21.6.2021 | 20:17
Svarið er alltaf fótbolti
Mamma hringdi í mig og var ekki sérlega ánægð með nýjustu færslur mínar (karlamálin). Þótt hún hafi mestan áhuga á krossgátum les hún líka djörf blogg, í raun Moggabloggið nánast eins og það leggur sig, nema hún nennir ekki að lesa langsóttar samsæriskenningarnar, segir hún, fyrrum hjúkkan. En hún hringdi sannarlega ekki til að tala um þær, heldur skamma mig, virðulega næstelstu dótturina. Við höfum ekkert að gera við að fá veðurfræðing í fjölskylduna, sagði hún hreinskilin og vísaði með því í Vilmund Vatnajökul eins og öll ættin mín er farin að kalla hann. Þeir eru einskis nýtir og geta aldrei spáð rétt, heilu lítrarnir af sólarolíu hafa farið í súginn þeirra vegna. Mun betra, eins og þú hlýtur að skilja, er að þú finnir þér jarðfræðing, eldfjallafræðing, jarðskjálftafræðing, forseta, lækni, smið, pípara, rafvirkja ... taldi hún hugsandi upp áður en hún stoppaði sig af. Þessu fólki er nefnilega bjargað fyrst af öllum ef allt fer til fjandans, og það má þá taka fjölskylduna með í þyrluna og þú býrð nú við hliðina á þyrlupalli.
Vó ... Varstu að horfa á bandaríska stórslysa-geimveru-hamfaramynd? spurði ég áhugasöm, langaði að sjá þessa mynd en ákvað að verja Vilmund: Ofsaveður getur nú samt gert allt vitlaust eins og jarðskjálftar og eldgos. Lengri urðu samræður okkar ekki, mamma skellir alltaf á mig þegar ég ríf kjaft, kveður sem sagt hratt þegar fréttirnar byrja, en þetta fékk mig nú samt til umhugsunar. Eru svona bíómyndir þar sem forsetum og hæfum fræðingum og snillingum af öllum kynjum er bjargað fyrst, kannski byggðar á sannsögulegu eins og mér skilst að sé tilfellið með Kötlu á Netflix? (búin með þrjá þætti) Á ég að láta hjartað ráða eða hlýða mömmu? Auðvitað er ég löngu búin að steingleyma Vatnajöklinum, eins og ég hef oft sagt. En hvort gerir mig hamingjusama, væri kannski rétt að spyrja:
Svarið er fótbolti. Alltaf fótbolti.
Ég nenni nánast engu fyrr en eftir 11. júlí, og miðað við nýjustu bólófréttir verð ég orðin fullbólusett þegar ég fer í veiðiferðina norður með Hildu og þarf ekki að horfa upp á hana taka karla á löpp á meðan ég sit inni í bíl með bók í annarri og kaffi í hinni - sem er samt ekkert hræðilegt. Alls ekki, ég geri það þegar hún fer í sund og við skemmtum okkur báðar frábærlega vel.
Munið, þegar kom upp þessi neikvæða umræða um ketti (ég held með ungum, en umræðan var ansi ljót frá sumum, ósanngjörn og röng í garð katta). Ég alla vega óttaðist að ýmsis óféti kæmu upp á yfirborðið og gerðu atlögu að kisum og það hefur komið á daginn, það er eins og einhver ógeð haldi að umræðan hafi gefið þeim samþykki til að drepa ketti, eitra fyrir þeim eða jafnvel ræna þeim og keyra í önnur hverfi eða upp í sveit og skilja eftir ... Vona að freki karlinn fyrir norðan skammist sín, og finnist ekki bara líf sumra dýra dýrmæt.
Eins gott að ég rekist ekki á hann á ferðalagi mínu eftir mánuð. Það væri samt svo gott á hann ef gullfalleg kona af Akranesi horfði nístingsköldu fyrirlitningaraugnaráði á hann og fussaði, eða mjálmaði, ég er ekki búin að ákveða það. Kannski nýt ég bara lífsins, gleymi svona fordómapungum, (já, ég er með fordóma fyrir svona fólki og má kasta stórgrýti úr gróðurhýsi á mínu bloggi) ... og drekk gott kaffi í Listasafninu í Gilinu ... og hjá Fríðu á Siglufirði. Fullbólusett. Húrra.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.2.): 86
- Sl. sólarhring: 250
- Sl. viku: 987
- Frá upphafi: 1518608
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 860
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 78
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hahahahahaha.............
Tomas Runar Andresson (IP-tala skráð) 22.6.2021 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.