Næstelst í bekknum

RétturHirðsmiðir himnaríkis komu í fyrradag og það tók þá um það bil tvo klukkutíma að snurfusa, bæta og laga. Kettirnir voru svo ofsaglaðir að fá þá að ég er farin að endurskoða þá ákvörðun mína að bíða til sjötugs með að finna mér karl. Æ, ég veit það samt ekki. Nú er ég meðal annars komin með nokkra snaga á bak við hurð á herberginu mínu og þeir snagar munu skipta öllu þegar kemur að tiltekt. Annar smiðurinn sagðist vera með alveg eins snagadæmi í sumarbústaðnum sínum ... sem segir kannski allt um úrvalið í Húsasmiðjunni hér. Fínustu snagar.

 

Efri myndin tengist ekki efni færslunnar. Hún minnir okkur bara á að nýta rétt okkar, sama hvað ...

 

Nú líður mér svolítið eins og ég sé að verða miðaldra. Fyrir hálfníu í morgun var ég búin að fara í sturtu og komin með kaffi í bolla, þvottavélin malaði í kapp við kettina og ég á bara eftir að búa um rúmið, það er köttur þar svo það tefst. Ég hef heyrt að aðeins þeir með hreina samvisku geti sofið út ... svo eitthvað hef ég gert af mér í gær. Kannski er rangt að gleðjast svona yfir eldgosi, eða vera spennt - kannski ætti ég að drífa mig að lesa Eldana til að gera mér grein fyrir alvöru málins. 

Úrval karlaEkki hefði mig grunað í gamla daga að höfundur Eldanna sem var í bekk með mér (ég var næstelst í bekknum) í hagnýtri fjölmiðlun í HÍ, gæti spáð fyrir um framtíðina. Hún sagði reyndar oft við mig í partíum: „Gurrí, þú munt starfa hjá Vikunni og ... brrrrtransbrrr ... já, þú flytur upp á Akranes ... þú ert og verður fegurst allra kvenna, þegar þú ert nýkomin úr klippingu.“ Eitthvað í þessum dúr, ef ég man það rétt, ég er eiginlega viss um að þetta var ekki draumur. Ég hélt alltaf að hún væri að grínast en þetta hefur nú samt allt komið fram. Ég á meira að segja mynd sem var tekin við húsið mitt (eldhúsglugginn minn t.h.) og sannar þetta, af fólki, aðallega körlum sem höfðu safnast saman fyrir neðan þegar ég var nýkomin úr klippingu - og sungu ástarsöngva. Öfundarmenn gætu sagt að þetta væri brekkusöngur á Írskum dögum en síðan hvenær er brekkusöngur við þyrlupall? Einmitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 208
  • Sl. sólarhring: 264
  • Sl. viku: 1752
  • Frá upphafi: 1453911

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 1455
  • Gestir í dag: 157
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Sven-Göran
  • Hálka
  • Sumardagurinn fyrsti 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband