5.4.2022 | 14:12
Bill Gates lét mig gera það
Þroski minn hefur tekið risastökk upp á við síðustu misserin. Ég áttaði mig á því um helgina þegar fréttamaðurinn í sjónvarpinu sagði: Við vörum við myndum sem ... og ég hélt bara áfram að gera það sem ég var að gera í stað þess að færa mig nær sjónvarpinu til að sjá. Mér þykir ekki lengur mikilvægt að heyra hvern einasta fréttatíma dagsins í útvarpinu og merkilegt nokk, ég hef nokkrum sinnum lifað af að heyra bara það helsta, fremst í fréttatímum. Kannski má tengja þetta hugarró eða þörf fyrir hugarró, ég tengi þetta þroska, gáfum og yndisþokka. Og það að verja helginni (barnlaus) í að vinna og skella inn myndum í Íslendingabók, er það ekki þroski? Gat sett inn mynd af mér og svo pabba (1930-2001) en ekki af mömmu sem heldur upp á 88 ára afmælið eftir nákvæmlega mánuð. Þá áttaði ég mig á því að ætlast er til að sprelllifandi fólk setji sjálft inn myndir af sér. Ég gat því ekki fundið vandræðalegar ljósmyndir af systkinum mínum og sett inn, sem ég hefði reyndar ekki gert en samt fúlt að möguleikinn sé ekki fyrir hendi. Helgin fór líka í að horfa á nýja þáttaröð af The Home Edit, búin að sjá tvo eða þrjá, og byrja að lesa nýjan bókaflokk eftir Vivecu Sten (Helkuldi) á Storytel. Ég viðurkenni vanmátt minn þegar kemur að því að hlusta (ég hef ekki tíma og hef ekki tíma) en Storytel rígheldur í mig vegna sífellt meira úrvals af rafbókum. Það er nákvæmlega ekkert mál að taka af sér gleraugun uppi í rúmi og lesa heilu kaflana í gemsanum sínum. Jamm, engin ellifjarsýni enn.
Stærsta vandamál dagsins og síðustu daga er að dyrasíminn er bilaður alla vega þangað til seinnipartinn á morgun, ekki bjallan sjálf, og ég þarf að þjóta niður stigana til að opna, næstum búin að missa af Eldum rétt-pakkanum í gær. Bara plís, ekki koma í heimsókn! Jú, vandamál eða ekki vandamál, ég át páskaeggið mitt um helgina, nánast alveg óvart, eins og einhver hefði fjarstýrt mér (Bill Gates?). Ég skrökvaði að drengnum í gær að það hefðu komið gestir og ég gefið þeim páskaegg að smakka og ég svo bara klárað, því ég vildi ekki að hann engdist um af samviskubiti yfir því að hafa minnt mig á páskaeggið með því að segja í kveðjuskyni og í gríni á föstudaginn: Mundu svo að borða ekki páskaeggið þitt. Honum létti bara mjög að vita að ég hefði ekki borðað hans egg. Hversu sniðugt að vera snemma í því að kaupa páskaegg. Mér er skapi næst að refsa mér með því að kaupa mér ekki nýtt en ... Bill Gates lét mig gera þetta, tel ég nokkuð víst, enda þríbólusett þar sem ég hugsa ekki sjálfstætt. Tek fram að þetta var ekkert risaegg en sykurinn í því hvatti mig til dáða og vinnuhörku í eigin garð alla helgina. Málshátturinn var Flest verður nýtnum að notum sem segir mér að Bill hafi vitað hvað hann var að gera.
Í dymbilvikunni verð ég með Eldum rétt-mat fyrir fjóra daga. Þarf að finna eitthvað píslarlegt á föstudag (langa), versla inn á laugardag, elda einhvers konar páskamat á sunnudag (Eldum rétt bauð bara upp á lambasteik fyrir sex manns) því það er ekki fyrr en á mánudag sem páskaboðið verður í ár. Sem er kannski ágætt því ég held að strætó gangi ekki þessa heilögu daga (jóladag, nýársdag, páskadag, föstud. langa). Ef það verður fært með strætó í bæinn á annan, förum við stráksi. Ég borga fullt gjald fyrir hann þótt hann eigi rétt á miklum afslætti en flækjustigið fyrir bíllausa er ansi hátt ef þarf að sækja rétt sinn/annarra, svo spurning hvenær ég legg í það. Vítamín-kúr og taka nokkra sumarfrísdaga? Það þarf eitthvað svipað til að finna mér almennilegan skrifborðsstól þar sem slíkar búðir eru ekki með opið um helgar fyrir svona landsbyggðartúttur eins og mig. Ég vil alvörustól, í fyrsta sinn ekki gefins notaðan stól sem ég nota svo í áratugi þar til þeir verða alveg ónýtir.
Ef stoppistöðvum leiðar 57 verður fækkað hér (sem ég sé ekki sparnaðinn við eða tilgang, bara þjónustuþjófnað) skoða ég mjög alvarlega að hætta alfarið að taka strætó. Kem mér frekar upp samböndum við bílandi fólk og fer þá bara sjaldnar - og borga vel í bensíni. Fólk sem er á bíl telur sumt mjög sniðugt að hafa bara eina stoppistöð, eins og í gamla daga þegar rútan gekk á milli, alveg nóg fyrir þetta fólk ... ég hef engan fastakúnna strætó segja það.
Ég sendi Vegagerðinni bréf um helgina (rödd farþegans) því ef þetta sparar ekki þeim mun hærri upphæðir væri glórulaust að gera þetta. Ég sé ekki að mikill áhugi sé á því að styrkja innanbæjarstrætókerfið hér á móti, þótt ekki veitti af. Við erum líklega allt of fáar hræður sem eigum ekki bíl hér til að það sé talið hagkvæmt. Góð þjónusta dregur reyndar fólk að! Eins og það er núna virkar það vel fyrir skólakrakkana á morgnana og stöku kerlingar á leið heim úr klippingu. Sem minnir mig á ... fegurð mín hefur dvínað ögn upp á síðkastið (ótrúlegt!) og vantar bara fimar hendur Önnu Júlíu með skærin til að breyta því til batnaðar.
Myndin: Eitt sinn skrifaði ég grein í Vikuna um þýðingarmistök. Ein þýðingin var eitthvað um að nú steðjaði hætta að litla bænum í Villta vestrinu því fast drawer (byssumaður, skytta, snögg á gikkinn) væri að koma þangað. Það var í alvöru þýtt sem: Flýjum, það er hraðteiknari á leiðinni. Drawer þýðir líka teiknari.
Einhver sagði við Arnold Svartsenegger í spennumynd: Farðu inn í spilavítið, kauptu virði 25 þúsund dala af kartöfluflögum... (chips) var líka skrambi gott.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 7
- Sl. sólarhring: 395
- Sl. viku: 944
- Frá upphafi: 1520523
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 811
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.