Færsluflokkur: Matur og drykkur
1.12.2007 | 22:44
Matar- og tónlistarblogg
Matarboðið gekk frábærlega. Maturinn heppnaðist sjúklega vel, heiðursgesturinn, Inga, var svo þreytttttt að hún kom ekki, enda búin að vinna mikið og vaka lengi. Vildi að hún hefði sofið í himnaríki í dag og náð að koma í matinn. Hún hefur ekki svo oft á þessum 24 árum sem við höfum þekkst fengið ætan bita hjá mér. Enda er hún kokkurinn og ég bakarinn. Það var ekki hægt að klúðra þessu kjöti í dag, enda útbúið af kærleika og miklum hæfileikum af Einarsbúðarsnillingunum. Fylltur lambahryggur með gráðaosti og villisveppum. Sveppasósa með (bara úr pakka ... en með nokkrum villisveppum sem kokkurinn í Einarsbúð lét fylgja með), grænmetisréttur með sætum kartöflum og fleira (uppskrift kemur bráðum, sérstaklega fyrir Jennýju), gular baunir, hitaðar með smjöri, salti og pipar og að síðustu ferskt salat með alls kyns grænmeti.
Erfðaprinsinn á mikinn heiður skilinn, hann hélt öllu hreinu á meðan ég djöflaðist, henti öllu rusli jafnóðum, algjör hjálparhella. Það var soldið fyndið að hafa 2/3 Idol-dómaranna í stofunni hjá sér á meðan Laugardagslögin hljómuðu, ætla að blaðra því að Ragnheiður Gröndal féll þvílíkt í kramið hjá okkur öllum, að hinum ólöstuðum. Þriðji dómarinn var reyndar á staðnum ... á sófaborðinu í formi "Öll trixin í bókinni".
Svo fóru allir í einu um tíuleytið ... Monika í bæinn en Palli vildi sjá húsið hennar Ellýjar áður en hann fer að skrattast í Breiðinni (gamla Hótel Akranesi). Ég mundi loks eftir myndavélinni en ég gleymdi henni alveg í gærkvöldi í þættinum, í Skrúðgarðinum í dag og á tónleikunum í Bíóhöllinni ... og á núna m.a. þrjár algjörar hryllingsmyndir af gestunum. Meira að segja fallegi erfðaprinsinn minn myndaðist illa.
Stutt í að haldið verði í draumalandið og vei þeim sem hringir fyrir klukkan átta í fyrramálið ... djók, ég meinti hádegi!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.12.2007 | 15:26
Morgunstress og vinkonuhvarf ...
Rétt fyrir klukkan átta í morgun hrökk Stressríður upp þar sem hún lá í sófanum í Galtalindinni í Kópavogi, í huggulegri íbúð systur sinnar. Hún hafði dottið út af í brúnum leðursófa með fjólublátt teppi yfir sér þar sem Law and order-fólkið í sjónvarpinu fann eflaust vondan glæpamann til að senda í rafmagnsstólinn. Blessunarlega svaf hún það af sér. Hún sendi Ingibjörgu, vinkonu sinni, símaskilaboð og ákveðið var að hittast í Kaffitári við Bankastræti um kl. 9.30.
Hviðurnar á Kjalarnesi voru enn það sterkar að enginn strætó gekk en Inga tók ekki eftir þeim á leiðinni, enda ekki á háum strætisvagni sem tekur á sig vind eins og hann fái borgað fyrir það.
Stressríður skaust eitt augnablik inn í himnaríki, greip nokkra geisladiska með og fullvissaði sig um að handritið sem hún prentaði út í Kópavoginum kvöldið áður væri á sínum stað.
Í Skrúðgarðinum ríkti ljúft andrúmsloft að vanda og stressið rjátlaðist eitthvað af Stressu sem fór að búa til lagalista fyrir sig og Óla Palla tæknimann. Heimir strætóbílstjóri hékk við tölvuna til að athuga hvort það yrði fært í bæinn, það var ekki fyrr en 11.41 sem hann þorði að fara, alveg á áætlun ... en slapp við ferð/ferðir sem átti að vera fyrr um morguninn.
