Ég vissi það!

Þegar ég fór bloggrúntinn minn í morgun sá ég að ein vinkonan hafði skrifað um mýs eða rottur í Bónus og á síðunni hennar er hægt að "klikka" á þáttinn og sjá verðkönnun strákanna ...

KartöflumúsÉg horfði á þetta vel og vandlega og eina sem ég sá voru tvær kartöflur sem rúlluðu á gólfinu fyrir aftan fréttamanninn. Ég kommentaði hjá vinkonunni og kvað þetta líklega hafa verið kartöflur. Sem kom líka á daginn!

Æ, hvað það er stundum gaman að geta sagt: „Ég vissi það!“ án þess að vera algjört montrassgat ... en þarna varði ég heila klasaverslun sem lítil, sæt músarsaga hefði getað rústað ... eða mögulega skaðað ... eða þannig!

Nú er ég bæði bjargvættur og besservisser. Góður dagur!!!


mbl.is Kartöflumús í Bónus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

mús nammi namm

Ólafur fannberg, 20.2.2007 kl. 16:06

2 identicon

Nammi namm-en hvar nærðu í allar þessar flottu myndir sem þú setur inn á bloggið þitt. Gerir það svo agalega aðlaðandi og skemmtilegt.

kv. k 

kikka (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:09

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kikka, ekki segja Google.is frá en ég finn þær hjá google.is!

Þú hefur sem sagt séð þetta líka, Kolbrún? Hehehhe!  

Guðríður Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 16:16

4 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með stórfenglegan dag, bjargvættur   Mýs eru í lagi en rottur eitthvað verra tilfelli þótt þær séu mússí mússí sætar!

www.zordis.com, 20.2.2007 kl. 16:31

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takkks. Mýs eru bara sætar og ég hef sem betur fer ekki óttast þær ... geitungar eru verri! 

Guðríður Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 16:43

6 Smámynd: Svava S. Steinars

Hahah, ég sá strax að þetta voru ekki mýs, við erum einfaldlega of klárar fyrir svona

Svava S. Steinars, 20.2.2007 kl. 17:37

7 Smámynd: Karolina

Get svo svarið það , hélt að þetta væru mýs Spurning um að fara nota gleraugun að staðaldri

Karolina , 20.2.2007 kl. 17:49

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ohhh, nú fær ég móral yfir þessu besservisserakjaftæði í mér ... djö!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.2.2007 kl. 18:18

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég held að þetta hafi verið drukknar mýs.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.2.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 236
  • Sl. viku: 1499
  • Frá upphafi: 1453968

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1254
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Draugar og uppeldi
  • Himnaríki sjór
  • Flutningar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband