Kaffitengt kraftaverk í Himnaríki och pönnukökur

Soroptismaklúbbur pönnsurTalsverđur tími er liđinn síđan úkraínska grannkona mín kom í kaffi síđast. Sonur hennar er kattahvíslarinn mikli, muniđ, en hann var fjarri góđu gamni í gćr ţegar ég bauđ móđur hans í kaffi. Ég átti heitt súkkulađi í potti á einni hellunni og bauđ henni bolla af ţví međ ... pönnukökunum! Langađi ađ taka ţátt í bóndadeginum, keypti besta ţorramat sem ég veit, pönnukökur, og ţađ af Soroptismaklúbbnum sem selur ţćr árlega í miklu magni hér á Akranesi á ţessum degi og ágóđinn rennur ćvinlega til góđs málefnis. Ég ofreiknađi grćđgi okkar stráksa ţegar ég pantađi, svo ţađ var eins gott ađ ég hafđi bođiđ minni ljúfu nágrannakonu í kaffi en hún neyddist nú samt til ađ taka nokkrar pönnsur međ sér í nesti.

 

ATH. Myndin er rammstolin. Ég keypti ekki svona mikiđ. 

 

„Hvađ um einn bolla af góđa kaffinu ţínu?“ spurđi hún eftir ađ hafa klárađ heita súkkulađiđ og ţótt ţetta sé viđkvćmt mál brast ég ekki í grát heldur greindi henni rólega og yfirvegađ frá ţví ađ vélin fćri ekki í gang, ţađ kćmi bara rautt ţríhyrningslagađ ljós í mćlaborđinu og ekkert gerđist. 

„Hmmm, ég er nokkuđ slyng í ţví ađ bilanagreina og gera viđ međ hjálp YouTube,“ sagđi skógfrćđingurinn snjalli og mér leiđ eins og ađ Hildur, gamla grannkona mín, vćri endurfćdd. Sú gat jútjúbađ til gćfu og gagns. Ţegar ég vćldi aumingjalega yfir slćlegri enskukunnáttu minni á tćknilegum orđum sagđist hún geta séđ allt svona í úkraínskum myndböndum, ekkert enskukjaftćđi. Svo settum viđ baunavélina í samband, tókum pressukönnuna, ketilinn og kvörnina í burtu og Svitlana bretti upp ermar. Kaffivélin var sennilega farin ađ nötra og skjálfa og dauđsjá eftir stćlunum, nú ţegar sérfrćđingur var kominn í hús, ţví hún fór í gang eins og ekkert vćri ţegar kveikt var á henni! Ekkert rautt ljós og hamingja mín varđ óstjórnleg. Ég sem var farin ađ sjá fyrir mér ađ taka áćtlunarbifreiđina suđur međ vorinu međ bilađa og ţunga kaffivélina í fanginu og fram ađ ţví lifa á kaffi nánast međ hlóđabragđi.Ţegar guli bjarminn í augum grannkonunnar minnkađi og ţađ komu ekki lengur eldingar frá fingrum hennar, fengum viđ okkur súpergóđan kaffibolla.  

Enn hálkaNákvćmlega núna drekk ég gćđakaffi á međan ég horfi á Liverpool slátra Chelsea ... djók. Kannski ţurfti vélin bara nokkurra daga hvíld. Hún hefur nú samt ekki veriđ ofnotuđ, blessuđ snúllan.

Ađ öđru: Hvernig tilsteikir mađur eiginlega pönnukökupönnu? Ég losađi mig viđ teflonpönnuna og keypti mér nýja alvöru í fyrra eđa hitteđfyrra. Hún hefur veriđ međ vesen frá byrjun, ţađ festist viđ, sama hversu mikiđ smjör er í deiginu eđa á pönnunni.

 

Inga kíkti í örstutt kaffispjall í gćrmorgun, kom međ pönnukökurnar en fékk samt bara bananabrauđ hjá mér. Ég skrifađi nýlega um systur mína sem borđar mjög ósmekklegt ristabrauđ, eđa nánast brennt og hefur sultuna undir ostinum.

Inga vill hafa pönnukökurnar sínar dökkar!!! en mér finnst ađ pönnsur eigi ađ vera ljósbrúnar og ţunnar, eins og mamma gerđi ţćr.

Ţađ er greinilega ofbođslega misjafnt hvernig fólk vill hafa ţćr. Dökkar, ljósar, ţykkar, ţunnar, međ mikilli sultu, lítilli, miklum rjóma eđa litlum ... og ég hrósa pönnsunum sem Inga kom međ ... ekki of mikil sulta eđa rjómi, bara algjörlega mátulegt og bćđi ljósar og dökkar. Tvíburasál mín var greinilega ađ verki ţegar hún útbjó minn skammt.

 

StórsvellHálkan hefur ekki mikiđ látiđ á sjá hér á hinu samt iđulega snjólétta Akranesi og ég sá um hádegisbil ađ skokkararnir hlupu á Langasandi sjálfum til ađ bjarga sér frá fótbroti. Ég hef oft veriđ skömmuđ fyrir áhuga minn á innivist sem hefur bitnađ illilega á útivist minni, ekki síst síđustu vikur. Ég hef alltaf veriđ svona. Man eftir mér ţrettán ára í heimsókn hjá vinkonu á Sóleyjargötu, gegnt BSÍ, hún stríddi mér á ţví ađ ég tók yfirleitt strćtó heim frá henni, á Miklatorg, ţađ voru tvćr stoppistöđvar heim á Bollagötu, götuna nćst Miklubraut í Norđurmýri. Mér finnst óbćrilega leiđinlegt ađ ganga bara til ađ ganga og fć alltaf í bakiđ eftir smástund og ţarf ađ setjast. Mér finnst skemmtilegra ađ fara í rćktina til ađ hreyfa mig. Náttúruhatari? Nei, alls ekki. Ég horfi á suma göngugarpana í kringum mig sem eru á biđlista eftir gerviliđum eđa hafa nú ţegar fariđ í ađgerđ. Veit auđvitađ ekki hvort ţađ er vegna of margra gönguferđa, fjallgöngufíknar eđa er eitthvađ allt annađ. En ţađ er auđvitađ til millivegur - ég fer alveg út og geng - út í búđ, til tannlćknis (leigubíll síđast en bara vegna fk. hálku). Veit ađ Sveinn Waage hatar slabb, ég geri ţađ líka, en ég hata* hálku enn meira.

*Áđur en velmeinandi bloggvinir senda mér skilabođ um óhollustu ţess fyrir sál og líkama ađ hata vil ég láta koma fram ađ ţetta er orđum aukiđ hjá mér, mér er rúmlega mjög virkilega afar meinilla viđ hálku og ţađ nćstversta er slabb. Ţetta er fyrir utan hnetur, möndlur, döđlur og rúsínur - sem minnir mig á ađ rúsínupakkinn er enn einhvers stađar í felum hér í Himnaríki - svakalega ţroskađ hjá henni systur minni ... en hann skal finnast!

 

Miđmyndin var tekin fyrr í dag og sýnir vissulega ört minnkandi svelliđ en ekki nóg ţví ţađ á víst ađ snjóa meira í dag eđa á morgun og ţá byrjar balliđ upp á nýtt. Svo er flóđ, og ţar međ tilvonandi (á morgun) fínasta skautasvell ef ekkert verđur ađ gert, fyrir utan Landsbankann hér á Akranesi. Sjá neđstu myndina sem ég stal án nokkurrar miskunnar af Facebook (sorrí, Guđjón). 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 473
  • Frá upphafi: 1526442

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 408
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Hjúkrunarneminn
  • Sófamorðingi 2
  • Sófamorðinginn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband