20.4.2021 | 19:04
Væri ekki sniðugra ...
Þvílík helgi, þvílík vika ... svo er sagt að fólk hafi ekkert að gera eftir einhvern ákveðinn aldur sem ég er löngu komin yfir. En það grín. Ég bara hlæ þegar mér býðst meiri vinna.
Eftir þessa helgi er ég oggulítið opnari fyrir sætum karli sem hefur frekar lítið að gera og kann að elda góðan og hollan mat án þess að troða hnetum, möndlum, döðlum og rúsínum í hann. Nú er þetta komið út í kosmosið. Eins og áður áskil ég mér rétt til að taka öllum eða hafna öllum. Já, og hann þarf að fíla þungarokk og ...ja, allt nema svaðajazz og svaðakántrí. Verður ekki útskýrt frekar.
Tók mér hlé á laugardegi til þess að heimsækja mömmu, við Hilda keyptum sjónvarp í herbergið hennar og sitt af hverju sætt í Rúmfó til að skreyta með. Á báðum stöðum upplifðum við systur að væri talað niður til okkar. Mjög sjaldgæft annars. Strákurinn í Rúmfó sagði yfirlætislega: Væri ekki sniðugra að kaupa sjónvarpið fyrst og kíkja svo á sjónvarpsskenk eða borð? Hann vissi nú samt að sjónvarpið yrði hengt upp á vegg ... og fyrri afgreiðslumaðurinn í Elkó var nánast eins og sagði, ef ég man rétt: Væri ekki sniðugra að kaupa sjónvarpsskenkinn fyrst? Vantaði bara VINAN til að við tækjum spítalavink á hann. Seinni afgreiðslumaðurinn í Elkó var svo mikið yndi að hann bætti fyrir ömurlegheitin hjá báðum hinum. Stundum vildi ég óska þess að þjórfé viðgengist hér á landi.
Eða kannski ekki.
Eða jú, hafa þjórfé, takk, ég gerði örlítil mistök þegar ég sótti um endurnýjun á lyfseðli fyrir aðra manneskju og talaði um frumlyfið í stað samheitalyfsins og það hafði ákveðinn rugling í för með sér. Starfsfólk á sjúkrahúsinu hér sem og fólkið í Apóteki Vesturlands tók höndum saman og bjargaði andliti mínu, mannorði, andlegri vellíðan og hvaðeina, fólk sem kemst örugglega illa í peysuna á morgnana fyrir vængjum, og hana nú! Það er svo gott að búa hérna á Akranesi. Vantar í raun bara Rúmfatalagerinn (eða IKEA) og KFC (fyrir fóstursoninn, eins og ég hef oft sagt, til að vera algjörlega sjálfbær.
Á heimleiðinni með átta-strætó (kl. 20 frá Mjódd) var ég að kyrkjast af bílbeltinu - en hönnun á bílbeltum strætisvagna miðast við myndarfólk í kringum 1,80 á hæð. Ég með mína fyrirsætufætur og þar af leiðandi styttri búk er með efri hluta beltisins á hálsinum (sjá átakanlega ljósmynd). Beltin passa mögulega vel fyrir lægra fólk ef það hefur stutta fætur og lengri búk.
Í flestum einkabílum er takki svo maður getur hækkað og lækkað bílbeltið en ekki strætó. Hér með er þessu komið til strætóbílbeltahönnuða framtíðarinnar.
Fyrst ég er byrjuð að kenna hönnuðum (sem þolandi hönnunar) væri snjallt að breyta segulómunarvélunum svo fólk þurfi aldrei að fara með höfuðið á undan inn í þær. Þarna eru tveir sentimetrar frá nefi og upp í loft og algjör hetjudáð að lifa af klukkutímann sem þetta tekur.
Ég tala af reynslu, fór í svona vél fyrir mörgum árum vegna bakvesenis og kveið svo innilega fyrir því að vera dregin í gegnum þessa þröngu holu á útleiðinni, mögulega ekki lífs ... fannst ég hafa verið grafin lifandi og allan þennan klukkutíma reyndi ég að klemma aftur augun og segja sjálfri mér aftur og aftur að þetta væri myndataka, ég hefði ekki verið grafin lifandi.
Geislafræðingurinn sagði mér eftir á þegar ég hrósaði happi yfir að hafa sloppið lifandi, að maður um fimmtugt hefði fengið taugaáfall deginum áður og þurft að fá róandi til að hægt væri að klára myndatökuna.
Ég slapp ekki alveg heil frá þessu, heldur upplifði nokkra innilokunarkennd um hríð og fannst til dæmis óþægilegt að fara skömmu síðar í gegnum Vestfjarðagöngin, í alvöru - en svo tók kvenmennskan yfir og ég hristi þetta af mér. Síðan eru liðin meira en 20 ár og þegar ég gúglaði segulómun sá ég margar af myndunum sem komu upp sýna þolendur með fæturna á undan inn í vélina, jesssss!
P.s. Bold: Hope veit ekki enn að hún er móðir barnsins sem hún laðast svo að - og Steffí, keppinautur hennar í ástum, ættleiddi. Sá bara um það bil þrjár sekúndur af þættinum.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 1
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 465
- Frá upphafi: 1526434
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.