Útvarpsþátturinn gekk vel, þetta var bara einn og hálfur tími og leið hratt. Eftir útsendinguna beið Ásta með súkkulaðitertusneið og pælingar fyrir krakkaball Páls Óskars sem hefst kl. 17. Okkur rétt tókst að redda börnum til að taka með okkur. Ekkert bólaði á Ingu en hún var ákaflega syfjuð þegar kvaðst var fyrir utan Skrúðgarðinn kl. 10.46. Inga er enn týnd. Hún á inni matarboð í himnaríki í kvöld, eins gott að hún vakni, hvar sem hún er stödd í heiminum. Þessi elska.
29.11.2007 | 18:46
Fokið heim í heiðardalinn
Við Ásta komumst heilu og höldnu (í hviðum upp á 27 m/sek) alla leið í Einarsbúð og þangað mætti erfðaprinsinn ofsaglaður, enda finnst honum fátt skemmtilegra en fara í búðir. Á meðan ég lá í hægindastól í spennumyndahorninu keypti erfðaprinsinn í matinn og það lítur út fyrir guðdómlegan kvöldverð í himnaríki á laugardag. Fimm manna veislu.
Fékk þessa líka frábæru hjálp í Einarbúð við valið, ákvað að kaupa fylltan lambahrygg með gráðaosti og villisveppum, verður tilbúið á morgun. Það er nóg að segjast ætla að halda veislu þá er ekkert lát á hugmyndum og ráðgjöf í þessarri búð. Þetta verður ekki gamaldags ósmekkleg veisla með 20 tegundum af meðlæti og kokkteilsósu, eins og ég var þekkt fyrir, alla vega ein jól í gamla daga. Þess í stað verður ferskt salat og sætkartöfluréttur. Þarf reyndar að finna sellerírót til að fullkomna þann síðarnefnda. Jamms, það er nóg að gera á stóru heimili.
29.11.2007 | 13:19
Hvessir hratt á Kjalarnesi
Kjöt í karrí í venjulega matnum, pastaréttur í grænmetisdeildinni, sjávarréttasúpa í súpunum. Maður nokkur sagði þegar hann stóð við hlið mér þar sem við gengum frá diskunum okkar að honum hefði ekki fundist súpan góð ... Held að hann hafi bara verið að halda uppi samræðum ... eða hvað.
Komst að því að tónleikar Páls Óskars á laugardaginn eru í raun krakkaball, ókeypis inn og fullorðið fólk fær aðgang í fylgd með börnum ... Svo spilar hann ekki fyrr en kl. 23 í Breiðinni, gamla hótelinu. Nenni ekki þangað, fer frekar á barnaballið, búin að fá dóttur Ellýjar lánaða.
Ásta var að hringja. Hviðurnar nálgast hratt 30 m/sek í Kjalarnesinu og við erum að hugsa um að drífa okkur bara af stað fljótlega. Ætla að reyna að sofa sætt og vel í nótt þrátt fyrir veðurhaminn sem spáð hefur verið.
Strákarnir í hönnunardeildinni sögðust vera sárir yfir dótahorninu í Hagkaup, sérlega ætlað strákum. Þeim finnst nefnilega gaman að kaupa í matinn og elda, enda eru þeir ekki vanvitar sem horfa slefandi á sjónvarp þegar þarf að kaupa lífsnauðsynjar inn til heimilisins. Tek það fram að ég vil ekki hekluhorn, þótt ég hafi gaman af því að hekla, og vita af erfðaprinsinum aleinum að velja í matinn. Hvað þá eiginmanni, ef ég hefði gengið út aftur. Annars nenni ég ekki að æsa mig mikið yfir þessu. Ég vil endilega hafa mun á kynjunum ... bara ekki launamun!
