1.4.2022 | 14:46
Aprílgabb Himnaríkis og fyrsta ER-klúðrið
Fundur hjá ónefndri vegagerð norðarlega á hnettinum:
Nonni: Við verðum eitthvað að gera til að fjölga farþegum á landsbyggðinni, það er svo mikill taprekstur á strætó eftir covid. Ef við ætlum að skila einhverjum arði ...
Sigga: Reynum samt að sleppa því að hækka fargjöldin, munið hvað allt hrundi þegar við þrefölduðum verðið milli Akraness og Reykjavíkur, enda ekki rétt að Skagamenn borguðu það sama og Reykvíkingar greiða milli hverfa í borginni. Svo borgar nú Akraneskaupstaður þetta niður um 1/3 sem er ekkert annað en dekur.
Gunna: Ég held að ég sé með þetta, sá innslag í gær í fréttum Stöðvar 2 þar sem fréttamaðurinn taldi stoppistöðvarnar á milli Reykjavíkur og Akureyrar, voða fyndinn en þetta var alveg skelfilegt að heyra, kemur ekkert smávegis illa út fyrir okkur.
Geiri: En er það ekki akkúrat það sem strætó á að bjóða upp á, að fólk þurfi ekki ganga langar lei-
Sigga: Þögn, Geiri, þú hefur ekkert vit á þessu, ert nýliðinn hér.
Geiri: Ég ferðast mikið með stræ-
Gunna: Sussss!
Nonni: Er það kannski bara galdurinn að fækka stoppistöðvum? Jafnvel fleygja fólki út á ferð t.d. við Hvalfjarðargöngin til að þurfa ekki að eyða heilum 20 mínútum í að fara á Skagann? Og við Hvammstangaafleggjarann líka? Held að lýðheilsa myndi batna til muna á landinu ef fólk yrði látið ganga meira.
Gunna: Hugsa sér að geta auglýst: Þægileg lúxusferð og aðeins fimm stopp á leiðinni. Myndu vagnarnir ekki fyllast af fólki?
Sigga: Alveg spurning líka um hvort ætti að leyfa þessum vögnum að rúnta um í Reykjavík, ef við ætlum að fækka stoppum. Hafa endastöð í Ártúni? Háholti í Mosó? Ja, held ég sé með það; Kjalarnes tilheyrir Reykjavík, er Reykjavík, póstnúmerið 116, þar gæti verið góð endastöð fyrir norðvesturhluta landsbyggðar. Dagur getur svo séð um samgöngur þaðan þar sem Kjalarnes er ekki landsbyggðin. Múahaha
Geiri: Leið 57 sem ég tek oft, nær ekki alltaf í skottið á vögnunum í Ártúni, það eru bara opin skýli þar, og þá yrði hálftíma bið í ískulda og enn verra í Mosó. Kjalarnes? Er ekki allt í la-
Gunna: Var ekki búið að segja þér að hafa þig hægan?
Nonni: Hvað með allar niðurfellingarnar á ferðum í vetur? Bílstjórarnir segja vagnana illa hannaða fyrir íslenskar aðstæður. Að það hefði þurft að tala við þá áður en við pöntuðum þá.
Gunna: Meira andskotans vælið alltaf í þeim, hvaða vit halda þeir að þeir hafi á þessu? Það er meira að segja vælt yfir því að ekki sé hægt að hlaða símana sína í nýju vögnunum eins og var í þeim gömlu. Vita þessir farþegar ekki að þetta er strætó, ekki einhver lúxusrúta með fríhafnarþjónustu?
Hlátur.
Sigga: Eigum við þá að segja það? Að við leysum vandann með því að fækka stoppistöðvum? Vá, hvað farþegum á eftir að fjölga.
Geiri: Fjölga við skerta þjónustu? Væri ekki nær að fækka ferðum tímabundið?
Gunna: Vertu frammi, Geiri. Við ræðum um framtíð þína hjá fyrirtækinu á eftir ... Jæja, hvert vorum við komin? Suður- og Austurland, leið 51, er það ekki. Ekki stoppa í Hveragerði, er mín tillaga, fólk getur látið skutla sér til Selfoss og ...
Þetta hér að ofan er auðvitað aprílgabb Himnaríkis, það myndi ekki nokkurri vegagerð í heiminum láta sér koma til hugar að lokka til sín fleiri farþega með því að draga úr þjónustu og fækka viðkomustöðum í landi þar sem allra veðra er von.
Þarna náði ég ykkur.
Hamborgarinn, síðasta máltíð vikunnar frá Eldum rétt, var búinn til í gærkvöldi og bragðaðist ofboðslega vel. En það var flóknari aðgerð að búa réttinn til en nokkurn tímann þann KREFJANDI kvöldinu áður. Eggaldin er uppfinning andskotans. Ég gúglaði í símanum; má borða allt kvikindið, hvað með fræin, en þetta fjólubláa utan um ...? en fann ekkert gagnlegt. Skar kvikindið langsum niður, eins og uppskriftin skipaði mér, saltaði og olíubar og setti í 190°C heitan ofn með blæstri. Bar svo sterka kryddsósu á tíu mínútum seinna og mig minnir að ég hafi svo bakað þetta í korter í viðbót. Til hvers eggaldin? hugsaði ég greindarlega þegar ég setti kartöflubátana inn í ofn tíu mínútum áður, hamborgari og kartöflubátar, er það ekki nóg? Ég smakkaði á eggaldininu þegar það kom út úr ofninum og var ekki hrifin, heldur ekki stráksi. Fyrsta klúðrið mitt, vonandi það síðasta.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 20
- Sl. sólarhring: 391
- Sl. viku: 957
- Frá upphafi: 1520536
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 823
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.