5.4.2021 | 02:40
Fyrir rangri sök ...
Ég sendi harðorða gagnrýni og skammir inn á eina fb-síðu sem tengist Strætó bs - eftir að hafa skolfið í frosti og roki í 22 mínútur í vonlausri bið eftir strætisvagninum sem átti að koma kl. 17.29 á leið til Reykjavíkur. Hilda systir var að elda páskalambið og við stráksi búin að hlakka til allan daginn að fá loks almennilegan mat eftir skyr á skyrdag, sorglegan mat á föstudaginn langa og óvenju vondan heimsenda-hamborgara á laugardag.
Ég hringdi í Hildu og lýsti þessari skelfilegu þjónustu hjá Strætó, þeim væri svo drullusama um farþegana ... Ég hafði vart sleppt orðinu þegar mér hugkvæmdist að athuga hvort ég hefði ekki örugglega sett inn Akranes - Mjódd (hvaðan og hvert) á appið þegar ég athugaði klukkan hvað strætó kæmi. Úps, svo var ekki. Í fyrsta sinn sem ég geri þessi mistök.
Ég reyndi svo mikið að eyða kvörtuninni sem var þegar komin með tvö sorgartjákn, svona samúðarlæk. Það eina sem ég gat var að eyða öllum textanum nema einum staf - annars hékk allt inni. Þannig að á þessari síðu er miðaldra-klaufastatus frá mér með einu J-i, mér til ævarandi háðungar - það er skárra en að hafa strætó fyrir rangri sök.
Svanhildur almáttugur, systir mín, tók til sinna ráða, hún hafði ekki hugmynd þá um mistök stóru systur ... henni bara ofbauð meðferðin á svo miklu, miklu eldri systur sinni (skrifað til að gleðja Hildu, ég er bara 16 mánuðum eldri en hún). Henni hugkvæmdist þó ekki að kaupa Strætó bs og reka stjórnina og stjórana, eins og ég hefði gert, og senda eftir mér myndarlegan, ógiftan, bólusettan bílstjóra sem kann að búa til sítrónufrómas, á nýjasta og flottasta vagni flotans. Hún blikkaði frekar son sinn, heilagan Davíð, sem ók í loftinu (90 km/klst) og sótti háaldraða frænku sína sem braut af sér klakann á biðstöðinni við góðu fréttirnir, hljóp heim og var nánast alveg þiðin þegar frændi ók í hlað. Það var hressandi að hlusta á Muse á leiðinni eftir allt heilaga-óperudraslið, eins og Hilda kallar það. En mikið urðum við Davíð hissa þegar fíni fákurinn bauð okkur að aka á 130 km/klst í Ártúnsbrekkunni (bíllinn sýnir hámarkshraða alls staðar) og svo aftur nokkru síðar á Breiðholtsbraut. Lögreglukórinn í fjáröflun. Dæmigert.
Lambalærið, páskagjöf frá vinnunni minni, eldað af systur minni, var hrikalega gott (takk, elsku Birtíngur) og snætt í frábærum félagsskap páskakúlufólksins míns.
Eftir matinn hlömmuðum við okkur í sófann og horfðum á Sjónvarp Símans, á nýjan íslenskan framhaldsþátt um þrjár vinkonur sem búa yfir erfiðu leyndarmáli, lofar góðu. Síðan nýja íslenska mynd, Þorpið í bakgarðinum. Dásamleg, mannbætandi, svona hlýtt í hjartað-mynd. Mun koma Hveragerði enn betur á kortið - ef ég væri ekki svona hrædd við sólskin, mikinn hita, gróður, kóngulær og svona, hefði ég mögulega íhugað að flytja þangað en sjóbarinn, sæmilega pöddusnauður Skaginn heillaði enn meira. Takk, Síminn, fyrir frábæra dagskrá. Hún systir mín er á leiðinni að færa sig yfir mjög fljótlega.
Við rétt sluppum í Mjódd í síðasta strætó heim kl. 23. Það er ennþá ilmandi nýjabíllykt í nýju vögnunum - en ég heyrði skömmu eftir að þeir komu að þeir væru ekki nógu góðir í snjó og roki, of léttir að framan og hreinlega of stórir.
Við heimkomu var heilagt-óperudrasl sett í gang enn og aftur, og á meðan ég skrifaði bloggið hljómaði Sálumessa Mozarts (ég er samt ekki að fara að hrökkva upp af). Heilagleikinn var ekki í neinum tengslum við páskana, ég tek tarnir í klassík og á morgun held ég að það hljómi brjálað rokk í himnaríki - eða kannski ljúfar ballöður. En það verður alla vega Dimma, Andvaka í RÚV-útgáfunni (YouTube) sem ég þarf að hlusta á reglulega.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 4
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 468
- Frá upphafi: 1526437
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 403
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.