Ekki dáin, heldur sjónvarpspredikari!

Guð í sjónvarpinuÉg var að fá alveg splunkunýjar upplýsingar um Boldið frá henni Kikku, eða ástæðuna fyrir því að leikkonan sem leikur Taylor hætti þar um nokkurra ára skeið. Sú sem leikur geðlækninn geðþekka eignaðist barn með augnsjúkdóm.

700 klúbbur í sjónvarpinuHún varð ofurkristin í kjölfarið, og ásamt eiginmanni sínum, lýtalækninum (geggjað aðgengi að collageni), gerðist sjónvarpspredikari þar til barni þeirra batnaði í augunum. Þá gat hún farið aftur í Boldið. Kikka las þetta í dönsku blaði fyrir nokkrum árum. Ég hef mjög sterkt á tilfinningunni að þetta sé rétt.

Þátturinn í dag: Foreldrar Ridge eru yfir sig hamingjusamir með að vera búnir að endurheimta Taylor aftur. Þau Eric og Stefanía gera sér þó grein fyrir því að það verður erfitt að losna við hina tengdadótturina sem er í raun í ólöglegu hjónabandi með syni þeirra þar sem Taylor var lifandi. Stefanía segir manni sínum að Taylor eigi húsið sem Brooke hefur búið í síðustu árin með Ridge. Brooke verði því að flytja út og það strax í dag!   
Nick spjallaði alvarlega við Ridge og sagði honum að hann yrði að velja rétt, eða Brooke. Samt er hann sjálfur skotinn í henni þótt hann ætli að kvænast dóttur hennar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bloggvinirnir "neyddu mig" til að fara að fylgjast með óborganlegri sápu ... þú verður að lesa langt aftur til að skilja hvað er í gangi og svo gef ég skýrslu reglulega um það sem gerist!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 18:11

2 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Hrikalegt að missa af þessu en ég er enn í vinnunn. En þetta hljómar næstum eins og þátturinn í gær !!

Vilborg Valgarðsdóttir, 21.2.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég veit það, Vilborg! Það er alveg hægt að missa af þættinum í marga daga, jafnvel margar vikur! Mér skilst að maður sé enga stund að komast inn í allt aftur! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 18:25

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég hætti að horfa á General Hospital í Minneapolis í nóvember 1979 og tók svo til við það aftur í Denver í ágúst 1993. Og Laura hafði varla farið á túr á milli, kannski skipt um varalit...

(Held ég hafi áður skrifað um þetta hér á kommentakerfinu þínu, kæra Gurrí, þú forlætur einni með A.l.)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:49

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ótrúlega hægir þessir þættir og alveg óhætt að missa af þeim. Ég fyrirgef öllum með Teflon-heila, ég er frekar slæmt dæmi um slíka manneskju!!! Hhehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband