Brosandi bæjarstjóri og skortur á pervisnum mönnum

Gísli bæjóÆtlaði að verja deginum í sjálfsvorkunn yfir hósta, hálsbólgu og svona en á Skaganum er það ekki hægt. Eilífar símhringingar og brjálaðar vinsældir ... ja, ég fékk alla vega eitt símtal sem leiddi mig í kaffi í Skrúðgarðinn. Og þar var annar dularfullur fundur í gangi. Um daginn var það Frjálslyndi flokkurinn í óreykmettuðu óbakherbergi ... núna í dag var það bæjarstjórnin!!! Og bæjarstjórinn, þessi dúlla, brosti til mín! Nú fær hann atkvæði mitt hvenær sem er!

Hægfara SkagastrætóÞarna hefði ég vissulega átt að notfæra mér þetta og fara að spjalla við bæjó um strætóhraðferðina sem þýtur út úr bænum undir sjö á morgnana og tekur ekki upp farþega leiðinni, bara þá sem búa rétt hjá Skrúðgarðinum eða sem eiga bíl og aka þangað. Hálftómur ekur hann í loftinu eins og fjandinn sé á eftir honum og skilur okkur alvörufarþegana eftir með sárt ennið.
EN ... þakklæti mitt fyrir að fá stoppistöð fyrir framan himnaríki er svo mikið að ég nenni ekki fárast lengur yfir svona smáatriðum, synd þó að missa af Ástu sem hlýjum sessunaut en Ásta býr rétt hjá Skrúðgarðinum.

Pervisinn maðurVerst er ef maður fær núna einhvern herðabreiðan og karlmannlegan gaur við hliðina á sér og herðar hans þrýsta manni að ganginum milli sætaraðanna. Pervisnir menn eru bestir sem sessunautar en þeir fyrirfinnast ekki á Skipaskaga. Eftir uppeldið í ÍA, hlaupin á Langasandinum og annað eru þetta flottustu menn landsins þótt víðar væri leitað.

Fréttir eru að hefjast á Stöð 2, ég fór fram í stofu til að skipta um stöð, var með seinkaða dagskrá í gangi. Tommi vaknaði og fattaði að ég væri komin heim úr kaffihúsinu og hljóp mjálmandi á eftir mér inn í bókaherbergi aftur. Hver þarf eiginmann til að eltast við sig ef maður á svona kött?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Hvaða hvaða, þú biður bara herðubreiðu mennina að taka utan um þig svo þú hafir það gott við hliðina á þeim.  Eitt leiðir svo að öðru og áður en þú veist af ertu komin í bullandi ástarsamband.  Færð ekkert út úr einhverjum pervisnum væskli !

Svava S. Steinars, 25.2.2007 kl. 18:49

2 Smámynd: Saumakonan

hmm.. það er nú stundum gott að hafa einhvern hlýjan að halla sér að í köldum strætóvagni á morgnana

Saumakonan, 25.2.2007 kl. 20:17

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hmm, er ástæða fyrir því að fara að hafa áhyggjur af öllum þessum kaffihúsaferðum, er kannski einhver huggulegur fastagestur þar?  Held samt að Gísli bæjarstjóri, frændi minn (fjórmenningar út frá Einari Hálfdánarsyni á Hvítanesi við Djúp) sé harðgiftur maður.  Kveðjur,

Sigríður Jósefsdóttir, 25.2.2007 kl. 20:47

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sko frú Grafarþögn ... maðurinn, bæjarstjórinn, frændi þinn, brosti og fær atkvæði mitt hvenær sem er, ekki ástir mínar!

Og nei, það eru engir huggulegir fastagestir þarna, held ég. En það breytist þegar fréttist af öllum þessum sætu stelpum sem hanga þarna.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.2.2007 kl. 21:59

6 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 25.2.2007 kl. 22:05

7 Smámynd: www.zordis.com

Hlýr faðmur og ólgandi ástleitið hjarta leynast víða.  Visinn eða hokinn ...... who cares ef hann er vellauðugur, andlegur sjarmur!  Syngja bara í strætó, "i´ll close my eyes while you kiss me" la la la .........  

www.zordis.com, 25.2.2007 kl. 23:23

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá hvað verður gaman í strætó á morgun. Ég ætla ekki að vera ástleitin ... ég ætla að vera ástREITIN! Múahahhahaha. Sjá skýrslu á morgun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 218
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 910
  • Frá upphafi: 1505917

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 743
  • Gestir í dag: 170
  • IP-tölur í dag: 164

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband