12.1.2022 | 19:33
Matur, H-karlar og véfrétt tekin í sátt
Lagði inn aðra pöntun í dag hjá Eldum rétt og reyndi að velja auðvelda rétti fyrir næstu viku. Ég var mjög þreytt í gær eftir klikkaða eldamennskuna, nánast með þrjá bolta á lofti í einu. Ég lagði mig og dormaði í fjóra tíma eftir himneskan matinn (stráksi sleikti diskinn sinn, mér tókst naumlega að stilla mig um það) og réðst svo á uppvask og tiltekt í kringum miðnætti. Meiri óreglan. Flaskaði á því að telja óhreina potta, pönnur, diska og skálar sem þurfti að nota, en uppþvottavélin þvoði allt, þetta umstang var þess virði. Lærdómsríkt. Nú framvegis sker ég allt grænmeti í skálar (uppþvottavél, munið) og hef sem mest alveg tilbúið áður en ég hefst handa við nokkuð nema hita ofninn. Ég er mjög góð í slíku. Grænmetið var helst til of mikið (ofn)steikt en kjúklingabringurnar fullkomnar þrátt fyrir að eiga ekki kjöthitamæli, sósan leið svo fyrir að ég á ekki töfrasprota en var ábyggilega ekki verri fyrir það.
Náinn ættingi er kominn með covid - svo ættin mín er ekki með þessi góðu gen eða hvað þetta var þarna sem frændi benti mér á, nema viðkomandi fari mjög vel út úr veikindunum sem vonandi verður. Veiruskrattinn fer greinilega í manngreinarálit. Hjón sem ég þekki vel vörðu jólum og áramótum með afkomendum sínum sem þá voru komnir (hluti þeirra) með covid án þess að vita það - en gamla settið sat í sóttkví, eins og vaninn er, en slapp algjörlega við smit. Þau halda að þau séu of evil til að veiran leggi í þau en þau eru það sko ekki.
Maður sem vann einu sinni með mér í fiski úti í Eyjum skrifaði á Facebook-síðu sína í dag: Boris Johnson er nú í meiriháttar klípu vegna þess að hann varð uppvís að því að hafa verið í starfsmannaboði í Downingstræti 10 fyrir jólin 2020. Og brotið sóttvarnarreglur sem hann hafði áður sett. Um svipað leyti var formaður Sjálfstæðisflokksins í gleðskap í Ásmundarsal og braut þannig sóttvarnarreglur sem hann hafði sjálfur sett. Þau einu sem lentu í meiriháttar klípu vegna þess voru lögreglumennirnir sem sögðu frá því.
Athugasemd: Þeir kunna þetta ekki í Bretlandi. Að láta rannsókn leiða í ljós að um sölusýningu hafi verið að ræða.
Mér finnst þetta fyndið, ekki meiðandi þótt eflaust einhverjir séu ekki á sama máli. Stjórnmálamenn verða að geta þolað stríðni. Já, og t.d. Inga Sæland verður að geta þolað að útvarpsmenn séu ekki á sama máli og hún, hún sýndi Bylgjumönnum dónaskap nýlega, að mínu mati. Fjölmiðlafólk þarf að spyrja krefjandi spurninga, þótt það sé jafnvel alveg sammála skoðunum viðmælanda. Hún kallaði þá meðal annars treggáfaða. Eflaust hressandi að fá svona fólk í viðtal en kurteisin er mikilvæg.
- - - - - -
Ég veit að ég varaði bloggvini mína við véfréttinni eftir að hún vildi meina að eiginkona mín (?) væri verndarengill minn. Ég elska konur en ekki þannig samt.
Þó gat ég ekki stillt mig um að leita á náðir hennar aftur þegar bauðst að fá að vita eitthvað um næsta ástmann. Já, ég lifi spennandi lífi. Eins og sést á myndinni sem er eins og af hjartalínuriti hér fyrir ofan eru það H-karlar sem koma aðeins til greina, og ég er með vel yfir 60 Facebook-vini sem heita H-eitthvað, t.d. alveg 7 sem heita Hilmar. Mér finnst ekki trúverðugt ef karlar í kringum mig fara í flokkum að skipta um nafn, en samt þætti mér vænt um slíkt. Áskil mér rétt til að taka öllum eða hafna öllum, eins og venjulega í svona kringumstæðum.
Sumir H-karlarnir eru vissulega of ungir, aðrir of gamlir, einhverjir giftir, aðrir hommar en ég hlýt að finna eitthvað bitastætt. Leyfi ykkur að fylgjast með. Nú hefur lífið öðlast tilgang að nýju. Ég hefði sennilega ekki átt að leyfa véfréttinni að sýna mér í leiðinni hvernig svefnherbergi ég ætti að eiga - alveg ótengt hinni spurningunni, í alvöru. Hún sýndi mér einhvern hroðbjóð, neðanjarðar, sýnist mér, og eins og fyrir hobbita, með tifandi geitungabú (í gróðrinum) nánast sem náttborð. Og ekki einu sinni sætur Hallgrímur (eða annað H-nafn) í augsýn (á myndinni). En allir geta gert mistök, vonandi líka véfréttir. Mér finnst svindl að nýta mér möguleikann Reyndu aftur sem hún býður manni, á endanum hefði ég eflaust fengið flott herbergi - en líka fengið annan bókstaf, H er fínt, til að byrja með.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 2
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 697
- Frá upphafi: 1524895
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 597
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.