6.4.2021 | 22:29
Að rata eða ekki rata ...
Í gær þegar nýju sprungurnar opnuðust var ég ekki í rónni fyrr en ég gat staðsett þær. Ég er nefnilega kortamanneskja. Þarf að sjá hlutina á korti, annars er allt ónýtt.
Anna vinkona sló öllum fjölmiðlum við og skúbbaði með fyrstu kortin, á sinni eigin Facebook-síðu, við gleði og þakklæti fjölmargra. Það var þó ekki fyrr en mér var litið út um gluggann að ég sá nákvæmlega hvar þetta var. Smávegis til hægri við Reykjavík og Keili frá mér séð og nokkuð nær Akranesi en eldra gosið.
Loksins borguðu kaupin á himnaríki sig, loksins sést eldgos út um gluggana eftir 815 ár!
Einu sinni var mér sagt að konur rötuðu af eðlisávísun eða innsæi, karlar eftir kortum. Ókei, þá er ég stútfull af testósteróni því ég hef reikað óhamingjusöm um ókunnar stórborgir því ég hafði ekki kort til að átta mig á umhverfinu. Hvernig gæti ég mögulega, bara af því að ég er kona, ratað um ókunnar slóðir? Hver býr til svona klisjur? Kannski þeir sömu og segja að konur elski að fara í búðir svo þeir sleppi sjálfir við það? Og að konur geti ekki bakkað svo þeir fái að keyra. En samt ... þeir geta ekki bæði keyrt og lesið á kort svo því að ágirnast kortið? Æ, ég gleymdi GPS ...
Mamma dáðist þvílíkt að mér fyrir að rata svona vel í Dublin. Hún hafði unnið aðventuhausteitthvað-ferð til Dyflinnar og bauð okkur Hildu með. Temple Bar Hotel er mjög miðsvæðis og rosalega auðvelt að rata þaðan og um allt. Ef við gengum út á horn og beygðum til vinstri og fórum yfir brúna komumst við á aðalverslunargötuna en til hægri eitthvað annað sem ég man ekkert hvað var ... Þetta hafði ég séð á korti þótt ég útskýrði það ekkert, leyfði mömmu bara að dá mig.
Við vorum einmitt staddar á Temple Bar-götunni þegar við hittum aðra Íslendinga (borgin var reyndar full af Íslendingum), skemmtileg hjón sem ákváðu að koma með okkur á matsölustað og borða með okkur. Mamma kynnti okkur systur stolt fyrir hjónunum. Þetta er hún Hilda, hún er bla bla bla, uppáhalds, æði, frábær, eitthvað bla bla ... og þetta er hún Gurrí, hún er völva Vikunnar!
Mamma! Ertu brjáluð? Ég er ekki völva Vikunnar! Ég var í rusli. Ef ég væri það og hefði óvart talað af mér um það hefði ég orðið að drepa viðkomandi, þetta var og er það mikið leyndarmál. Líklega hafði mamma fundið á sér að ég myndi einn daginn prýða forsíðu Vikunnar sem völva! Ég held alveg örugglega að ferðin til Dublin hafi verið á undan forsíðumyndinni. Ég var beðin um að vera leikmunur, skreyta en ekki vegna fegurðar minnar, heldur aldurs, ég var elst á ritstjórninni eða 40 plús, (48 eða 49 ára) og því nógu gömul til að geta leikið háaldraða völvu ...
En þetta virkaði og blaðið seldist í bílförmum, flutningabíla með tengivagni-förmum, svo það borgaði sig greinilega að setja öldunginn á forsíðu.
Dublin er dásamleg borg og ferðin virklega góð þótt við hefðum lítið getað skoðað okkur um. Ég vildi ekki sleppa mér með vísakortið (það kemur að skuldadögum) og gerðist burðarkona samferðakvenna minna sem nýttu tækifærið og keyptu jólagjafir. Are you from Iceland? I love you, I love you, heyrðum við í sífellu, og oft þurftum við að slíta okkur lausar frá klökkum og kyssandi kaupmönnum sem tóku þarna inn ársveltuna á þremur dögum þegar troðfull risaflugvél af Íslendingum kom á svæðið.
Ég fór aftur til Dublin nokkrum árum síðar, í skemmtilega blaðamannaferð. Við fórum með rútu alla leið til Belfast og stoppuðum víða á leiðinni, svo með lest til baka. Mjög gaman en kaffið í lestinni var algjörlega ódrekkandi. Að maður skuli muna svona ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 1526434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.