19.4.2022 | 11:55
Greinarmerkjasetning sem bjargar
Sérdeilis ljómandi páskar - mikið lesið og meira að segja gist yfir nótt á höfuðborgarsvæðinu. Strætó var svo mikið yndi að ganga (keyra) yfir páskana sem gerði okkur stráksa kleift að fara í bæinn á páskadag.
Í einni bókinni virðist sem greinarmerkjasetning muni bjarga lífi lögreglumanns í næstu bók á eftir því í óleyfilegum samskiptum við vin í vitnavernd virðist sem einhver vondur en betri í stafsetningu hafi komist þar inn ... sem fékk ekki bara hárin á lögreglumanninum til að rísa þegar hann uppgötvaði pínkuoggulitla breytingu í bréfunum frá vininum, heldur einnig á mér - ég hef alltaf haldið því fram að góð stafsetning og greinarmerkjasetning sé af hinu góða og fékk nú endanlega staðfestingu á að hún geti bjargað mannslífum. Ég hef stundum sagt við ástvini mína að ef ég myndi einhvern tímann skrifa nafnið mitt með ý-i (Gurrý) væri ég að öllum líkindum á valdi mannræningja, hringið í lögguna í hvelli eða borgið!
Ein komma skilur hér á milli lífs og dauða:
Viltu borða Jón? eða Viltu borða, Jón?
Vér systur mættumst á miðri leið á páskadag, hún úr sumarbústað, ég frá Himnaríki. Aðalpáskamáltíðin fyrirhuguð daginn eftir, annan í páskum, en klára systir mín hafði áttað sig á að uppáhaldið hennar, Mathöllin á Granda, væri opin á sunnudeginum. Þangað héldum við til að dæma lifendur og dauða fyrir að nenna ekki að elda heima hjá sér - og þeir voru skrambi margir, alls ekki bara útlendingar. Börnin völdu pítsur og vér systur reyndum að halda í eitthvað hefðadæmi en óbeint þó og fengum okkur kótilettur. Lamba. Hún hafði verið með lax á skírdag fyrir hrúguna og keypt ríflega. Þegar saklaus ísbílsmaður bankaði og ætlaði að reyna að selja ís í bústaðahverfi á Suðurlandi var mannskapurinn nýbúinn að borða en allt of mikill afgangur. Hann hélt, elsku maðurinn, að systir mín væri að grínast en þáði svo með þökkum þennan fína mat. Hann var orðinn þreyttur og svangur, viðurkenndi hann, átti eftir að keyra í tvo tíma til að komast heim og ekkert til í bílnum nema ís - sem er líklega ekki það saðsamasta og fyrirfinnst aðeins í draumum barna sem aðalmáltíð. Hann var afar indæll en samt ekki á réttum aldri ... sem rifjar upp átakanlegt samtal við mömmu um daginn:
Gurrí: Jæja, völvan á Facebook spáði því að ég myndi eignast kærasta á þessu ári. Hún hlýtur að hitta stundum á rétt?
Mamma: Mér þykir leitt að segja þér en möguleikarnir á því eru óendanlega litlir, ég sem hélt að þú tryðir ekki á neitt svona.
Gurrí: Ja, mér finnst nú allt í lagi að trúa sumu, til dæmis því sem er skemmtilegt.
Mamma: Kona á þínum aldri getur mögulega fundið sér mann í gegnum áhugamálin. Ekki reyna að fara í gönguferð yfir hálendið, þú átt ekki einu sinni almennilegan búnað eftir að ég rændi vindsænginni sem þú fékkst í fermingargjöf. Ekki tala um blóm og sólböð við menn eins og þú vitir eitthvað um það af viti, vonaðu frekar að þú lendir á áhugamanni um eldgos, bóklestur, jarðskjálfta, vefmyndavélaferðir um heiminn og frið á jörð eins og þér var svo tíðrætt um þegar þú varðst ungfrú Ísland þarna um öldina. Sennilega þarftu að sætta þig við kattakarl með áhuga á rúsínurækt.
Gurrí: Mamma, þú veist að vínbe-
Mamma: ÉG VAR AÐ GANTAST.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 146
- Sl. sólarhring: 414
- Sl. viku: 1083
- Frá upphafi: 1520662
Annað
- Innlit í dag: 128
- Innlit sl. viku: 935
- Gestir í dag: 126
- IP-tölur í dag: 126
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Geysi fær nú góðan mann,
Gurrí uppá Skaga,
afar margt hann elda kann,
og allt hann kann að laga.
Þorsteinn Briem, 19.4.2022 kl. 13:10
Hahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.4.2022 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.