5.7.2021 | 14:41
Maðurinn sem þokan gleypti - ævintýri á Írskum
Þá er Írskum dögum lokið og fjörugri bæjarhátíð er vandfundin. Það var svo mikið að gera að ég gat ekki bloggað og þá er nú mikið sagt. Samt drakk ég ekki dropa af víni en þeim mun meira kaffi. Þó eru atburðir helgarinnar svolítið eins og í þoku hjá mér.
Ég fann mann drauma minna og ég týndi honum í þokunni sem skall á um kvöldið á laugardeginum þegar rómantíkin var að ná hámarki, ég fékk líka sjálfan Helga (f.) Björns á hlaðið hjá mér og sá hann ekki fyrir þoku svo ég veit ekki hvort þetta var hann sem söng svona fallega eða Thom Yorke í Radiohead*. Ég trúi ekki á tilviljanir, einhver forríkur óvinur minn gæti átt verulega góða reykvél, ég sá hann auðvitað ekki vegna þoku. Svo er þessu svokallaða eldgosi líka kennt um en það hefur nú heldur betur komið sér vel fyrir ríkisstjórnina, nú er hálf þjóðin límd við sjónvarpsskjáinn eða tölvuna við að horfa á meint eldgos - og mótmælir ekki á meðan of lágu fjármagni í heilbrigðiskerfið eða að konur á Akranesi þurfi að fara til Reykjavíkur í brjóstamyndatöku sem var ekki áður. (Hver man ekki eftir Fækkum Skagakonum-átakinu hjá Krabbameinsfélaginu fyrir nokkrum árum?)
Ég horfði mikið á Holuhraun (vefmyndavélarnar) um árið, svo mikið að ég kannast alveg við suma strókana sem við fáum að sjá í þessu meinta eldgosi núna. Ég tel afar líklegt að gosstaðurinn sé í kvikmyndaþorpinu í Gufunesi og til að gera allt trúlegra eru svokallaðir fávitar sendir fyrir framan vélarnar með reglulegu millibili, aðeins of reglulegu, ef þið spyrjið mig, sem veifar, stendur fyrir hraunrennslinu eða jafnvel múnar (þeir sem fá best borgað). Ótrúlegt að fólk gleypi þetta hrátt (ég gerði það fyrst, samt svona gáfuð) en að lama baráttu- og mótmælaþrek þjóðarinnar var auðvitað ekki eina takmarkið, það þurfti líka að fá ferðamenn og hvað laðar þá að eins og skógarbjörn að hunangi í teiknimynd? Jú, eldgos. Hvernig ætli þeir séu blekktir? Með ... lyfjum? dáleiðslu? speglum? grilláhöldum? Ég dáist að snilldinni.
Við erum misskilin, við sem bendum á sannleikann og neitum að láta heilaþvo okkur, og sum okkar eru í meiri hættu en aðrir. Sjálf er ég alltaf með læst að mér og fer ekki út fyrir dyr. Ég rétt slapp í seinni bólusetninguna en var ekki búin að opinbera efa minn þá svo sem - en stundum held ég að gemsinn minn lesi hugsanir, ef ég hugsa til dæmis um vel hnýtta flugu á veiðistöng kemur seinna sama dag auglýsing á Facebook frá sportveiðiverslun ... Þori ekki að segja meira í bili. Of gömul fyrir rokkið en of ung til að deyja, sungu Jethro Tull um árið en það á svo sem ekki við um mig því ég hlusta mikið á rokk.
Ég meira að segja villtist í meintri þoku á leið minni í matarvagnana og komst aldrei þangað. Það eldar enginn Skagamaður þessa helgi, nema kannski er grillað við þær götur þar sem kærleikur, samstaða og vinátta ríkir, sennilega ekki í minni götu, við borðuðum bara plokkfisk á föstudagskvöldinu, alsæl, alla vega alein, ég og drengurinn. Er ég beisk yfir getuleysi Jaðarsbrautar við að skella í sameiginlegt, ljúft og stórskemmtilegt götugrill og kynnast betur, eiga saman æðislega stund í góða veðrinu með öldunið í eyrum, blik í augum og geta jafnvel séð grilla í meint eldgos á meðan grillað er? Nei, nei. En ef Gamla blokkin og Nýja blokkin )við Höfðabraut) slá saman í grill á næstu Írskum? Væri það ekki eitthvað? Ég mun muna þetta næst á föstudegi fyrstu vikuna í júlí.
Einhver hafði fengið þá hugmynd að láta matarvagnana leggja á vitasvæðinu á laugardeginum, í margra klukkutíma göngufjarlægð frá flestum Skagamönnum (mér), en ég ætla samt ekki að kvarta. Fékk ég ekki bólusetningarhöllina nánast upp að dyrum heima hjá mér? Og brekkusönginn með Helga f. Björns? Og stoppa ekki matarvagnarnir yfirleitt alltaf nánast á bílaplaninu heima, nema þessa helgi?
Við stráksi fengum okkur fínustu löngu í Gamla Kaupfélaginu í hádeginu á föstudaginn, síðan ís á eftir, en ... nú kemur sturluð staðreynd: einn af eigendum Frystihússins á Great Dane-hund (sem ég þrái að hitta).
Ég var svo ölvuð af hrifningu á manninum sem þokan gleypti að ég man eiginlega ekkert um hann, bara að hann kann að búa til sítrónufrómas og ætlaði að kenna mér að grafa eftir bit coin, hvað sem það nú er.
*Og hvernig Ellen frænka kemur inn í þetta allt saman er mér hulin ráðgáta en litli kettlingurinn hennar fékk nafnið Þoka fyrir örfáum dögum! Ellen á afmæli 7. október eins og fyrrnefndur Thom Yorke. Þetta verður bara skrítnara.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.2.): 2
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 883
- Frá upphafi: 1518344
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 760
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.