Plís, plís ... lækkið fyrir 1. apríl

... en þá rennur Rauða kortið mitt út! Það yrði skelfilegt að þurfa að kaupa rautt kort á yfir 12 þúsund og svo lækkar allt um meira en helming.

Ef strætófargjaldið lækkar þetta mikið þá held ég að það veitti ekki af ferðum á hálftíma fresti milli Akraness og Rvíkur! Og hætta með þetta þriggja tíma hádegishlé. Ungt fólk á Skaganum hefur hætt í skóla og námskeiðum og eftirmeðferð út af þessu hléi, það er erfitt ef skólinn er búinn klukkan 13 og næsta ferð fer ekki fyrr en 15.50!!! Mannréttindabrot ... hehehe, kannski ekki alveg en ósköp væri nú ljúft að fá ... þó ekki væri nema eina ferð þarna inn á milli.

NammmmmVér Skagamenn höfum tekið strætó svo mikið og oft að það horfir til vandræða ... og Reykvíkingar eru svo duglegir að koma upp á Skaga til að skoða nýja kaffihúsið, borða á hinum góða Galito og kaupa föt hjá Nínu ... þar sem fagmennirnir versla; Dorrit og Ellý í X-Factor ... já, og ég!

Birti mynd af góðum mat í tilefni af Galito og einnig því að hér verður enginn hádegisverður í dag, mötuneytið ætlar ekki að lækka ódýra matinn, eins og allir - alls staðar í þjóðfélaginu, svo að við ætlum bara að skrópa í mat í dag.

Hvernig væri ef samstaðan héldist út í þjóðfélagið og við hættum að láta bankana komast upp með þetta okur??? Er það rétt afsökun að segja að stýrivextir séu svo háir á Íslandi að lántökugjald og háir vextir sé nauðsynlegt???

 


mbl.is Stúdentar fagna tillögu um lækkun fargjalda Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér á Amtsbókasafninu, nánar tiltekið á Amts-Café - hefur hún Silla snilldarkokkur lækkað verð á mat hjá sér. Ég styð því þetta skróp hjá ykkur

bestu kveðjur frá Akureyri - D. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 12:42

2 identicon

hæ sæta :)

var að koma úr klippingu, las vikuna :) komu tár og allt þegar ég las viðtalið við mömmu hans nóna. takk fyrir góða stjörnuspá :) mundu svo að spá vel fyrir ljónin alltaf hehe koss og kveðja

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 13:58

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ promiss, kæra kleópatra!!!  Ljónið er svo æðisgengilega stórkostlegt og spáin mun alltaf verða í stíl við það ... múahahaha!

Kveðjur norður til Sillu snilldar!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 14:08

4 identicon

Gott að þú ert aðeins farin að róa þetta niður. Var nánast orðin óvinnufær af spenningi og púlsinn orðinn óvenju hár Góða helgi mín kæra.

kikka (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 14:43

5 Smámynd: Ólafur fannberg

knús og kveðja

Ólafur fannberg, 2.3.2007 kl. 14:54

6 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Hæ Skagapía,

ef bankarnir lækka vextina á lánunum þá gefur auga leið að vextirnir á öllum milljónunum sem við eigum inn lækka líka, hahaha, bíð spenntur eftir framhaldsþættinum frá þér hann er skærasta ljósið á deginum.

Pétur Þór Jónsson, 2.3.2007 kl. 15:50

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gott hjá ykkur aö skrópa. Maður á að skrópa ef það er aðgerð gegn ranglæti. Man þegar ég og vinkona mín skrópuðum í skólanum til að fara til skranarans. 37 ára gamlar konurnar..híhí!

Góða helgi!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 17:06

8 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

http://tv-links.co.uk/

Sæl aftur vinkna mín, mátti til með að senda þér þennan link, þú ert kannski búin að sjá þetta en þarna geturðu horft á alla mögulega framhaldsþætti sem verið er að sýna og þá meina ég heilu seríurnar.

Pétur Þór Jónsson, 2.3.2007 kl. 17:55

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er til í allt sem eykur kaupmáttinn.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.3.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 189
  • Sl. sólarhring: 355
  • Sl. viku: 881
  • Frá upphafi: 1505888

Annað

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 716
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 139

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband