið í dag. Hann fölnaði nú bara þegar ég spurði um jarðskjálftann en Gummi býr í Hveragerði. Hann reyndi ekkert að leika töffara og sagði að þetta hefði verið algjör hryllingur. Nógur var nú hristingurinn í himnaríki, ansi mörgum kílómetrum í burtu. Ungur, alveg hreint frábær starfsmaður bókarbúðarinnar í Iðu, var þarna líka og sagði að svo furðulega hefði viljað til að heima hjá bróður hans í Hveragerði hefði allt brotnað en litlar sem engar skemmdir orðið á heimili móður hans sem býr annars staðar í Hveragerði.
Jæja, Dexter bíður. Vona að kvöldið ykkar verði dásamlegt!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.6.2008 | 10:44
Sumar á bið og hlaupandi feitabolla
Ansi hvasst var á leiðinni frá Skaganum í morgun, við fukum til og frá Kjalarnesinu en hviður voru þó ekki mikið yfir 20 m/sek. Gummi bílstjóri stýrði okkur örugglega alla leið þótt hviðurnar tækju harkalega í á köflum. Á biðstöðinni í Mosó ákváðum við Lilja að sumarið væri á hold. Það var hvasst og kalt og eiginlega komið peysu- og vettlingaveður aftur. Ég lét veðrið þó ekki eyðileggja fyrir mér daginn, ég var nefnilega nýbúin að fatta mér til mikillar gleði að græna kortið mitt dugir akkúrat út þessa viku, eða til 06.06.08,en þá á Bubbi Morthens afmæli og ég byrja í sumarfríi.
Horfði á mjög skemmtilega breska DVD-mynd í gær, Run Fatboy Run, og hló hástöfum að henni. Hún segir frá öryggisverði nokkrum sem yfirgaf ólétta konu sína við altarið fyrri fimm árum. ... Hann hittir son sinn reglulega og hefur ákaft reynt að vinna aftur hjarta konunnar. Hann fær sjokk þegar hún lendir á alvarlegum séns með öðrum manni. Sá er myndarlegur, í góðri vinnu og stundar ræktina. Hann stefnir meira að segja á að taka þátt í maraþonhlaupi eftir mánuð. Okkar maður, lúserinn, tekur til sinna ráða og ákveður að hlaupa maraþonið ... Ferlega skemmtileg mynd! Mjög fyndin og full af góðum og skemmtilegum leikurum.
Jæja, það verður nóg að gera í dag. Best að halda áfram að vinna. Megi dagurinn ykkar verða frábær og megi þessi ósk verða að áhrínsorðum. Ég er alla vega 50% góð í því, náði Svíaleiknum en klikkaði á ÍA-leiknum!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.5.2008 | 23:39
Aldeilis helgarbyrjun ...
Með því að hotta duglega í leigubílstjórann á leiðinni í Mosó náðist í skottið á 18.45 vagninum á Skagann, þeim síðasta fyrir kvöldáætlunina. Það hefði verið frekar fúlt að þurfa að bíða til 20.45 og missa af Reykjavík rústa Garðabæ í Útsvari. Datt ofan í bókina Áður en ég dey, eftir smápásu á henni, og tókst að lesa alla leiðina, líka í göngunum þar sem Heimir kveikti á kristalsljósakrónunni í loftinu. Hann er greinilega lítið fyrir rómantík í rörinu eins og hinir bílstjórarnir. Skömmu síðar gekk hlaðþjónn um með vagn og bauð farþegum skattfrjálsan varning. Ég nennti ekki að kaupa ilmvatn núna, enda örstutt í árlega árás geitunga og býflugna á saklausa Íslendinga og þá sérstaklega þá sem úða á sig blómailmi eða ganga í gulum bolum. Tala af hroðalegri reynslu. Sem betur fer er ég fljótari að hlaupa en þessi kvikindi.
Ég var ekki fyrr sest í leisígörl með kött í kjöltu, latte í annarri og styrjuhrogn úr frísvæði Hfg í hinni þegar síminn hringdi og mér var sagt að systir mín væri komin á spítala ... með slæma flensu; háan hita og höfuðkvalir. Kynþokki Hildu (eða kölduflogin) hafði þau áhrif á húsvitjunarlækninn að hann pantaði sjúkrabíl. Hrikalega fallegir og skemmtilegir menn komu og fluttu hana á Borgarspítalann. Þegar ég heyrði í henni voru komnar 20 mínútur síðan hún bað starfsmann um að rétta sér svona kasta-upp-poka en án árangurs. Hún getur samt ekki gengið óstudd, eiginlega varla hreyft sig, svo hún þarf þjónustu, blessunin. Ef ég hefði vitað af þessu hefði ég tekið strætó upp á spítala í stað þess að fara heim en ég var líklega alveg að lenda við himnaríki þegar fallegu sjúkrabílakarlarnir fluttu hana á Borgó. Þessi flensa er víst ekkert gamanmál. Vinkona mín á í svona hryllingi og hefur verið fárveik heima í heila viku.
