4.10.2021 | 16:13
Djúsí dagar, kaffileysi og miðbær Akraness
Óvænt heimsókn í dag, kaffið frá Kvörn, kaffibrennslu, nánast í eigin persónu. Unga konan sem færði mér það átti leið upp á Skaga, eins og allt gott fólk, og ákvað að nota ferðina. Ég var með nokkrar spurningar og heimtaði að bjóða henni inn. Hún gaf mér góð ráð varðandi innri þrif á fínu kaffivélinni svo ég áttaði mig á því að hér var ekki um venjulegan kaffisendil að ræða, heldur alvörukaffisérfræðing. Hún er nú hlekkjuð við kaffialtarið, mig hefur alltaf vantað svona manneskju í Himnaríki. Hún hefur meira að segja unnið á kaffihúsi í London.
Ég má reyndar ekki drekka kaffi næstu fimm daga (fyrst ég nota mjólk), eða á meðan ég er í safakúrnum hjá Kaju. Það gengur allt ljómandi vel. Er búin með tvo safa, þrír eftir, girnilegt Mjallhvítar-epli verður með kvöldsafanum og svo hef ég maulað fræ í dag. Eina sem amar að mér er svolítil syfja, enda vaknaði ég klukkan níu í morgun sem er bara of snemmt. Engin hætta samt á því að ég sofni ofan í lyklaborðið.
Ég rakst á gamla mynd á Facebook áðan, ljósmynd af húsi sem var verið að rífa (Vesturgata 25), og þá rifjaðist upp fyrir mér að ég bjó í þessu húsi í nokkra mánuði einu sinni, hóf sambúð þar með manni sem hlýtur að hafa síðar orðið fyrsti eiginmaður minn, ef mig misminnir ekki. Þetta var ágæt íbúð, mikið niðurgrafin að vísu ... ég man eftir biðröðinni í Bíóhöllina, barnaskarann sem liðaðist fram hjá á sunnudögum fyrir kl. þrjú. Man eftir mjólk í djúpum diski sem ég setti hrefnukjöt í til að ná lýsisbragðinu úr, óhuggulega fáum bókum, eiginlega bara gömlum barnabókum, og jú, fínasta sambýlismanni, ef minnið svíkur ekki.
Mikil umræða er í gangi núna á Skaganum um varðveislu gamalla húsa og marga langar til að gamla Landsbankahúsið við Akratorg fái nýtt hlutverk, til dæmis sem bæjarskrifstofur. Mikið væri gaman ef það gengi upp en húsið þarfnast mikilla endurbóta. Eitthvað var líka búið að tékka á því og það sagt ekki henta. Miðbærinn hefur í einhver ár færst miklu nær Himnaríki ... en er samt enginn sérstakur miðbær, það er klasi af búðum sitt hvorum megin við Stillholtið, bókasafn og matsölustaðir. Í útjaðri bæjarsins (þar sem keyrt er inn í hann) er svo annar búðaklasi með t.d. Bónus. En ef ekki væri fyrir strætó ... kæmist ég ekki í klippingu í Classic, gæti ekki keypt jólagjafir í dótabúðinni, hunsað Dominos fyrir furðureglur í covid (neita að taka símgreiðslu), ekki farið í apótek eða á pósthúsið sem er skammt hjá.
Við Akratorg er auðvitað frábæra ísbúðin Frystihúsið, Gallerí Bjarna Þórs, úrsmiður, gleraugnabúð í grennd og innrömmun, tískubúð í hina áttina, á Kirkjubraut. Grjótið bistró og Gamla Kaupfélagið, Nína tískuverslun, stutt í fiskbúð og þaðan í Einarsbúð ... Virðist nóg en það hefur verið lenska að flytja allt upp í sveit (pósthúsið, ríkið). Það tæki mig allan daginn að fara með mynd í innrömmun, úr í viðgerð, fara í fiskbúð, láta klippa mig og kaupa plástur í leiðinni og komast svo í Einarsbúð fyrir lokun. Ég ætla samt ekki að kaupa mér bíl.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 104
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 585
- Frá upphafi: 1526611
Annað
- Innlit í dag: 91
- Innlit sl. viku: 500
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Jamm, það er undarlegt að færa verslun og þjónustu frá miðbæjum hér á Klakanum "út í sveit".










30.9.2021 (síðastliðinn fimmtudag):
Þétting út_frá_miðkjarna_borgarinnar_hagstæðust
Íbúum Reykjavíkur hefur fjölgað um heila Akureyri síðastliðna tvo áratugi og væntanlega hafa þeir sjálfir valið að búa í Reykjavík.
Með lögheimili í Reykjavík:
Árið 2001: 111.544,
árið 2021: 133.262.
Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 21.718 síðastliðna tvo áratugi, eða 19,5%, um þrisvar sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Akranesi, og færri eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.219 um síðustu áramót.
Þar að auki starfa þúsundir manna í Reykjavík sem ekki búa þar, til að mynda Seltirningar, enda er nánast engin atvinnustarfsemi á Seltjarnarnesi.
Og nú gapir flautaþyrillinn og jólasveinninn Ómar Ragnarsson um "flótta frá Reykjavík".
Karluglan er yfirleitt á móti því að byggt sé í Reykjavík, nema þá "úti í sveit". Ekkert megi til að mynda byggja á Vatnsmýrarsvæðinu vegna þess að þar eigi að vera flugvöllur og alls ekki megi stækka Landspítalann við Hringbraut.
Og karlinn vill að Þjóðleikhúsið sé í Ártúnsholtinu, sem hann heldur að sé miðbærinn í Reykjavík. Hann er því að mörgu leyti öfgahægrikarl.
Á Vatnsmýrarsvæðinu verða um 740 íbúðir á Hlíðarenda og um 700 íbúðir í Nýja Skerjafirði, samtals um 1.440 íbúðir.
Og þessar íbúðir verða nálægt stærstu vinnustöðum landsins. Landspítalinn er með um fimm þúsund starfsmenn, Háskóli Íslands með um sextán þúsund nemendur og kennara og Háskólinn í Reykjavík um fjögur þúsund nemendur og kennara, samtals um 25 þúsund manns.
Verið er að byggja íbúðir fyrir mörg hundruð nemendur Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík á Vatnsmýrarsvæðinu og þar er verið að reisa Vísindagarða.
Um 300 íbúðir verða á Héðinsreit, rétt hjá matvöruverslunum á Granda, til að mynda Bónus, en ekki var pláss fyrir þá verslun á Seltjarnarnesi.
Verið er að reisa eða nýbúið að byggja um 360 íbúðir í Efstaleiti, um 100 á Höfðatorgi, um 300 á Kirkjusandi og um 1.500 íbúðir í Vogabyggð,
16.11.2018:
"Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og árið er orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík."
"Framkvæmdir á nýjum íbúðum eru hafnar á 32 byggingarsvæðum í Reykjavík, þar sem má byggja alls 4.828 íbúðir."
Metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík - Um fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi í borginni
4.10.2021 (í dag):
""Í fyrra voru teknar í notkun 1.572 nýjar íbúðir í Reykjavík. Það var met.
Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru þær orðnar 1.422. Það stefnir því í annað met.
Og verið er að byggja tvö þúsund íbúðir í þessum töluðu orðum," segir Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar."
Þorsteinn Briem, 4.10.2021 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.