28.11.2007 | 10:02
Kökublað, mjónuminningar og vaknað við titring
Kökublað Vikunnar var að koma í hús og það er KLIKKAÐ!!! Flott sko. Heilar 112 síður og 80 uppskriftir. Inga Jóna Þórðardóttir skreytir forsíðuna, ásamt girnilegri jarðarberjatertu, þessarri sígildu góðu. Jæja, þetta var mont dagsins!!! Myndin fannst á google.is og er voða girnileg, svona eru allar terturnar í kökublaðinu ...
------------- -------------- ---------------
Helga Möller söngkona kom hingað áðan með nýja plötu sína sem var að koma út. Ég hoppaði samstundis 21 ár aftur í tímann þegar ég var grönn og sá um barnaþátt á Rás 2 inni í morgunþættinum sem m.a. Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona sá um. Þarna í denn heimsótti ICY-tríóið okkur, Helga, Pálmi og Eiríkur Hauksson. Ég man að ég spáði þeim 1. sætinu, algjörlega pottþétt. Gleðibankinn var svo flott lag. Við rifjuðum þetta upp og hún sagðist muna eftir þessarri heimsókn sem var rétt áður en tríóið sigurvissa flaug út í keppnina. Ósmekklegheit Evrópubúa sýndu sig strax á úrslitakvöldinu og hefur yfirleitt verið áberandi þarna í maí þegar frábærum lögum okkar hefur verið hafnað sí og æ. Helga er enn grönn ...
Vaknaði ekki við BDSMS-ið hennar Ástu í morgun, heldur við titringshljóðið sem kemur eftir eina hringingu. Ásta hringdi og bjargaði mér. Við keyrðum svo eins og andskotinn alla leiðina (hver segir að hann aki hratt?) í bæinn og það var rosalega mikil umferð á leiðinni!!! Við lögðum líka af stað 2 mín í 7, ekki 10 mín í, eins og oftast. Það munar greinilega heilan helling um nokkrar mínútur upp á umferðina að gera.
27.11.2007 | 15:20
Áhyggjufækkun, peningaminnkun, gleðiaukning
Það birti yfir í Skrúðgarðinum þegar Guðmundur, bloggvinurinn besti, gekk inn. Sumir standa við hótanir gærdagsins, Guðmundur er einn þeirra. Mikið var gaman að hitta hann! Hulda, eina sanna, var í búðarápi og ég dreif hana með í Skrúðgarðinn. Súpan alveg súpergóð og þriðjudagsmömmuklúbburinn á sínum stað í öðrum sal. Sakna þeirra helling en skil þær svo sem alveg að vilja vera sér og spjalla. Hitti eina þeirra og viðraði þennan söknuð. Kjáði framan í prinsinn hennar, ógurlega sætan. Held að ég fari alveg að öðlast þann þroska að verða amma. Hef, held ég, gefið upp á bátinn að koma með litla systur fyrir erfðaprinsinn. Það væri samt kúl að hafa tæp 30 ár á milli barna. Koma tímar, koma ráð.
Útsvarsáhyggjurnar: Í gærkvöldi kíkti Sigrún Ósk, meðreiðarmær mín, í heimsókn í himnaríki. Finnst líklegt að hún verði frábær í leiklistinni. Henni tókst að koma skilaboðum til Bjarna Ármanns í gær um að hann yrði látinn hlaupa í bjölluna, enda maraþonhlaupari mikill. Ég fæ sem sagt að sitja eins og klessa og vera sæt ... og vonandi gáfuð. Um daginn fékk ég spurninguna: Í hverju ætlar þú að vera? Sú manneskja á skilið mikið þakklæti því að ég hefði annars lent í miklum vandræðum. Föt eru ekki mínar ær og kýr. Skrapp í Nínu eftir Skrúðgarðinn og fékk svo góða hjálp við að velja falleg föt að ég mun bera af öllum þeim keppendum fyrr eða síðar sem nokkurn tíma hafa tekið þátt í spurningakeppni á Íslandi, jafnvel í öllum heiminum. Held ég. Hvít skyrta, svart vesti, svartur jakki, svört hálsfesti. Jólafötin komin, líka páska-, bolludags-, hvítasunnu- ...
Fór loksins með uppáhaldsúrið mitt í viðgerð til úrsmiðsins í Lesbókinni (Morgunblaðshöll okkar Skagamanna, Tommi bílstjóri býr á efstu hæðinni). Úrið á myndinni hér t.h. er svolítið líkt því.
Reykvískur úrsmiður hafði metið úrið ónýtt og ég ætlaði loksins að kaupa nýtt úr á keðjuna. Á henni eru fjórir fallegir túrkíssteinar. Þessi frábæri úrsmiður sagði að það þyrfti bara að hreinsa úrið, í því væri gott verk og algjör óþarfi að henda því. Snillingur! Þetta gladdi mig mjög.
Svona er allt á Skaganum. Konan hjá sýslumanni hér gerði t.d. óumbeðin við ökuskírteinið mitt eftir að hún hafði úrskurðað það í gildi. Bara lítið dæmi.
26.11.2007 | 14:15
Pasta bloddí pasta
Bæði venjulegi maturinn og grænmetisrétturinn voru löðrandi í pasta. Í gamla daga var pasta ljómandi gott og óheyrilega gaman að búa til mismunandi rétti úr því. Stundum urðu þeir of sterkir, ef ég missti mig t.d. í chili-inu, ekki kannski mjög ítalskt ... svo fékk ég nóg af þessu hveitidrasli einn daginn.
Þegar ég var lítil var spagettí soðið jafnlengi og kartöflur og bragðaðist dásamlega með hakki og tómatsósu eða bara tómatsósu. Kokkteilsósan var svo fundin upp á unglingsárum mínum, ég er af þessari frægu 78-kynslóð sem var að komast upp á sitt besta þegar hamborgarar og franskar ruddu sér til rúms á landinu. Arfur 68-kynslóðarinnar er líklega tónlistin og afslappelsið (jafnvel hassið) en þessi 78 skilur tekkið og kokkteilsósuna eftir sig. Man eftir einni jólamáltíð heima á Rauðalæk, fullorðna fólkið fékk rjúpur og við unglingarnir kjúklinga ... og rjómalagaða kokkteilsósu með. Þetta VAR spennandi nýjung á þessum tíma og þótti mjög flott. Kjúklingar voru líka ansi dýrir á þessum tíma. Jamm.
Þetta var matarvonbrigðablogg dagsins.
P.s. Veit hver hringdi í morgun. Það var ekkert æsispennandi, eiginlega bara næstum því rangt númer!
25.11.2007 | 16:32
Ævintýri á morgunslopp ... viðrun og jólamynd
Erfðaprinsinn viðraði háaldraða móður sína, eins og góðir synir gera á sunnudögum, og við skruppum í Skrúðgarðinn. Þvílík jólastemmning. Búið að skreyta jólatré og undir því lágu girnilegir jólapakkar. Börnin á staðnum voru alveg að missa sig, fullorðna fólki reyndi að halda stillingu sinni.
Heitt súkkulaði og ostakaka fyrir þá gömlu, súkkulaðikaka og kaffi fyrir ungann. Smakkaði á sjúklega girnilegu köku erfðaprinsins og kræst, fann hnetu- eða núggatbragð eitthvað hræðilega skelfilegt. Sjúkkitt að við pöntuðum ekki tvær svona, það munaði litlu. Sumar tertur leyna greinilega illilega á sér.
---------- -------------- ------------------ ------------
Fórum í búð og í anddyrinu þar sátu tveir undir sölumenn með tombólu. Keypti mjög fallega jólamynd, bauð 200 kall í hana og fékk. Efnilegur listamaður að nafni Guðmundur bjó hana til. Hún fær heiðursstað í himnaríki.