Kubbur, yngri köttur himnaríkis, liggur nokkuð oft við dyr nýju svalanna og starir á eitthvað spennandi á gólfinu sem við erfðaprins komum ekki auga á. Þetta gerir okkur svolítið skelfd og í kvöld datt mér í hug að þar sem allt er enn ófrágengið hafi skapast pínulítið lífríki, kannski þjóðfélag, milli parketts, veggs og röra, eitthvað sem smiðurinn sem hvarf hefði átt að loka fyrir ári. Samt sést aldrei neitt kvikt hérna. Erfðaprinsinn fjarlægði Kubb, eins og lífríkið myndi hverfa í leiðinni, ég benti honum hæðnislega á það, en Kubbsan var komin á sinn stað eftir örskamma stund. Nema þetta sé húsdraugur með fullkomnunaráráttu sem þolir ekki ófrágengna veggi. Best að hringja í smiðinn, hann lofaði að ganga frá þessu fyrir afmælið mitt ... en gleymdi að segja hvaða ár.
Ekki hef ég nógu gaman af sérstaklegafyrirkonur-þættinum Lipstick Jungle, hvað þá nýja spítalaþættinum á RÚV á miðvikudagskvöldum. Ég gef samt öllu séns, vinnu minnar vegna, er samt alls ekki sjónvarpssjúk. Skil ekki þessa andúð mína á þáttum sem eiga sérstaklega að höfða til mín.
Held mig bara við Simpsons, Hæðina, Önnu Pihl, Kiljuna, Monk, CSI, Boston Leagal, Silfur Egils og fréttir. Já, og American Dad, Ísland í dag, Kastljós og svo nýja Evróvisjónþáttinn sem hefst annað kvöld og lofar góðu ... og boldið of kors.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.4.2008 | 10:52
Yfirsof, áreiti, björgun og vinnualk ...
Skyldi vera gerlegt að vakna kl. 7.30 á mánudagsmorgni, öll fötin í þurrkaranum í austurenda himnaríkis og tannburstinn í vesturendanum, og ná samt strætó sem leggur af stað kl. 7.41 frá Skrúðgarðinum og kemur 2 mín. síðar á Garðabrautinni rétt hjá himnaríki? Já, það er gerlegt.
Þar sem ég beið í Ártúni eftir leið 18 og svaraði spurningum ungrar, ókunnrar skólastúlku sem kom og stóð þétt upp við mig og spurði mig um hvaðeina sem henni datt í hug og kvartaði yfir kennurum og kærasta, kom elsku Guðný á umbrotsdeildinni brunandi inn á stoppistöðina og kippti mér með. Mér leið eins og Jane þegar Tarsan bjargaði mér naumlega (kaffilausri) frá spjalli við ókunna manneskju. Tek það fram að ég er ekki morgunfúl en mér fannst óþægilegt að fá ekki frið til að hugsa um kaffi. Stelpan var ósköp ljúf en vantaði stopparann í hana. Ég hefði alveg verið til í að spjalla við hana seinnipart dags ... ekki kaffilaus, onei. Það voru tveir aðrir staddir þarna en þeir fengu frið. Hafa kannski haft vit á því að svara á útlensku: "Nje, prodskí póróna sitzen babúska pjotr sjú tem ..."
Það er eins og standi á enninu á mér: "Komið! Ég er til í hvað sem er" því að reynt hefur verið ítrekað að frelsa mig inn í sértrúarsöfnuði (KFUK 9 ára, Guðsbörn 15 ára, Krossinn 25 ára), selja mér tryggingar (Sun Life) 41 árs, Stöð 2 sport 49 ára ... o.s.frv.
Jamms, fer og tek viðtal eftir hádegi niðri í bæ og fer síðan væntanlega beint heim á Skaga til að skrifa það. Seinnipartinn kemur síðan nágrannakona mín í heimsókn í himnaríki og segir mér djúsí lífsreynslusögu í Vikuna. Lífið er vinna 24 tíma sólarhringsins-sjö daga vikunnar, eða eins og Kaninn orðar það á styttri máta: 24/7. Vinnualkinn ég elskar þetta!
