11.10.2021 | 12:29
Martröð í lúðrasveit og bifreið freistinganna
Gleymdi að kaupa súrmjólk eða jógúrt í gær svo ég hef orðið að setja hollu granólablönduna úr Kaju (mínus hnetur, möndlur, döðlur og rúsínur) út í creme brulei-skyr. Bakið á mér var frekar aumt eftir allan djöfulganginn í eldhúsinu á laugardag, þannig að sennilega hefur stefnumótið í Café Kaju bjargað mér, þursabitslega séð. Var samt ögn djöfulóð áðan ... svona fyrst ég var að fá mér kaffi, gæti ég ekki alls eins gert ... og svo varð eldhúsið rosafínt.
Klára eitt aukaverkefni, vonandi í dag, og fer svo í frí í nokkra daga, heimahangsandi með kaffi í annarri og jólabók í hinni. Slík frí eru best, að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir ferðalögum og sumarbústaðaferðum og siglingum um Karíbahaf sem var nú samt algjört æði (jól 2018).
Byrjaði á bók Jónínu Leósdóttur í fyrrakvöld og hét áfram í gærkvöldi, hún lofar mjög góðu, syfjan yfirbugaði allt of fljótt. Svo kom ég aðeins við í stofusófanum í gær og byrjaði á bók Ingólfs Eiríkssonar sem var komin á sófaborðið og hún virðist líka svona brilljant góð. Stóru (800 síðna) bókina eftir Guðna Elísson geymi ég þar til þessar verða búnar. Ef ég fer að gera hausthreingerningu, eða gef í skyn vilja til þess, viljið þið gera eitthvað í því?
Nóa Síríus-bíllinn ofsækir mig enn en samt þegar stráski vildi endilega gefa mér Kinder-egg þurfti ég nánast að pína því í mig (hvað er að gerast?) til að gleðja hann. Ekkert í nammideildinni í Krónunni heillaði mig, hugsa sér, bara f... bíll á Höfðabraut sem fær mig til að vilja vera í sambandi við sykur. Mig langar ekkert í bíl, svo það er ekki það.
Facebook var að rifja upp minningu frá þessum degi fyrir sjö árum:
Aðstoðaði Tomma bílstjóra við farþegatalningu í gær.
Tommi. Eru karlar í meirihluta?
Ég: Held ekki, átti ég flokka eftir kynjum?
Tommi: Nei, alls ekki, það var bara svo mikil þögn í vagninum.
Stundum sakna ég strætóferðanna. Tommi var auðvitað einn uppáhalds, enda bráðfyndinn. Það var einmitt Óli, annar uppáhaldsbílstjóri, sem benti mér á Trésmiðju Akraness og það var gæfa mín að fá Didda og kó í fyrra þegar Himnaríki var gert upp. Ég fékk nokkrar athugasemdir, þetta móðgaði nokkrar vinkonur mínar sem eru femínistabeljur eins og ég, og þær mótmæltu því harðlega að konur töluðu meira en karlar. Þær fyrirgáfu Tomma þegar ég benti þeim á að hann hefði bara verið að stríða mér. En það sem ég græddi á því að fara að vinna heiman frá mér var að ég þarf ekki lengur að vakna um miðja nótt (kl 5-eitthvað) til að ná 6.15-vagninum frá Akranesi til að vera mætt kl. 8 í vinnuna - vera svo komin heim um 17.30 í fyrsta lagi, gera helgarinnkaupin í bensínstöðinni í Mjódd á föstudögum, enginn tími fyrir Nettó.
Ég var með fish fingers í matinn í gærkvöldi, kartöflur, fyrst soðnar og svo steiktar í bitum upp úr góðu kryddi ... það var aðeins of mikið fyrir magann í mér sem fer samt óðum að venjast venjulegri fæðu. Stefni ekki á heilhveitigardínur og slíkt (fara hollustu-offari) hér heima en er spennt fyrir sykurminna/-lausu lífi. Gaf Ingu vinkonu eplin mín í gær, hún er sannarlega ekki súr manneskja en borðar þau með bestu lyst með hryllingnum hnetusmjöri. Svona er fólk nú ólíkt. Baka eplaköku seinna.
Rakst á gamla mynd frá lúðrasveitarárum mínum og þótt minni mitt sé alveg ágætt get ég ekki ímyndað mér hvaða atburður þetta var en krakkarnir fyrir aftan okkur voru ekki í lúðrasveitinni. Þarna var stjórnandinn greinilega búinn að svipta mig trompetleyfinu - ég sit þarna í fremstu röð, vissulega skælbrosandi (þriðja frá hægri) en grútspæld með althorn sem mér fannst aldrei jafnskemmtilegt að spila á. Lærði líka á píanó á þessum árum. (Hilda á flautu, Gummi á fiðlu, Mía á píanó). Mamma var á góðum launum sem hjúkka þarna fyrst hún gat sent okkur öll í tónlistarnám. Löngu seinna, þegar hún hafði fyrir engum á sjá nema sjálfri sér, voru launin orðin mun lægri, vildi hún meina.
Í kjölfarið á hálskirtlatöku hætti ég í lúðrasveitinni, mömmu til mikils ama (montar maður sig af barni í lúðrasveit?) en sagði henni aldrei ástæðuna. Lúðrasveitin kom fram á tónleikum og stjórnandinn gerði svo lítið úr henni að ég sárkvaldist úti í sal, enn í háls-fríi. Þau byrjuðu að spila en voru ósamstiga sem olli því að stjórnandinn sneri sér við og hló að krökkunum, ekki með þeim, eins og hann reyndi að þvo hendur sínar af þessum klaufum, prófaði aftur og þá gekk allt vel en ég hafði misst allt traust. Ekki nein dauðasök en dugði mér til að vilja hætta, efast um að mömmu hefði þótt þetta næg ástæða. Ég hætti líka á píanó einhverju seinna, því miður. en vildi að ég hefði þraukað því ég var byrjuð á frekar flóknu Mozart-dæmi sem ég hefði gjarnan viljað læra utan að - þá kynni ég það enn.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 148
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 1526305
Annað
- Innlit í dag: 117
- Innlit sl. viku: 371
- Gestir í dag: 114
- IP-tölur í dag: 113
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
"Klára eitt aukaverkefni, vonandi í dag, og fer svo í frí í nokkra daga, ..."


Áreiðanlega eðlilegt að kalla þetta verkefni en nú er allt orðið að verkefnum, til að mynda eru landsleikir núna "landsliðsverkefni".
Undirritaður gæti best trúað að uppáferðir og salernisferðir verði bráðlega verkefni sem þarf að leysa en blaðamenn mbl.is hafa alla daga mikinn áhuga á þessum ferðalögum.
Og allt er núna "staðsett" einhvers staðar. Þannig er Sauðárkrókur, eða "Sauðakrókur" eins og sumir blaðamenn mbl.is kalla hann, nú "staðsettur" á Norðurlandi. En Sauðárkrókur er einfaldlega á Norðurlandi og hefur sjaldan lagst í ferðalög.
"Hvar ertu staðsett núna?"
"Ég er staðsett í rúminu."
Og í fréttum mbl.is er þetta helst:
Gamla karlsins holdið hert,
hefur margan rassinn snert,
allt er það nú opinbert,
afturendar vitið skert.
Þorsteinn Briem, 11.10.2021 kl. 16:40
Sammála - svo þarf fólk að taka samtal í stað þess að tala saman...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.10.2021 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.