9.4.2021 | 15:03
Elísabet á lausu
Síðustu daga hef ég verið að pakka upp úr tveimur stórum búðapokum, fína puntinu sem ég hafði vafið inn í teppi til að ekkert kæmi fyrir það í komandi jarðskjálfta úr Brennisteinsfjöllum - upp á c.a. 6,5. Uppsöfnuð spenna sem nýju eldgosin hafa ekki létt á. Það er ekkert gaman að búa í niðurpakkaðri stofu.
Ég talaði um þetta við konu sem kom í heimsókn í gær, hún telst vera innan kúlunnar minnar en við tengjumst í gegnum vinnu. Ef ég segi meira þarf ég að þagga endanlega niður í einhverjum ...
Við ræddum aðeins þessi gos- og jarðskjálftamál, á milli þess sem við ræddum blúndur og ýmis frumvörp til laga og ég komst að því að ættin hennar er full af jarðfræðingum, eins og mín af sálfræðingum. Hvort tveggja kemur sér vissulega vel á þessum víðsjárverðu óvissutímum en hún sagði mér að pabbi hennar, jarðfræðingur, hefði sagt henni að það væri einna best af öllu landinu að búa á Akranesi - upp á náttúruhamfarir. Auðvitað fyndist fyrir jarðskjálftum hér og það gætu komið sjávarflóð en við slyppum við margt annað.
Hugsa að tilvonandi eiginmaður minn þurfi að uppfylla að vera jarðfræðingur, eldfjallafræðingur, eitthvað slíkt, kokkur myndi sleppa. Svona fólk kemur sér afar vel að hafa í fjölskyldunni (hugsa sér fermingarveislunar) þótt ég hafi sannarlega ekkert á móti sálfræðingum. En það þarf að blanda meira, við höfum vissulega líka skáld, húsgagnasmið, pípara (á Siglufirði), félagsráðgjafa, tónmenntakennara, leikara og fegurðardrottningu svo fátt eitt sé talið. Hvar eru kjarneðlisfræðingar, dýralæknar, jarðfræðingar?
Ef geta liðið mörg hundruð ár á milli eldgosa gæti liðið smátími fram að þeim stóra. Kannski ögraði ég öllu með því að gera þetta - en ég, annað en íslenskir pólitíkusar, lofa að bera ábyrgð og segja af mér ef skjálftinn skellur á vegna þess að mig langaði að hafa fínt í stofunni.
Nú var elskan hann Filippus drottningarmaður að deyja, 99 að aldri. Greinilega ekki elskaður af guðunum frekar en tengdamóðir hans sem varð rúmlega 100 ára. Sá að Facebook-vinur á sömu bók og ég, The wit and wisdom of Prince Philip. Þar má m.a. finna:
Við konu með blindrahund sagði Filippus: Vissirðu að nú eru þeir farnir að þjálfa áthunda fyrir átröskunarsjúklinga? Maður með svona húmor hefði akkúrat getað sagt eitthvað fyndið um litarhátt þá væntanlegs langafabarns en Harry og Meghan sögðu strax að það hefði ekki verið hann. Ef einhver veit meira um hefðardúllurnar bresku væri gaman að vita hverjum væri trúandi til að segja þetta? Erfist húmor? Gæti Karl átt til að grínast með húðlitinn á tilvonandi sonarsyni?
Filippus kom nokkuð oft til Íslands miðað við marga (aldrei kom Díana heitin) og í frásögn annars Facebook-vinar má lesa að eftir eina Íslandsferðina hafi hann rétt hirðkokki í Balmoral-kastala miða sem hann hafði hripað á uppskrift að íslenskum pönnukökum sem eftir það voru annað slagið á borðum. Vonandi hverfa ekki pönnukökurnar þótt Filippus sé ekki lengur til að njóta þeirra. Það hljóta allir að elska pönnsur sem hafa smakkað þær. En nú er Elísabet á lausu, eins og þriðji Fb-vinurinn var að benda á. Nú væri lag fyrir pabba, ef hann væri á lífi, að næla sér í áttundu konuna ... en ég þarf víst að finna aðrar leiðir til að verða hefðardúlla.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 6
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 470
- Frá upphafi: 1526439
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 405
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.