22.4.2022 | 15:40
Matarvesen tískudrósar
Galito-ferðin gekk bara ágætlega, þannig séð, og hjálplega ljúfa stúlkan sem þjónaði okkur verður okkur eflaust eilíflega þakklát fyrir alla þessa ókeypis hreyfingu sem við veittum henni með pöntunum okkar. Hilda pantaði t.d. girnilegt kjúklingadæmi en bráðatómataofnæmið hennar þoldi ekki að kjúklingurinn hafi verið marineraður í tómatpuré, það eina á matseðlinum sem það átti við, of kors. Ég var með eitthvað svipað, nema hnetuvesen (ekki bráða) og það var ekki einu sinni þvingað brosið á elsku stúlkunni. Heldur ekki þegar yngsta barnið við borðið læsti sig inni á klósetti og gat svo ekki opnað. Jú, jú, henni var fylgt þangað og sagt að það mætti ekki læsa en allir vita svo sem hvernig þetta íslenska kvenfólk er!
Ég fékk mér sushi í stíl við bleika hálsklútinn (sjá mynd) og er ekki frá því að ég hafi vakið mjög mikla lukku fyrir vikið, hjá þjónum og öðrum viðskiptavinum. Þetta á ég til, alveg óvart stundum, en samt. Ég á nánast bara svört föt (praktískt) og alveg geggjað að lífga upp á þau með sterkum litum í skartgripum og nú seinni árin klútum (sem fela undirhöku á smartan hátt), og sjálfsagt að borða líka litríkt. Svart finnst mér nú alltaf töff litur og bjánalegt að segja að fólk í svörtu hljóti að vera þunglynt. Sumir hafa greinilega ekki séð Men in Black! Í fyrradag var ég sambland af þeirri mynd og Pretty in Pink.
Af öðrum matarfréttum ... um daginn nöldraði ég (var hangry) á Facebook yfir pítsu frá ónefndum stað, því stráksi fékk ekki aðstoð við að velja eitthvað annað, ég vildi grænmetispítsu sem var ekki til, en fékk kjúklinga- með sterkri sósu og gat ekki borðað sneiðina. Þetta var bara nöldur í mér, ekki einu sinni sanngjarnt að ætlast til þess að starfsfólkið skipti sér að svona, og ég nefndi ekki fyrirtækið á nafn, þurfti bara samúð ... Svo gleymdi ég þessu þar til var haft samband við mig, dásemdarkona sem spurði fyrst hvort ég hefði verið að meina staðinn sem hún stjórnar, og vildi svo endilega gefa mér gjafabréf ... Veit sannarlega ekki hvort ég eigi það skilið og alveg spurning hvort ég þiggi það, svona eftir á að hyggja, en ég er stórhrifin af þessum viðbrögðum sem gerðu mig glaða og þakkláta. Takk, Birgitta á Sbarro. Svona starfsfólk myndi ég vilja hafa í vinnu ef ég ætti fyrirtæki.
Í gær fékk ég fínustu sumarheimsókn, það kom dásamlegt frændfólk og hafði yngri heimilisköttinn með í för, hana dýrlegu Þoku sem er ársgömul en samt svo lítil, alveg eins og kettlingur. Keli var farinn að leika við hana fyrir rest en hún hafði samt mest gaman af því að ráðskonurassast með þá alla, horfa á þá og hvæsa gribbulega, hlaupa svo í burtu. Þeir nenntu ekki einu sinni að hvæsa á móti, héldu sig bara fjarri. Hún kom í heimsókn fyrir einhverjum mánuðum og þess vegna var allt í lagi, þeir þekktu hana. Hundar eru aldrei vandamál í Himnaríki, þeir lúta höfði í lotningu fyrir köttunum og fá því að halda lífi, en gestkomandi kettir myndu bara uppskera vesen.
Neðri myndin frá miðvikudegininum, sýnir Mosa - og hvítu krúttin, Golíat og Herkúles, með litlu systur. Stór nöfn, stórir karakterar, hugumstórir þar til Krummi the kreisí killer mætir á svæðið. Hann hefur slegið Golíat (sem dirfðist að gelta á hann) engar klær samt eða hvæs, en báðir hvuttarnir óttast hann mjög eftir það. Mosi og Keli, hundavinirnir miklu eru hreinlega hrifnir af þeim hvítu, veit ekki hvaða stælar þetta eru í Krumma sem hlýtur að hafa verið í grennd miðað við óttasvipinn á voffa á myndinni.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 213
- Sl. sólarhring: 296
- Sl. viku: 1150
- Frá upphafi: 1520729
Annað
- Innlit í dag: 191
- Innlit sl. viku: 998
- Gestir í dag: 185
- IP-tölur í dag: 185
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.