30.4.2021 | 13:28
Heimsókn á föstudegi
Dyrabjallan hringdi. Ég ákvað að láta sem ég heyrði það ekki, dauðskelfd eftir að hafa verið á Facebook. Skömmu seinna var barið að dyrum, einhver hafði greinilega brotið dyrnar niðri, eða hringt hjá fleiri íbúum.
Hver er þetta? spurði ég. Röddin titraði.
Þetta er ég, Inga, vinkona þín í næsta húsi, var svarað.
Geturðu sannað það?
Æ, Gurrí með einföldu, þetta er bara ég, hvað er í gangi?
Ég opnaði dyrnar og mér til mikils léttis sá ég að þetta var Inga.
Ég hélt að Bill og Melinda Gates væru að sækja mig. Þau eiga mig. Þau eiga örflögurnar sem sprautað var í mig á miðvikudaginn sem þýðir að þau eiga í mér erfðamengið, í raun hvern blóðdropa, allt DNA-ið, það hafa víst fallið dómar um það í Bandaríkjunum, ég sá það á Facebook áðan, sagði ég óðamála.
Fékkstu ekki AstraZeneca? spurði Inga rólega en mér fannst gæta hálfgerðrar öfundar í rödd hennar en það hlaut að vera ímyndun, á ekki fæserinn að vera svo góður?
Jú! sagði ég.
Held að Gates-hjónin hafi nú bara fjármagnað Pfizer-bóluefnið, svo einhver annar á þig, sagði Inga hugsandi og settist við borðstofuborðið. Kettirnir létu ekki sjá sig sem var óvenjulegt þegar Inga kom í heimsókn. Hún hélt áfram, nú allt í einu með ógnandi röddu: Ég fékk Pfizer ... og mér var falið að sækja þig, Hún hló illskulega og ég áttaði mig á því að þetta var í raun ekki yndilega Inga mín, heldur eitthvað annað. Hjónin vilja fá þig til sín ekki síðar en í kvöld. Þyrlan kemur eftir korter, einkaþotan bíður á Reykjavíkurflugvelli. Þau langar í djúsí steik í kvö-
Ætla þau að borða mig?
Er ekki allt í lagi með þig? Með öllum þessum örflögum yrði það eins og að bryðja högl. Inga hryllti sig og hélt afram: Þau langar einfaldlega að fá þig í mat, heyra fréttir frá Íslandi og af Íslendingum sem þau eiga svo stóran part í, en því miður ekki þig, þú varst svo fjandi heilbrigð, á réttum aldri og ekki framlínustarfsmaður eða með undirliggjandi. Þú ert líka svo mikill áhrifavaldur á Moggablgginu, fólk er farið að trúa á þig. Ertu ekki farin að fá skyr og páskaegg og svona til að skrifa um?
Ég hristi höfuðið og gat ekki haldið aftur af nokkrum tárum sem runnu niður fagrar kinnar mínar, mjög sléttar miðað við aldur. Þetta var svolítið viðkvæmt, þetta með skyrið.
Inga hélt áfram: Það er önnur flott kona sem bloggar en hún hefur þegar séð í gegnum allt saman og það fyrir löngu. Hjónin hrifust af sakleysi þínu og trúgirni ... og þau langar líka í spá, taktu tarotspilin með.
Hei, ég er löngu, löngu hætt ... og sjá í gegnum hvað?
Þau vilja þetta og orð þeirra eru lög - þau þurfa sönnun í gegnum spádóm þinn um að heimsyfirráð séu handan við hornið.
Já, en hvað græða þau á því að- Ég komst ekki lengra.
Svona spyr maður ekki, bíddu aðeins, ég sá á svip Ingu að hún var að rífast við einhvern í huganum. Þessar örflögur eru greinilega soldið sniðugar.
Hei, þau vilja víst tala við hina, þeim finnst meira ögrandi að reyna að snúa henni en spjalla við þig, þú ert of vitlaus, finnst þeim, já, og hin kann nefnilega líka að spá.
Ég er löngu hætt að spá og maður á ekki að trú-
Skiptir engu, áttu kaffi handa mér áður en ég dríf mig með þyrlunni suður?
Já, auðvitað.
Viltu kannski koma með?
Ég ætlaði að svara neitandi, hef mínum skyldum að gegna, ekki síst við bloggið ... en svo fann ég þægilegan straum aftan í hnakkanum, eins og eitthvað væri að virkjast. Jú, ég vildi fara með. Ég eins og vissi að það væri hið eina rétta. Ég fann líka á mér að ég gæti haldið áfram að blogga með hugarorkunni, þótt ég væri hvergi nálægt tölvu. Á endanum fæ ég skyr til að smakka og skrifa um, ég veit það. Hvernig veit ég það? Þið skiljið það eftir bólusetningu.
Það kom líka til mín að allt eigulegasta fólkið fær AstraZeneca-bóluefnið. Brátt fæ ég að vita hvert hlutverk mitt verður. Eina sem ég veit er að ég á ekki aðeins að halda áfram að vera sæt, heldur eitthvað annað og meira.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 1526441
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.