Eigið frábæran dag!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
19.3.2008 | 22:48
Rommkúlur, strætóstress ... og bold
Mikið er gott að vera komin í páskafrí. Inga vinkona skutlaði mér í Mosó og höfðum við örfáar mínútur fram að brottför leiðar 27 á Skagann. Sem betur fer var ekki þung umferð á leiðinni og náðum við því á mettíma á staðinn, auðvitað á löglegum hraða. Inga bjóst við að þurfa að elta strætó og ná honum jafnvel á Kjalarnesi en eins og svo oft áður þá þurfti 27 að bíða eftir leið 15 sem er oft sein á þessum tíma. Þegar við Inga nálguðumst Háholtið sáum við að strætó var nýlagður af stað frá stoppistöðinni. Við héldum ró okkar þótt ýmsir í okkar sporum hefðu farið yfirum af stressi. Inga var nokkrum sentimetrum á undan strætó inn í hringtorgið rétt við KFC, jók hraðann og fleygði mér svo út á ferð við strætóskýlið í Lopabrekkunni, brekkunni góðu þar sem Karítas tók alltaf vagninn áður en hún flutti norður. Elsku Heimir stoppaði svo fyrir mér þegar hann sá fagurskapaðan þumalfingur minn á lofti.
Við erfðaprins fórum í Einarsbúð og keyptum flottan mat fyrir morgundaginn, nautasteik, Einarsbúðarsalat og margt fleira. Svo var það bara hjartans Skrúðgarðurinn í smástund ... ég mæli með cappuccino-tertunni þar. Hún er mjög gómsæt og rosalega holl. Kaffið vekur, hressir og kætir. Súkkulaði er meinhollt á allan hátt og rjómi kemur í veg fyrir beinþynningu.
Góður næstum því endir á annasömum degi. Nú verður bara lesið og horft á sjónvarpið, frí og útsofelsi á morgun!!!
Annað, skilaboð til erfðaprinsins sem situr inni í stofu: Aldrei, aldrei færa mér fulla dollu af rommkúlum! Þetta átti að vera fyrir gesti!
Það má ekki líta af boldinu þá skipta persónurnar um hjásvæfur, svíkja, kyssast og svona ... og enn er brúðkaup í uppsiglingu. Brooke er saklaus, aldrei þessu vant, en það er þó stutt í að hún giftist Nick. Held að handritshöfundar séu með skipurit þar sem segir að það verði að halda brúðkaup á minnst átta vikna fresti eða oftar eftir aðstæðum. Bara passa að fólk sé ekki of blóðskylt! Bridget hryggbraut Dante á dögunum, sá eftir því en oft seint því aumingja karlinn lenti í því að biðja strax Feliciu, barnsmóður sinnar, eða þannig. Hún játaðist honum, fór strax að undirbúa brúðkaupið, flýtti því og lét fljúga inn tengdó frá Ítalíu. Það heyrðist mikið mamma mia í þessum þætti. Dante fékk langþráða ástarjátningu frá Bridget og ákvað að segja Feliciu upp en það var staðalímyndin af ítölsku fjölskyldunni kominni á staðinn, tyggjandi pasta og drekkandi ólífuolíu sem kom í veg fyrir það.
Ridge reynir stanslaust við Brooke, mömmu Bridgetar, og Nick, unnusti hennar og fyrrum eiginmaður Bridgetar, er að verða brjálaður á því. Sýndist Jackie (mamma Nicks) vera tiltölulega óspæld út í Stefán, pabba Brooke (Bobby í Dallas), fyrir að hafa sofið hjá Taylor (fyrri konu Ridge) til að plata út úr henni hlutabréfin (2%) og koma þannig Forresturunum á kné.
Jæja, nú er Die Hard byrjuð á Stöð 2 Bíó, best að horfa á hana í 15. skiptið. Bruce er kúl, meira að segja þegar hann fer að kjökra í lokin, sárfættur og með mörg, mörg dráp (bara á vondum körlum) á samviskunni. Hann hefur haldið þeim sið í hinum Die Hard- myndunum, svona í blálokin þegar konan er komin og vorkennir honum. Annars horfi ég auðvitað bara á myndina þess að hluti níundu sinfóníu Beethovens heyrist í henni.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 828
- Frá upphafi: 1515923
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 701
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni