Skortur á samkynhneigð?

Taylor með bólgnu varirnarJackie er kona Massimos sem er blóðfaðir hönksins þannig að Ridge og Nick eru hálfbræður! Nú er allt farið að smella saman!!!
Ridge sagði „I´m sorry“ í lok þáttarins í gær. Í dag hélt hann áfram og sagði við Brooke: „Mér finnst ekki rétt að við deilum sæng þegar svona er komið!“ Og Brooke létti rosalega, hún hélt að hann væri að reka sig út úr húsinu, segja sér upp. Ridge stakk upp á að hann færi bara sjálfur. Það væri nú ekki sniðugt, þá myndu Brooke og Taylor bara snúa sér hvor að annarri og það yrði sko fútt og alveg nýr flötur á þáttunum, frábærar flækjur! Held reyndar að það sé einhver fóbía fyrir samkynhneigð í þessum þáttum, svona þegar ég fer að hugsa um það.

Annars er Taylor illa farin eftir veruna þarna hjá soldáninum sem rændi henni! Varirnar á henni eru t.d. rosalega bólgnar, hún er eins og önd í framan og á erfitt með mál!  Elsku kerlingin.

Jackie við son sinn: „Nick, is it magic? Eru sömu töfrarnir fyrir hendi í sambandi ykkar Bridget eins og í sambandi þínu og Brooke? Ef þú giftist Bridget þá hefur Brooke engan!!!“

Jackie hefur plantað einhverju inn í hausinn á Nick og hann hugsar bara um Brooke núna og það eru sko engar tengdasonartilfinningar sem hann virðist bera til hennar. Ég get ekki beðið til morguns. Takk kærlega, bloggvinir góðir. (ÞETTA var hæðni)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, þetta er hrikalega spennandi ... og Guðmundur, það er dásamlegt að vera búin að fá þig aftur. Löng vika án þín! Og allur bloggheimur fór úr böndunum í fjarveru þinni, femínistahatur, músagangur í Bónus og bara þvílíkt bull! Nú kemst ró og friður á aftur.  

Guðríður Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 19:20

2 Smámynd: Hugarfluga

Maður þarf ekki lengur að kveikja á imbanum til að horfa á Bóldið. Nóg að lesa bara Gurrí. Hvenær kemurðu á hljóðsnældu?

Hugarfluga, 20.2.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Gaman að sjá einhvern skilgreina það sem fram fer í þessum frábæru þáttum! Heldurðu annars ekki að Brooke og Nick nái saman, Taylor og Ridge verði að eilífu hamingjusöm ( ef hún passar sig á öllum soldánum í framtíðinni ) og Bridget taki að sér uppeldi allra barnanna sem fyrir kraftaverk muna ekki eftir öðrum foreldrum framar. Er þá nokkuð óleyst?

Vilborg Valgarðsdóttir, 20.2.2007 kl. 23:57

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhe, hver veit? En soldáninn mútaði sko lækni til að byrla Taylor ólyfjan þannig að hún virtist dáin ... svo liðu mörg ár. Og nú er allt í kássu

Kannski reyndi hún fyrir sér annars staðar, leikkonan, en kaus svo mögulega að láta skrifa sig aftur inn í boldið, með þessum líka skemmtilegu afleiðingum. Þetta Bold-bull byrjaði nú bara sem grín hérna á síðunni. Ég var með sjónvarpið á og þátturinn hófst ... ég skaut svolítið á fjölskyldutengslin, Brooke var gift pabbanum og báðum sonum hans, ekki þó í einu ... osfrv. og svo bara heimtuðu bloggvinirnir meira og ég er farin að fylgjast með þessu bulli! Sá nokkra þætti á árum áður þannig að ég átti auðvelt með að geta í eyðurnar ... en Nick var mér t.d. alveg lokuð bók fyrst, hver var þetta? Og hver var þessi Jackie? En nú veit ég það. (Kíkti líka á Netið)

Guðríður Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 00:08

5 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Ég held að þessi Taylor hafi komið aftur vegna þess að hún fær hvergi annars staðar vinnu með þessar bólgnu varir sínar Takk annars fyrir upplýsingarnar um lækninn og soldáninn!

Svo ekkert fari milli mála þá skildi ég að þetta er grín hjá þér, þetta eru óborganlega heimskulegir þættir, svo heimskulegir að maður horfir stundum bara til að vita hvað þeim detti nú í hug næst.

Ég kíki stundum á bloggið þitt og finnst það skemmtilegt.

Hafðu það gott og haltu áfram að blogga um Bold-liðið mér og öðrum til gagns og gamans.

Vilborg Valgarðsdóttir, 21.2.2007 kl. 10:24

6 identicon

Spenna, spenna... þú ert að gera útaf við mig. Held reyndar að Taylor hafi hætt í Boldinu vegna þess að hún fæddi barn með augnsjúkdóm. Svo varð hún ofurkristin og hún og lýtalæknirinn sem hún er gift voru sjónvarpspredikarar þangað til barnið þeirra var læknað í augunum og þá gat hún aftur farið í Boldið-eftir að hafa óverdósað af collageni í varirnar. Las þetta í dönsku blaði fyrir mörgum árum Vona að ég sé að tala um sömu sápuna. 

kikka (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 14:08

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kikka ég elska þig. Þetta hlýtur að vera rétt! Raunveruleikinn er oft miklu meira spennandi en sápur!!! 

Guðríður Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 511
  • Sl. sólarhring: 588
  • Sl. viku: 2304
  • Frá upphafi: 1461287

Annað

  • Innlit í dag: 435
  • Innlit sl. viku: 1892
  • Gestir í dag: 426
  • IP-tölur í dag: 423

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sérdeilis flott terta
  • Jón Gnarr og stráksi
  • Jörgen Klopp

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband