21.1.2022 | 15:35
Sokkaþjáningar og gjörbreytta baðherbergið
Mínir allra tryggustu og elstu bloggvinir mínir muna eftir þeim æskudraumi mínum að þegar ég fullorðnaðist myndi ég fylla hansahillu-skrifborðsskúffu mína af sælgæti sem mér og flestum börnum var virkilega meinað um að fá í nægu magni í gamla daga. Að fá tíkall á laugardögum þegar ís með dýfu kostaði 12 krónur lýsti þeirri andlegu grimmd sem réði ríkjum á sjöunda áratug síðustu aldar. Þess vegna lofaði ég mér þessu skúffudæmi fram í tímann - en um það bil hálfri öld síðar kom í ljós að skúffublætið var enn til staðar og orðið raunverulegt nema nú var það stór kommóðuskúffa full af sokkum, mestmegnis svörtum. Þó er girnileg rönd í skúffunni af alls kyns litríkum og geggjuðum sokkum sem ég vel sífellt oftar.
Eitt sinn fékk ég ættingja í heimsókn, hún er sálfræðingur en samt ágæt, og fékk hamingjuhroll þegar ég sagði henni frá þessu eina vandamáli lífs míns þá stundina; fullt af svörtum sokkum sem þurfti að sameina RÉTT (svart er ekki sama og svart) og setja svo samanbrotnu pörin í skúffuna í lita- og stafrófsröð. Hún hjálpaði mér sem sagt. Nú vantar mig frænku AFTUR ... en hún gæti verið heima að púsla, já, hún púslar, en ætla samt að reyna áfram meðan dagsbirtu nýtur. Það þarf bara sálfræðing í sum verk ... þvottaþúfan er ekki svo stór en þurrkarinn var að baula svo það bætist við. Mér finnst svartir sokkar fínir en litríkir miklu flottari svo það er nýja planið. Hver leyfir framleiðendum svartra sokka að hafa þá svona ólíka? Ég mæli með svörtum ríkissokkum!
Í gær voru tvö ár upp á dag síðan framkvæmdirnar við Himnaríki hófust. Ég lagði talsverða vinnu í að velja smiði eftir útliti sem var ákaflega erfitt því klásusinn í smíðakennslu á Skaganum miðast einmitt við útlit. En Trésmiðja Akraness var valin fyrir rest eftir miklar spekúlasjónir og frábæru smiðirnir mínir mættu kl. 8 20012020 og skiluðu virkilega góðu verki. Ljúfmennskan og liðlegheitin fylgdu með, að sækja fyrir mig vörur, bæði innanbæjar og til Reykjavíkur, hvort eð er í leiðinni, stilla öllum kostnaði í hóf og gefa góð sparnaðarráð. Fara með allt rusl á haugana (ekki bara gömlu innréttingarnar, hjálpa mér að fara með skáp í Búkollu, eldhúsborð til Ellýjar. Bera allt upp á 3,5. hæð og barma sér ekki. Enda tóku þeir allir þátt í Herra Akranes-keppninni sem haldin var um haustið. Himnaríki var allt í lagi þegar ég keypti það en alveg þörf á endurbótum. Ég lét nægja að láta mála flest herbergi og sætti mig við rest; gamalt parket, ferns konar gólfefni, eldgamalt allt of lágt klósett og baðkar sem tók óratíma að láta renna í, eldavél sem virkaði ekki alveg og lélegan ofn. Peningarnir sem ég fékk á milli þegar ég seldi pínulitlu íbúðina í bænum og keypti þessa helmingi stærri og með sjávarútsýni, fór í að láta draumana rætast (ekki skúffu með sælgæti), láta yfirdekkja sófa, ramma inn málverk, kaupa kaffivél, ísskáp og flatskjá (sem orsakaði fall íslensku bankanna nokkrum árum síðar). Á fyrir-myndinni af baðinu, má sjá gulleita dúkinn sem var á gólfi og veggjum og hvað breyttist mikið til góðs að losna við baðkarið (ég bý við hliðina á sundlauginni ef mig langar í heitan pott), og breyta þvottahúsinu í opið rými með fatahengi og skápum.
Gæfa mín, eins og áður hefur komið fram, var að væla á Facebook (2019) yfir þörf minni og löngun til að gera eitthvað við Himnaríki. Heiðdís frænka á vinkonu (Pálmadóttir) sem hún mælti hástöfum með að fá til að aðstoða mig við það, teikna upp og slíkt. Guðný gerði gott betur, hún rúntaði með mig í leit að flísum, vöskum, sturtugleri, baðspegli með ljósi og þess háttar, fann alls staðar besta verðið, gat útvegað afslátt og eitthvað sem hefði tekið mig nokkur ár á strætó. Afsláttur sem hún reddaði dekkaði rúmlega launin hennar. Íbúðin varð miklu flottari en ef ég hefði af hagsýni og ábyrgð hannað sjálf ...
Dæmi:
Ég: Æ, er ekki nóg að hafa marmaraflísar bara í sturtunni?
Hún: Ég mæli svo innilega með því að þú hafir þær á tveimur veggjum (og gólfinu), það verður svo miklu fínna, við spörum bara í öðru.
Ég: Ókei.
Þar með gleypti ég ofan í mig hagsýnina og leyfði Guðnýju að ráða rest. Sé ekki eftir því.
Myndin af nýja baðinu var tekin fyrr í dag. Það er ekki nýskúrað (afsakið, en ég er búin að taka til gólftannburstann), hefði átt að fjarlægja wc-burstann ... og svo var ég eitthvað að fikta við punt og dótarí í hillunum fyrir ofan þvottavél og þurrkara og allt getur verið orðið breytt á morgun. Mig langar mikið að kaupa körfur og annað fínirí í stíl undir þvottaefni, þurrkaraklúta og slíkt. Ætla að grannskoða Hús og híbýli síðustu mánaða á næstunni, þar er góðar hugmyndir að finna.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 6
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 484
- Frá upphafi: 1523838
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 424
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.