Hev jú tékkd ðe tjildren?

When a stranger callsSamstarfskona mín hringdi áðan og það var mjög undarlegt símtal, svona framan af.

B: „Sæl, þetta er Bryndís hérna, hvernig sæki ég að þér?“

G: „Bara ágætlega.“

B: „Ertu búin að ná þér í svona slæmt kvef?“ (Sú var orðin gleymin ...)

G: „Já, en ég kem ábyggilega í vinnuna á fimmtudaginn, ég er öll að koma til!“

B: „Þannig að ég get ekkert platað þig í smávinnu?“

G: „Í smávinnu? Humm ... hvernig vinnu?“

B: „Förðunarvinnu?“

G: „Förðunarvinnu? Ég kann ekki að farða, ertu að grínast?“

B: „Er þetta ekki Helga?“

Svona getur nú kvef breytt röddinni á manni. Samstarfskonan sem situr við hliðina á mér þekkti mig ekki einu sinni!

SímaatNú er líklega góður tími til að gera símaat! Ninja
Ég get leikið karlmann núna, reyndar kvefaðan karl, og hrætt barnfóstrur um allt land ... en ég myndi samt aldrei gera það!

Í gamla daga fannst mér skemmtilegast að þykjast vera frá Pósti og Síma, vart hefði orðið við bilun í kerfinu og viðkomandi sem ég var að pína þá stundina þurfti að blása í símtólið til að losa óhreinindin af línunni! Þvílík snilld ...

Svo þetta sígilda að spyrja eftir Bolla og ef enginn Bolli var í þessu númeri þá spyrja um Undirskál!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Hrekkjalómur! 

Sumpart minnir mig á Bart Simpson í símaatinu ................. 

www.zordis.com, 20.2.2007 kl. 19:34

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hehehe, var búin að gleyma þessu með að biðja fólk um að blása í tólið....! Óforbetranlegt og alltaf jafn fyndið, allavega svona fimmtán sinnum. Eða þetta: "já, halló, er hreinn bolli við?" "hér er enginn hreinn bolli" "oj, eruð þið bara ógessslegir sóðar þarna?" - og svo hí, hí, hlæ, hlæ, bakföll og boðaföll. Lítið er ungs manns gaman...Manstu eftir fleiri síma-ats-sögum? Þú ert svoleiðis rosalega stálminnug.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.2.2007 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 103
  • Sl. sólarhring: 482
  • Sl. viku: 2509
  • Frá upphafi: 1458174

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 2097
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Siegfriedungjoy
  • Ótrúleg kvittun
  • Sjöundi maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband