13.3.2022 | 01:28
Aðdáandinn á hlaðinu og rjómaterturaunir
Hilda systir vildi auðvitað gamaldags rjómatertu fyrir sig og fylginautana. Sem var talsvert flóknari framkvæmd en Betty Cr-súkkulaðikaka - það þurfti að rifja upp annars einfalda glasatertuuppskrift, ákveða tegund af Royal-búðingi og athuga hvort ég ætti ekki rjómasprautu. Og jú, meira að segja blandaðir ávextir í dós leyndust í skápnum - og ekki útrunnir. En engir súkkulaðispænir sem hefði verið alveg fullkomið. Ég valdi sítrónubúðing og notaði meiri rjóma en mjólk við tilbúning hans sem gerði hann sannarlega ekki verri. Gestirnir skruppu í gönguferð hjá Langasandi og komu svo til baka nánast örmagna af umhverfishrifningu og glorhungraðir. Tertan kláraðist næstum því. Golíat og Herkúles, frændhundar mínir, voru með í för og slógu í gegn hjá kisunum, eins og venjulega, við elskum hunda. Gestirnir höfðu á orði að ég liti mjög vel út. Mjög - en ég var svo spennt að vita hvernig þeim þætti rjómatertan að ég gleymdi að segja þeim frá spennandi ástæðu fegurðarinnar. Sjá ögn neðar í blogginu.
Við fimmmenningarnir knáu áttum pantað borð á Galito og fórum þangað í gómsætan mat en svo átti Hilda eftir að kaupa inn og þar sem Krónan er á móti Galito notaði hún tækifærið, snjallt þegar bensínlítrinn hækkar nánast um 100 kall á viku, ef marka má orð Facebook-vina minna sem hafa ekki enn lagt bílum sínum eða gefið hann. Ég hafði heitið mér því að fara með grímu næst og í dag var komið að því. Fyrir nákvæmlega viku var ég eina grímulausa manneskjan þar inni og fólk starði á mig. Alveg var það dæmigert að ég skyldi svo vera eina manneskjan með grímu í búðinni í dag og fólk starði á mig. Ég afsakaði mig við manninn á kassanum (ég þarf að læra sitt af hverju mikilvægara áður en ég læri á sjálfsafgreiðslukassa), sagði grímuna fela hrukkur snilldarlega og að ég lenti mun oftar næstum á séns með grímu. Ég bætti svo við að ég væri eina manneskjan á Akranesi sem ekki hefði fengið covid svo gríman væri sennilega óþörf en þá tjáði hann mér að hann væri hinn Skagamaðurinn - og mætti sko alls ekki smitast því hann væri að fara til útlanda eftir nokkra daga.
Einhver bíll sem stóð hérna á hlaðinu í dag vakti athygli okkar Kela pokakattar von Kattholt, okkur datt helst í hug að þetta væri aðdáandi sem langaði kannski að sjá mér bregða fyrir við gluggann - það var eiginlega eini möguleikinn fyrst hann sneri ekki að sjónum. Ég stóð kæruleysislega upp eftir þessa uppgötvun og færði mig frá glugganum, hljóp hratt inn á bað og setti á mig meik og maskara en fann ekki varalitinn. Beit mig til blóðs í neðri vörina, það virkar vel úr fjarlægð. Mér tókst líka örsnöggt að skipta um föt með því að þykjast beygja mig niður, eins og ég hefði misst eitthvað á gólfið. Svo kom ég gangandi rólyndislega með uppáhaldsmúmínbollann í annarri þegar ég var komin í sjónmál og settist í stólinn, bein í baki sem gerir mann alltaf flottari. Og með hjartslátt af spenningi.
Stráksi kom inn í herbergi örskömmu seinna, nýkominn úr sundi og gufu, hér hinum megin við íþróttavöllinn. Hress og kátur - með arnarsjón. Sérðu hvíta bílinn þarna úti sem snýr að okkur? Fyrir ofan hausinn á Kela? Hvernig lítur maðurinn út, þessi í bílstjórasætinu? spurði ég spennt. Það væri ekkert verra ef hann væri sætur en mér er samt orðið meira sama um útlit eftir að ég varð sextug, feykinóg að þeir andi og geti keyrt bíl.
Ha? Það er enginn þarna inni. sagði drengurinn eftir að hafa litið á bílinn. Hrósaði mér síðan fyrir hvað ég væri fín. Ég veit ekki hvort ég trúi stráksa með þetta fyrrnefnda. Eru ekki til sérstakar framrúður sem sést ekki í gegnum? Sem gerir þennan gaur (karl) svo miklu meira spennandi. Sjáum til. Leyfi ykkur að fylgjast með.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.3.): 30
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 1079
- Frá upphafi: 1520783
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 932
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Mörg er kvenna rjómaraun,
rassinn vill þar fitna,
í sprungur setja sparsl á laun,
og sprund í lærum hitna.
Þorsteinn Briem, 13.3.2022 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.