Ástir og örlög um helgina

ViðreynslaSigurður flugmaður gerði fyrr í dag atlögu að pipruðum lífsstíl mínum og skorti á flugferðum ... Hann sótti um vináttu við mig á fésbók og vegna þess að við áttum frekar marga sameiginlega vini þar, samþykkti ég þennan stórhuggulega mann. Eitt pínku skrítið var samt að hann talar bara spænsku skv. upplýsingum á síðu hans ... sem er slæmt því ég kann bara að bjóða góðan dag á ítölsku, pólsku, rússnesku, ensku, dönsku og íslensku. Maður kemst langt á því alls staðar, ekki samt að maður bjóði endalaust góðan dag á fullu í keleríi. En ég er orðin allt of gömul til að geta gert einhverjar kröfur til viðreynenda minna.

 

Að sætur flugmaður færi á fjörurnar við mig var aðalatriðið, ég hef alltaf þráð náin tengsl við flugheiminn og sá strax fyrir mér í hillingum efri árin í vellystingum á Saga Class. Svo eyðilagði hann allt eftir svona hálftíma. Skrifaði skilaboð: Hallo. Svona halló með (spænskum) hreim. Alvöruflugmaður, sama frá hvaða landi, hefði frekar sagt: „Hæ, sæta.“ Það er alla vega reynsla mín af flugmönnum.

 

 

SkrúdræverÖrlítil von fékk mig þó til að slengja ögn pirruðu hallói? sem svari. Ekki löngu seinna kom lymskuleg en illa hugsuð pikköpplínan sem tók af öll tvímæli ... hnýsin spurning með dassi af fitusmánun. Ég get ekki lýst því hversu fegin ég er að hafa ekki byrjað með honum.

 

 

Allt of margir karlar halda samt að Facebook sé viðreynslustaður. Geta þeir ekki haldið sig á Spotify bara eða hvað þetta heitir? Já, Tinder.

 

 

Ég var þó í aðra röndina þakklát fyrir að einhver legði á sig að trufla mig í fásinninu hér á Akranesi þar sem dansleikir hafa ekki tíðkast í ábyggilega fjörutíu ár (Hótel Akranes hélt geggjuð böll). Þegar ég flutti hingað aftur (2006) var hér bara einn bar, Mörkin, og auðvitað í tveggja, þriggja klukkutíma göngufjarlægð og bara einn leigubíll sem gekk ekki alltaf. Á endanum fannst mér heiðarlegast að koma bara út úr skápnum sem bindindismanneskja, sem ég gerði svo endanlega þegar Vínbúðin flutti fyrir nokkru, enn lengra í burtu frá mér. Ég er víst eina manneskjan eldri en 17 ára á Akranesi sem á ekki bíl og mér finnst ekki góð fyrirmynd ef ég, eina fullorðna manneskjan sem tekur strætó, heimtaði að innanbæjarstrætó, fullur af saklausum skólabörnum, stoppaði fyrir utan ríkið, bara fyrir mig. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er ég kaffikerling ... sem er tengt því að ég er hálfgerð kattakerling líka. Kannski segi ég þá svakalegu sögu síðar.

(Neðri myndin tengist innihaldi bloggsins ekki beint)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 254
  • Sl. sólarhring: 266
  • Sl. viku: 366
  • Frá upphafi: 1533596

Annað

  • Innlit í dag: 160
  • Innlit sl. viku: 264
  • Gestir í dag: 158
  • IP-tölur í dag: 155

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Chuck Norris
  • Hárhornið Ingvi
  • Hárhornið Ingvi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband