29.6.2021 | 14:33
Í landi frosts og hafta ... og ný uppskrift
Rétturinn sem ég býð upp á í dag*, eða gef uppskrift að, er afar einfaldur, enda gott að byrja rólega og fara svo út í flóknara smátt og smátt. Eitthvað á borð við lasagne sem ég þorði þó ekki að elda fyrr en eftir fimmtugt. Samt er þessu lýst vel aftan á pakkanum (á fokkings dönsku samt) en það sem stoppaði mig árum saman frá því að búa svona til var et par minutter sem átti að láta hakkið og sósuna malla saman áður en það færi í eldfasta mótið með lagsagne-plötunum. Eitt par af mínútum, hver talar svona? Ein mínúta, tvær mínútur? Æ, best að hafa eitthvað annað í matinn, hugsaði ég alltaf. Hver ætlar til dæmis aldrei að kaupa aftur þvottavél og þurrkara frá Siemens af því að það fylgja ekki leiðbeiningar á íslensku? Ég. Mér skildist á búðinni að umboðinu fyndist ekki taka því þar sem markaðurinn væri of lítill hér. Hver þarf svo sem að þeytivinda? Veit einhver annars hvað það er á dönsku? Leiðbeiningarnar framan á þvottavél og þurrkara eru á dönsku og þótt ég hafi fengið 8 í dönsku í landsprófi var það bara heppni. Ég nota eina stillingu og get breytt hitastiginu innan hennar.
En hér er rétturinn:
Einfaldleiki Guðríðar
fyrir tvo
4 kjúklingapylsur
4 pylsubrauð
sinnep (sjúklega gott, fæst t.d. í Krónunni)
tómatsósa
remúlaði
steiktur laukur
Setjið pylsur í pott með vatni og hitið. Opnið dolluna með steikta lauknum og setið teskeið út í hann, skellið remúlaði, sinnepi og tómatsósu á borðið. Takið litla ofninn og stingið fjórum pylsubrauðum þar inn. Sennilega tekur um þrjár mínútur að hita bæði pylsur og brauð svo hægt er að þvo hendur vel og hekla nokkrar umferðir eða prjóna. Takið tvo diska, skiptið brauði og pylsum á milli svo hvor heimilismaður fái tvær pylsur og tvö pylsubrauð. Setjið steikta laukinn fyrst, síðan tómatsósu. Látið pylsuna ofan á, síðan smávegis sinnep og að síðustu doppur af remúlaði. Fjarlægið teskeiðina úr steikta lauknum, hún er of þung þegar búið er að taka lauk á fjórar pylsur og dollan dettur og laukurinn fer um allt. En galdurinn er að nota kjúklingapylsur og þetta sinnep (Bergbys).
Þessi uppskrift klikkar ekki en ég mæli ekki með að hafa þennan rétt oftar en einu sinni í mánuði svo hann verði ekki leiðigjarn (stráksi mælir með vikulega). En nú ættu allir að vera búnir að læra að gera pylsur. Gott er að nota afganginn af pylsunum í pakkanum sem hádegisverð daginn eftir, skera í bita og steikja með lauk og smávegis súrkáli, bera svo fram með góða sinnepinu. Hér eru eiginlega komnir tveir suddalega fljótlegir pylsuréttir. Kjúklingapylsur eru betri, finnst mér.
Ég þarf að útfæra betur þetta með hannyrðaívaf en allir vita hversu gaman er að grípa í bók á meðan maturinn mallar svo kannski væri skemmtilegt að hekla eða prjóna nokkrar umferðir af treflinum, peysunni í staðinn?
*Fyrsta prufa matar- og hannyrðabloggs himnaríkis.
Spurning um tónlistarívaf líka? Ég hlustaði svo mikið á þetta lag í denn, átti plötuna og tvær í viðbót með RW, kann enn textann og syng hástöfum með. En ... það var skrambi fúlt að búa í landi frosts og hafta, þar sem rokktónlist var talin verkfæri andskotans til að tefja 14-15 ára unglinga frá því að vinna í fiski eða Gjafahúsinu ... Í íslenska sjónvarpinu sem var búið að finna upp þegar ég var krakki, voru bara þættir á borð við Maður er dauður og jú, Dýrlingurinn var líka. Þegar komu loks poppþættir í sjónvarpið var tónlistin mín komin úr tísku. Ég var komin á sextugsaldur þegar ég sá loks þetta myndband og söngvarana sem ég hafði dýrkað og dáð án þess að vita nokkuð um þá, hvað þá hvernig þeir litu út. Ég man ekki lengur hvað heita en ég fann það út í kjölfarið og gúglaði (sem voru mistök). Það er kannski allt orðið voða frjálst núna en það er bara orðið of seint. Ég varð auðvitað ekki skotin í þeim þegar ég sá myndbandið áratugum seinna, meira brjáluð yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til þess að verða það.
Ég skellti þessu lagi á Facebook-síðuna mína fyrir kannski tíu árum, pínku beisk, en Facebook-óvinir mínir létu sér fátt um finnast. Iss, fílaði aldrei proggið ... þessi hægra megin er miklu kraftmeiri söngvari ... á meðan þessi til vinstri söng beint inn í hjartað í mér. Það er hægt að falla fyrir röddum. Þær þurfa ekki einu sinni að vera syngjandi ... fræg saga er til af manni sem hringdi í útvarpskonu á síðustu öld, heillaður af rödd hennar, þau eru gift í dag. Símtalið sem ég fékk sem útvarpsstjarna endaði ekki þannig, heldur: Ó, þú ert ári yngri en mamma.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.2.): 5
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 886
- Frá upphafi: 1518347
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 762
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Rick Wakman var einn af snillingunum í Yes sem ég á allt á vínil með.Proggið á ekki að hlusta á á diskum.Bölvað digital prummp .
Tomas Runar Andresson (IP-tala skráð) 30.6.2021 kl. 18:42
Að sjálfsögðu átti ég þessar með Rick Wakeman (plús Close to the Edge og Fragile með Yes) á vínyl. Á enn nokkrar plötur en engan plötuspilara. Kannski maður kaupi sér græjur einhvern daginn. :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.6.2021 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.