20.4.2022 | 18:37
Lærdómsrík sturtuferð og heillandi píparar
Einn mest spennandi dagur síðustu ára var í dag. Mikið að gera við tölvuna og ekki séns á morgunsturtu fyrir manneskju sem hefði átt að fara ögn fyrr á fætur. Ekki gekk það heldur í hádeginu því það gafst bara tími til að hlaupa ofsahratt fram í eldhús og ýta á takka á kaffivélinni og sækja skyrdrykk í ísskápinn, hlaupa svo tryllt til baka. Svo, rétt fyrir þrjú, gafst langþráð pása, það tekur mig bara örfáar mínútur að fara í sturtu, hálfan tíu mínútna kaffitíma ... Rétt áður en ég fór að spássera allsber um Himnaríki setti ég dyrnar fram á stigagang í lás, gekk síðan rólega inn á bað þar sem ég fór að hneppa frá. Þá heyrði ég að tekið var í hurðarhúninn, þetta var drengurinn, miðvikudagur en ekki þriðjudagur, og hann kominn snemma heim. Fínt, sagði ég enn fullklædd, ef Eldum rétt kemur á meðan getur þú tekið við kassanum.
Þegar ég var að þurrka mér (5 mín. seinna) hringdi dyrabjallan. Hvílík heppni að drengurinn kom svona snemma, hugsaði ég, opnaði rifu á dyrnar og kíkti fram. Uuu, nei, þetta voru pípulagningamenn, alveg rosalega myndarlegir eins og allir karlar á Skaganum sem vilja ekki fækka strætóstoppistöðvum. Ég hafði vissulega sent örvæntingarfullt SMS í gær og bjóst allt eins við að þurfa að bíða í hálft ár ... en svo rifjaðist upp fyrir mér að ég bý á Akranesi þar sem iðnaðarmenn eru hipp & kúl og mæta. Nú voru góð ráð dýr. Ekki vildi ég blinda þá með fáklæddri fegurð minni og blautleika, sagði þeim að bíða í eina mínútu ... og 52 sekúndum síðar kom ég fullklædd fram. Stráksi hafði látið þá bíða í stiganum, ég hélt að hann hefði boðið þeim til stofu og gefið þeim límonaði að drekka, en nei, hann verður tekinn í kennslustund. Þeir komust á fyrirheitna baðherbergið, mældu hið bilaða/gallaða í bak og fyrir og koma svo bráðum aftur. Ég sagðist alveg treysta mér á fætur fyrir þá klukkan átta einhvern morguninn, ef þeir vildu, en ég væri farin að þjást af svefnleysi á morgnana, gæti ekki fest blund eftir hálfníu. Sem ég vona að þeir skilji sem tákn um að þeir séu velkomnastir eftir hádegi. Ég elska Magna og co.
Það sem ég lærði í þessum hremmingum var að það er betra að setja þvottavélina í gang EFTIR sturtu. Þessar 5 mín. eru ekki þess virði. Skrækirnir í mér (heitt og kalt vatn til skiptis) voru samt örugglega eins og fegursti söngur, röddin í mér er orðin svo miklu tærari eftir að ég hætti að reykja.
Ég tók smók nýlega, þegar ég íhugaði að hefja reykingar á ný eftir smávegis saknaðarkast og stúlknamet í sjálfsblekkingu, og þvílíkur hryllingur. Ógeðslegt bragð, það sveið í lungun ég hóstaði þvílíkt. Ég hætti snarlega við að byrja aftur.
Systir mín ásamt skara/ómegð/hópi er á leiðinni til mín, við ætlum á Galito - en ég þurfti að seinka komu okkar þangað. Höfuðborgarbúar eru víst allir úti á götunum núna, á bíl, og tekur sturlaðan tíma að komast á milli staða. Ekki svo mikil umferð á Vesturlandsveginum þó, segir litla systir. Vonandi verður þetta friðsæl útaðborða-stund, þessi dagur hefur verið nógu trylltur. Ég er enn með hjartslátt ... Vona svo að systir mín verði einu sinni til friðs. Nenni ekki að vera útilokuð enn einu sinni frá Galito fyrir slagsmál.
Mynd: Mávarnir ofsaglaðir með leifar páskahelgarinnar.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 160
- Sl. sólarhring: 419
- Sl. viku: 1097
- Frá upphafi: 1520676
Annað
- Innlit í dag: 141
- Innlit sl. viku: 948
- Gestir í dag: 138
- IP-tölur í dag: 138
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.