16.10.2021 | 23:52
Mæðgur á Tinder og illþolandi covid-afsakanir
Fínasta bæjarferð í gær - strætó seinkaði ögn í föstudagsumferðinni (15.15-strætó frá Akranesi) en ég sá að við myndum samt ná í Kaffitár á Nýbýlavegi, langaði svo í góðan latte og Hilda býr skammt hjá. En nei - enn eitt kaffihúsið sem lokar á gesti sína klukkan fjögur!
Það lækkar vissulega launakostnað að loka svona snemma en þetta hlýtur samt að svekkja viðskiptavini. Ég varð alla vega drullufúl að koma að lokuðum dyrum og finnst leitt að geta ekki keypt hjá þeim latte lengur. Við byrjuðum alltaf þarna við komuna í bæinn, við Hilda latte, stráksi kakó. Af hverju er verið að skerða þjónustu um allt og jafnvel kenna Covid um, sem ég hef heyrt að sé víða gert, nú þegar allt er að opnast aftur? Þetta er glatað og ekki bara fyrir viðskiptavinina. Einu sinni kepptust allir við að bjóða sem besta þjónustu, margar matvörubúðir fóru t.d. að vera með opið til átta á kvöldin, aðrar alla nóttina - sem þekktist ekki lengst af. Það hefur orðið mikið bakslag víða og áberandi á kaffihúsum og bakaríum. Við erum auðvitað vön því frá hinu opinbera að opið sé hálftvö til 13.30 en ekki einkafyrirtækjum.
VIÐBÓT: Maður ætti kannski ekki að skrifa svona pirring á meðan gremjan er enn í gangi. Það hljóta að vera einhverjar góðar ástæður fyrir því að kaffihúsum sé lokað fyrr en áður, hvort sem það er komið til að vera eða bara tímabundið. Ég veit um einn stað þar sem of fáir kúnnar komu á tímabilinu kl. 16-18 til að það borgaði sig að hafa opið. Vissulega svekkjandi fyrir okkur sem komumst ekki fyrir fjögur en enginn heimsendir.
Ég gisti nótt hjá Hildu og það var mikið að gera í dag. Ekki bara Costco-ferð, heldur líka í Elko ... sjö hlutir keyptir í þeirri fyrrnefndu, ef mandarínupoki er talinn sem einn, og svo var keyptur einn hlutur í Elko, allt nánast fyrirfram ákveðið sem er það eina rétta til að halda lífsviljanum og svo fórum við í dýrabúð í Smáratorgi, eina skemmtilegustu búð landsins þar sem hundar eru velkomnir og ég náði að klappa þremur, þar af einum sjeffer ... ég elska sjeffer sérlega mikið. Við heimsóttum mömmu sem var niðursokkin í Indiana Jones-mynd í setustofunni og mátti varla vera að því að heilsa okkur. Hún leit rosalega vel út og er virkilega ánægð á Eir. Það eina sem vantaði, fannst mér, voru sætir karlar að sniglast í kringum hana. Henni hefur aldrei þótt það leiðinlegt þótt hún kvarti ekki núna.
Ef þú vilt að ég skrái þig á Tinder, mamma mín, get ég gert það, laug ég, kann það ekki og yrði að fá einhvern til að aðstoða mig við það.
Úff, sagði mamma og hristi hausinn eftir að hafa flissað til að byrja með, mig langar ekki í karl. Samt var hún bara tvígift - ekki einu sinni hálfdrættingur á við pabba sem átti svo margar konur að einu sinni lágu þrjár þeirra á sama tíma á Landakoti, eftir hans dag, reyndar. Einu sinni lágu bæði pabbi og mamma á Landakoti á sama tíma, hvort á sinni hæðinni reyndar. Ég man að ég spurði manninn sem var að skrifa lögfræðingatal eitt árið hvort mætti ekki sleppa einni eiginkonunni, pabbi var bara giftur henni í 51 viku, það tók því varla að telja hana með, fannst mér, en samviskusami sagnfræðingurinn mátti ekki heyra á það minnst.
En af hverju ert þú ekki á Tinder, Gurrí? spurði mamma, einnig þekkt fyrir að snúa vörn í sókn, þegar Harrison Ford hafði tekið skref út í tómið og lent á ósýnilegri brú sem birtist allt í einu.
Æ, mamma, þú manst nú hvernig einkamál.is fór með æsku mína og sakleysi, sagði ég og fögur augu mín (græn í veiðihug) dökknuðu af myrkum minningunum.
Ahh, ungu Kanarnir á vellinum sem vildu hitta eldri konu nokkrir saman ... varstu ekki bara 37 ára á þeim tíma?
Úff, jú, skilurðu núna af hverju ég er hrædd við Tinder, svo er það miklu flóknara, það á að ýta sumum til hægri og öðrum til vinstri ...? Ég myndi pottþétt ruglast. Loka á stórhuggulega og ljúfa auðjöfra með húmor og læka óvart gaura sem eru það alls ekki ...
Ha, hváði mamma, nú var Indí búinn að koma sér í hroðaleg vandræði enn og aftur og brún augu hennar glitruðu af samhug með honum. Elsta og yngsta barnið með brún augu, við miðsysturnar með gráblágrænleit, gul er við göldrum. Hún veifaði okkur bless og éghringi bara í hana til að klára þetta spennandi samtal. Maður truflar ekki fólk frá Indiana Jones. Mér finnst líklegt að við endum á Tinder, mæðgurnar ... það myndi gera símtöl okkar svo miklu meira djúsí. Hvernig var karlinn sem þú hittir? En þinn? Í alvöru, uss, mamma, ekki tala svona ... nei, þessu lýgur þú ... og svo framvegis.
Við hittum Þoku kisufrænku sem er næstum farin að hoppa og skoppa um allt eftir fótbrotið og snæddum pönnsur og fengum geggjað kaffi hjá Ellen og Ella, sem eru auðmjúkir þrælar Þoku. Við glöddumst öll yfir 5-0 sigri Liverpool en aðalsvekkelsið hjá mér var að vér Skagamenn skyldum tapa okkar leik ... en einhver skaut nú upp flugeldum samt fyrr í kvöld hér við íþróttavöllinn, kisum hér á bæ til mikils spennings.
Stráksi fékk KFC í kvöldmat, eins og venjulega þegar hann fer í bæinn - ef KFC kæmi á Skagann (hei, við erum að verða 8.000, og það vantar líka dýralækni) finnst mér sennilegt að hann myndi verja megninu af vasapeningunum sínum í mat þaðan. Og sækja um vinnu þar með skóla.
Kláraði bókina hennar Jónínu Leósdóttur sl. nótt í sveitasælunni hjá Hildu. Bókin svo skemmtileg að það var ekkert erfitt að halda sér vakandi yfir henni og ekki séns annað en að klára hana, þó fyrr hefði verið. Stórskemmtilegar aðalpersónur sem vonandi halda áfram um ókomin ár að leysa saman lögreglumál, fyrrum hjón, hún lögga, hann sálfræðingur. Æðisleg bók. Takk fyrir mig.
Nú er svo bara að bíða og vona að viðri til strætóferðar á morgun, sunnudag, þegar bæjarferð 2 þessa helgina verður farin í rokinu sem búið er að spá.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 176
- Sl. sólarhring: 208
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1526333
Annað
- Innlit í dag: 140
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 136
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Á Tinder gætir þú til dæmis tekið þetta fram, Gurrí:

"Er umhverfisvæn og góð í mörlenskri stafsetningu."
Margir klikka áreiðanlega á að taka þetta fram, því sómakært fólk myndi aldrei leggjast svo lágt að sofa hjá þeim sem eru slæmir í stafsetningu en þeir geta auðvitað glennt sig á OnlyFans við góðan orðstír.
Þorsteinn Briem, 17.10.2021 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.