9.2.2021 | 23:05
Af rjómatertu og sjokkerandi flugferð
Af hverju geri ég þetta alltaf ... eða er með allt of mikið með kaffinu þegar koma gestir? Í dag mættu tvær góðar vinkonur, önnur alla leið frá Bandaríkjunum (kom reyndar í des.) og hin úr Reykjavík (en samt ágæt).
Ég ofmet iðulega magamál annarra og það hefði verið meira en nóg að bjóða upp á hálfa rjómatertu. En nei, ég keypti tvo hvíta botna, frysti annan, skellti kokteilávöxtum á hinn, gerði búðing úr hinum nýju Royal-bananasplittdásamlegheitum sem eins og sumt annað gott er ekki komið til að vera ... síðan rjóma á hliðarnar.
Þetta hefði dugað þremur flottum kerlum, meira að segja verið of mikið. En ... ég keypti líka súkkulaðitertu, hafði ekki tíma til að baka, og þeytti rjóma með. Einnig var ég með flatkökur, rúgbrauð og kvöldbollur (Costco, úr frysti). Hangikjöt, kindakæfu, rúllupylsu og hið guðdómlega Önnu Mörtu-pestó sem ég hafði keypt í Hagkaup. Á kantinum voru svo tvær rúllur af smákökudeigi síðan um jól (rennur út sumar 2021) og ég gleymdi að baka þá, sem ég var að hugsa um að skella inn í ofninn ef ég sæi að þetta dygði ekki.
Þú áttir ekki að hafa neitt fyrir okkur, skræktu vinkonurnar hissa (en glaðar) þegar ég setti rjómatertuna á borð, mína fyrstu rjómatertu í áratugi. Ameríkuvinkonan elskar allt gamaldags íslenskt og þegar ég hef farið í heimsókn westur til hennar hef ég gripið með mér efnavopn á borð við súrhval og eitthvað kæst. Alltaf er ég samt jafnhrædd um að verða handtekin á flugvellinum í Seattle. Maðurinn hennar biður um bingókúlur.
Ég heimsótti þau hjónin jólin 2019 en þá voru tollverðirnir á svínakjötsveiðum svo ég komst inn með hangikjöt, flatkökur, súrhval, kæstan hákarl, kindakæfu, Ora-grænar og laufabrauð - með því að segjast vera með smoked lamb og áður en ég gat farið að telja upp hitt var ég boðin velkomin til Bandaríkjanna ...
Óheppið fólk (frá Keflavík) sem við hittum hlakkaði til að borða hamborgarhrygg með Kanada-bróður á aðfangadagskvöld en varð að kaupa eitthvað annað í matinn - komst þó inn með kæstu skötuna, þar setti ég mörkin, og eiginmaður vinkonu minnar eflaust líka, hefði hann grunað að hún bæði um slíkt. Hann neitar til dæmis að kyssa hana í marga daga eftir að ég kem í heimsókn, eða þar til kæsti hákarlinn er búinn.
Ferðin vestur um haf tók tæpa átta klukkutíma og ég er enn brjáluð út í Icelandair fyrir að láta mig borga fullt verð fyrir sæti án glugga (sjá átakanlega ljósmynd hér ofar)... Má það bara? Við fóstursonurinn sátum sársvekkt en fólkið í kringum okkur kunni ekki að meta gluggana sem það hafði, dró hlífina niður jafnvel eða svaf eins og skepnur. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að fljúga og hluti af töfrunum er að horfa út um gluggann í flugtaki og lendingu - og þess á milli.
Hálfri rjómatertu síðar og góðu spjalli kvöddu vinkonurnar en mér tókst að skella heilmörgu gamaldags góðmeti í poka og senda Ameríkuvinkonuna með heim en hún verður eitthvað lengur á landinu. Svo var Inga vinkona svo sæt að stökkva yfir til mín um kvöldmatarleyti og aðstoða með rjómatertuna sem enn er ein sneið eftir af.
Neðri myndin er frá New York, í fyrstu ferðinni til USA, að mig minnir 1991. Einn morguninn sat ég á veitingastað og smakkaði í fyrsta sinn beyglu og drakk cappuccino með þegar enginn annar en Dustin Hoffman atvinnuleikari gekk fram hjá. Við Íslendingarnir létum eins og við sæjum hann ekki.
Það var eiginlega enn merkilegra í næstu ferð á eftir, kannski átta árum seinna, á skólaferðalagi (hagnýtrar fjölmiðlunar) að rekast á Valgeir Guðjónsson tónlistarmann á labbinu í Washington-borg.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.