19.3.2021 | 19:20
Guðríður almáttugur
Mér líður eins og ég sé komin á bíl, ég gat skroppið til Reykjavíkur eftir hádegi í dag, erindast sem þurfti og var svo komin heim um hálfsexleytið. Það þurfti þó tvo bílandi ættingja í bænum til að það gengi upp.
Hilda sótti okkur í Mjóddina - ég keypti áður en hún kom bévítans strætómiðana sem ég hef reynt vikum saman að gera þótt ekki sé enn hægt að fá kvittun á kennitölu. Ég siga bara endurskoðandanum mínum á Strætó bs - eða löggunni, þetta getur ekki verið löglegt. ;)
Við fengum okkur kaffi í Kaffitári sem er iðulega fyrsta verk í hverri bæjarferð. Ögn seinna komst Davíð frændi með okkur í Elko. Fóstursonurinn er forríkur, nýbúinn að eiga afmæli og búinn að ákveða hvað hann langaði í. Okkur tókst að kaupa það sem þurfti hratt og örugglega.
Drenginn vantaði útvarp, langaði í eins tæki og ég keypti nýlega í eldhúsið og handa mömmu. Ég keypti mér að auki annað tæki inn í svefnherbergi/vinnuherbergi mitt í dag. Það er of mikið sjokk sí og æ að kveikja á sjónvarpinu þar, finna rás 11 og lenda á umræðum á Alþingi þegar mann langar bara að hlusta á fréttir og fína músík á Rás 2. Stráksa vantaði líka heyrnartól - en þráðlaus fjarstýring fyrir PS4 var uppseld og hafði verið mánuðum saman. Hann spurði að gamni hvort PS5-tölvan væri líka uppseld og starfsmaðurinn táraðist, sagði að þær tölvur hefðu aldrei komið í búðina, heldur væru seldar eftir biðlistum i gegnum netverslunina.
Í stað þess að fara næst í KFC í Kópavogi þar sem uppáhaldsmatur drengsins fæst, skutlaði Davíð okkur alla leið í KFC í Mosó. Við gætum fengið okkur máltíð þar og tekið strætó heim eftir klukkutíma en strætó stoppar einmitt í Háholti.
Stundum er ég svo klár að það er ekki fyndið. Við stráksi pöntuðum eitthvað gott og þegar spurningin: Borða hér eða taka með? var borin upp svaraði ég: Taka með! Það tók í alvöru bara eina eða tvær mínútur að búa þetta til (það var lítið að gera upp úr hálffimm) og ég sagði undrandi drengnum að hlaupa með mér út bakdyramegin og út á stoppistöð. Skagastrætó (leið 57) kom í Háholtið tveimur mínútum seinna, hræðileg föstudagsumferðin bjargaði okkur sem sagt heim klukkutíma fyrr en ella. Davíð komst aðeins hraðar áfram en strætó.
Það er ekki hægt að hanga yfir einni kjúklingavefju í klukkutíma og lenda svo á fullum Akureyrarvagninum sem hefði komið klukkutíma seinna (17.30 frá Mjódd). Við heimkomu fóru vefjurnar inn í ofn á 100°C vafðar í álpappír og verða snæddar með bestu lyst þegar hungrið fer að sverfa að sem er sirka núna.
Elskan hún Jóna strætóvinkona var þarna og sat fyrir framan mig. Hún er týpan sem sagði eitt sinn: Hva, áttu ekki lopapeysu? Kauptu lopa og komdu honum til mín, ég prjóna á þig! Hún gerði það á sínum tíma og líka á son minn. Meira yndið. Hún er fullbólusett, tjáði hún mér, enda ein af framlínustarfsfólkinu.
Ekki nóg með það. Um daginn, hér á þessu bloggi, bað ég þá sem hafa sambönd í neðra að gefa okkur sem búum suðvestanlands langa pásu frá jarðskjálftum. Og það hægði nánast strax á kvikuflæðinu. Nú fer ég kurteislega fram á að Janssens-bóluefnið verði allsráðandi þegar kemur að mér og öðru sprautuhræddu fólki sem kýs að fá bara eina sprautu. Og að það verði friður á jörðu.
Ekki skrítið að ég sé stundum kölluð Guðríður almáttugur.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 29
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 510
- Frá upphafi: 1526904
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 433
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þú er barasta ágæt
Ingibjörg Gestsdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2021 kl. 19:49
Ráðlegg þér að senda Jóhannesi S. Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Strætó, rafbréf (tölvupóst) á johannesru@straeto.is varðandi kvittanir á kennitölu.
Þorsteinn Briem, 19.3.2021 kl. 22:32
Jamm, endar með því en ég hafði í tvígang áður beðið afgreiðslukonuna um að koma þessu áleiðis og láta laga þetta. Held að þetta sé ekki löglegt, svona í alvöru. :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2021 kl. 22:37
Um að gera að senda Jóhannesi strax þessa frómu ósk, því skilaboð komast ekki alltaf til skila, eins og dæmin sanna.
Þorsteinn Briem, 19.3.2021 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.