Ég lenti í svaðalegu ævintýri í dag, eða hefði gert ef erfðaprinsinn hefði ekki verið heima, held ég. Dyrabjallan hringdi, ég, spennufíkillinn í sloppnum einum fata, ýtti á OPNA, og beið spennt. Jú, þetta var enginn annar en húsfélagsformaðurinn! Hann þurfti að mæla eitthvað á svölunum. Hrópaði til hans þegar hann var á leiðinni upp stigana: Ja, ég er nú eiginlega nakin, var að koma úr baði! Fyrstu vonbrigðin komu þegar hann svaraði: Geturðu ekki farið í slopp? og það örlaði á skelfingu í rödd hans. Sumir hefðu nú farið að hlaupa ... Ég er í slopp, sagði ég þreytulega. Formaðurinn var með tommustokk með sér (leikfang lostans hjá hugmyndaríku fólki sem notar m.a. grilláhöld og strauborð jöfnum höndum líka), dreif sig beint út á svalir ... og mældi. Hann sá síðan nýju bókina eftir Yrsu á stofuborðinu og eftir það átti hún hug hans allan. Ég sagðist vera búin með tvo kafla og væri voða spennt, gæti mælt með henni só far. Tek það fram að sloppurinn minn er fyrst og fremst hlýr, langt því frá sexí, enda bý ég á Íslandi.
23.11.2007 | 08:27
Þakkargjörð án sláturs og klikkað veður á Kjalarnesi
Við Inga fórum í guðdómlega þakkargjörðarmáltíð á TGI Friday í gær. Held að vér Íslendingar hefðum gott af því að fá svona sið, fjölskylduþakklætishátíð áður en aðventan gengur í garð. Er ekki hægt að íslenska þennan sið án þess að t.d. slátur komi við sögu? Það er nefnilega maturinn sem er æði, kalkúnninn með sætkartöflumús, trönuberjasultu, fyllingu og sósu ... namm. Þetta bragðaðist afar vel í gær og ekki skemmdi þjónustan fyrir! Hún var afbragð.
Södd og sæl og komin með smá amerískan hreim settist ég í leisígörl til að horfa á House lækni. Bókin um Aron Pálma lá í fanginu til að lesa í auglýsingahléum. Ja, mín bara sofnaði þegar þátturinn var hálfnaður. Vaknaði kl. 4 í morgun með bæði Aron Pálma og Tomma (getraun: kött eða bílstjóra?) í fanginu. Allt uppljómað í himnaríki. Svipað gerðist inni í bókaherbergi, erfðaprinsinn sofnaði yfir House, vaknaði um sexleytið, þegar ég fór á fætur, og var þá með Harry Potter á maganum og Kubb til fóta. Kláraði bókina í nótt, enda átti ég bara einn kafla eftir, og háttaði upp í rúm. Gott var að vakna tveimur tímum seinna við frábærlega dásamlegt BD-SMS frá Ástu. Þegar ég hoppaði út úr himnaríki var alsæll og einnig vel útsofinn erfðaprinsinn tekinn til við að lesa Potter.
Ferðin okkar Ástu í bæinn gekk stóráfallalaust þrátt fyrir klikkað veður á leiðinni. Við fórum hina leiðina út úr bænum, aðalleiðina svokölluðu, og sáum á skiltinu þar að vindhviður á Kjalarnesi voru bara 21 m/sek. Við reyndum að hlæja í gegnum hræðslutárin og skelfingarskjálftann þegar við komum upp úr göngunum sunnanmegin en hviðurnar voru sko ansi mikið meira en 21 metri á sekúndu! Það hefði verið ófært ef það hefði snjóað, mun kaldara á Kjalarnesi en á Skaganum, hefði getað snjóað ...
Þurrkurnar voru á mesta hraða hjá Ástu og hún bað mig, sem aðstoðarbílstjóra sinn um að fylgjast vel með þeim. Það síðasta sem ég man var þegar Ásta sagði: Nú þyngjast augnlokin ... Svo var ég bara komin við skrifborðið mitt. Í dag ætla ég að vera dugleg, ekki veitir af ... ég er sko að safna fyrir Hawaii-ferð handa Ástu.
20.11.2007 | 14:15
Af mæðrum, húmorsprófi og Tommaergelsi
Elskan hann Tommi kom í Skrúðgarðinn á meðan ég beið eftir súpunni. Hann er á seinni strætóvaktinni núna, Heimir á morgunvakt. Er alveg komin út úr þessu vegna drossíuferða með Ástu. Tomma seinkaði ógurlega einn daginn, sagði hann mér. Tvær konur með fimm börn, þrjú á fæti og tvö í vögnum, tóku sér far með honum. Svaka strætódrossía er í förum núna, eiginlega glæstur langferðabíll, og ekki byggð fyrir slíka farþegar og þurfti Tommi að leggja vagnana saman og setja í farangursgeymsluna áður en hægt var að bruna út úr bænum. Þegar Tommi var næstum kominn upp í sveit görguðu konurnar og spurðu hvers vegna hann færi þessa leið, þær höfðu ætlað sér að taka innanbæjarstrætó upp í hverfi en voru sannarlega ekki á leiðinni í Mosfellsbæinn. Nú, Tommi stoppaði, tók vagnana út og konugreyin þurftu að labba nokkuð langa leið til baka. Þar sem hver mínúta skiptir máli kom þetta sér ekki vel fyrir farþegana en eins og allir vita eru strætóbílstjórar með hjartahlýjustu mönnum og leið 15 hinkraði bara í smástund í Mosó.
Svo nöldraði Tommi yfir nýkomnum jólaskreytingum og sagði að nú væri tími villibráðar, við ættum ekki að skreyta fyrr en 11. des! Sá út um gluggann hjá sjúkraþjálfaranum að aðalgatan er að verða ansi jólaleg. Seríur í gluggum og jólaskreytingar við verslanir. María var meira að segja með jólatónlist í gangi í Skrúðgarðinum.
Litla, dásamlega dóttir Maríu var á staðnum og okkur kom samstundis vel saman. Barnið æsti mig fljótlega upp, ég sver það, ég var mjög stillt þegar ég kom inn. Erfðaprinsinn sótti mig þangað að vanda og fannst hegðun mín ekki við hæfi virðulegrar móður. Ég kannaði hvort barnið hefði húmor, hef þróað sérstakt próf í þá veru í gegnum tíðina. María sagði mér að sú stutta væri strákastelpa og ég spurði barnið hvort það væri kannski sjóræningjastelpa. Hún hnussaði og hélt nú ekki. Þá hófst prófið. Ertu þá þvottapoki? Eða kannski sjónvarp? Þú skyldir þó ekki vera strætisvagn? Og svo framvegis. Barnið skellihló og stóðst þannig prófið. Einn kosturinn við þetta próf er það að börnin vilja að maður haldi endalaust áfram ...
Erfðaprinsinn engdist og sagðist ekki vilja að fólk héldi að ég væri rugluð og færi að hlæja að mér, hann vildi ekki þurfa að meiða það ... Þá orgaði ég úr hlátri og stóðst væntanlega prófið hans. Jamm, þetta var skemmtilegt hádegi og grænmetissúpan sérdeilis góð. Við erfðaprins gripum síðan með okkur líklega bestu marmaraköku í heimi en hún fyrirfinnst í Harðarbakaríi. Svo verður bara unnið af krafti í dag! Kökublaðið kemur út í næstu viku! Það verður GEGGJAÐ!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 26
- Sl. sólarhring: 116
- Sl. viku: 689
- Frá upphafi: 1516039
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 567
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni