6.7.2021 | 20:41
Draumur um þokumann og misskemmtilegir Facebook-hópar
Fjölmargir tóku síðustu færslu minni afar illa og athugasemdir fylltu hvern krók og kima í tölvunni minni. Eldgosið væri víst í alvörunni, sagði fólk, en þokukenndir Írskir dagar bara ímyndun mín, og eins og einn fyrrverandi vinur minn, núverandi óvinur, orðaði það: Þú getur ekki lent á séns í hverri einustu fokking færslu! Það eru ekki til svona margir karlar á öllu suðvesturhorninu. Eins og þessir að norðan, austan og sunnan, teldust ekki með ... en ég veit, það er ekki mikið úrval, ef marka má orð hetjuvinkvenna sem þora að hanga á Tinder.
Orð hans fengu mig samt til að hugsa og sitthvað er rétt hjá þessum til eilífðar-óvini mínum, þokan ruglaði mig í ríminu og mig hefur sennilega dreymt manninn sem er grunsamlega óskýr í minningunni. Hver týnir manni í þoku? Hver heilvita manneskja veit líka að það kann enginn alvörukarlmaður að búa til sítrónufrómas, þetta var óafvitandi einhver vörn hjá mér, svo ég gangi örugglega aldrei út. Kannski er ég hrædd við að binda mig, og kannski er sítrónufrómas bara svona góður í minningunni. Og kannski er bloggið mitt að breytast í svona játninga- og tilfinningablogg þar sem ég svipti hulunni af öllum æsispennandi leyndardómum mínum ... eða kannski ekki. Eiginlega örugglega ekki.
Svo rekur mamma rosalega mikið á eftir mér, hún hefur viljað sjá mig sem fyrst í öruggri höfn hjónabandsins eftir skilnað minn 1982. Gurrí mín, þú ert að verða 63 ára í ágúst, nöldrar hún. Ég hef nú samt horft á nógu mikið af Bold and the Beautiful til að muna eftir því hversu oft Brooke stakk undan dóttur sinni, Bridget. Alla vega tvisvar en ég hef ekki treyst mér til að horfa á BB mjög lengi svo það getur verið oftar. Það eru bara fréttir, eldgos og fótbolti sem halda mér við skjáinn. Og svo er ég búin að hlusta á heila bók í viðbót á Storytel, Hittumst í paradís (eftir Heine Bakkeid) ... og sú var æði, mjög spennandi. Kláraði með augunum bókina Kaldaslóð í síðustu viku og fannst hún virkilega fín og spennandi líka. Hún er eftir Kim Faber og Janni Pedersen.
Ég dái og dýrka íslenska bókaútgefendur fyrir að hafa hoppað á krimma- og kiljuvagninn. En með hækkandi aldri og auknum þroska, fyrir svona fimm árum, öðlaðist ég smekk fyrir ljóðum og mætti örugglega gera talsvert meira af því að lesa þau.
- - - - - - - - - - - - - - -
Margir hafa tjáð sig undanfarið um mann sem nýlega fékk afleiðingar gjörða sinna í hausinn en þar sem ég mun aldrei, sökum elli (16 plús), lenda í honum ætla ég bara að einbeita mér að EM. Áfram England. Á morgun.
Þeir sem eru á Facebook vita að til eru alls konar hópar þar, sumir skemmtilegir, aðrir ekki. Ég er í mörgum, m.a.: Stuðningshópur fyrir fólk sem gengur asnalega í hálku, Fólk sem ruglar saman bakaríi og apóteki, Hróarsdalsættin, Flatey á Skjálfanda, Pink Floyd og nokkrum kisuhópum.
Nokkrum sinnum var mér troðið (ekki boðið) í hópinn Góða systir en ég fleygði mér jafnóðum öskrandi út úr honum á ferð, bara nafnið fældi. En nýlega var mér bætt í hóp um Díönu prinsessu og þar ríkir nokkuð sérstakur húmor. Hvaða litur er aftur svartari en svart? Ég er nú samt manneskjan sem kom heim af Kaffibarnum í lok ágúst 1997, hlustaði á ein skilaboð sem höfðu borist á símsvarann minn, í kjölfarið kveikti ég á Sky News og horfði þar til yfir lauk, eða Díana dó, líklega um sexleytið um morguninn. Svo náði hún mér í aldri, eða hefði gert, núna 1. júlí.
Ég var með fjölvarpið 1997 og gat fylgst með fréttum af bílslysi Díönu og Dodis en vegna blankheita sagði ég því upp 1. september 2001 sem kom mér, fréttafíklinum, illilega í koll ellefu dögum seinna. Ég fæ enn hroll þegar ég hugsa um það.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.2.): 93
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 907
- Frá upphafi: 1518324
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 783
- Gestir í dag: 56
- IP-tölur í dag: 52
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.