Rómantískur stjórnarfundur og góđ kaup á fjalli

Stjórnarfundur í himnaríkiRiddari húsfélagsins er ein af fjölmörgum nafnbótum mínum og svo höldum viđ formađur og gjaldkeri fundina okkar ţriggja oft hér í Himnaríki, eins og til dćmis í gćr. Ég vissi auđvitađ ađ kettirnir myndu heilsa upp á međstjórnendur mína en kannski ekki jafnástúđlega og raun bar vitni. Formađurinn heillađi Mosa upp úr skónum, eđa enn meira en áđur (sjá sönnunargagn 1 - hann liggur til hálfs ofan á gögnum gjaldkerans og malar hátt). Hvort ţetta ţýđi ađ hann langi ađ flytja til hennar hef ég ekki hugmynd um, en sums stađar myndi ţetta kallast lauslćti hjá gaurnum, rómantík, jafnvel ástreitni.

Jú, viđ erum ađ undirbúa ađalfundinn sem verđur á morgun. Ţađ er kominn alla vega einn nýr íbúi, í hinn stigaganginn reyndar, og ţađ er alltaf ćsispennandi. Ţađ er endalaust gaman ađ hitta skemmtilegu íbúana hér, ég datt í nágranna-lukkupottinn ţegar ég flutti í Himnaríki.

 

Nýlega ákvađ ég ađ láta reyna á eitt af ţví skrítna sem fćr ađ viđgangast hér á landi og nýta í leiđinni gáfur mínar og nýfengna snilli í viđskiptum. Ég falađist eftir ađ fá ađ kaupa Skarđsheiđina, eitt fegursta fjall landsins, ég sé ţađ út um bađgluggann hjá mér. Mér datt í hug ađ kalla mig G. Harolds og breytti röddinni í kontratenór (kemst ekki neđar nema fá hóstakast) ţegar ég hringdi í Allt til sölu og kó ehf. ţar sem fćst bókstaflega allt frá súkkulađi til tígrisdýra (eđa er ţađ í Harrods?) Ég millifćrđi síđan sautján milljónir (ég get veriđ svo klók ţegar kemur ađ viđskiptum) yfir á reikning fjallseigandans sem vill svo skemmtilega til ađ er einmitt ađ vinna hjá Allt til sölu ehf. og svarađi í símann. Svo nú á ég fjall. Kvittun og afsal mun berast fljótlega, lofađi inn elskulegi Diddi dökki, eins og hann kallar sig. Reynsla mín segir ţó ađ ţađ geti tafist vegna blýantsnags hins opinbera. Sautján ár og rúmlega ţađ eru síđan ég keypti smávegis landhelgi hér viđ Langasandinn, eđa minn eigin sjó, og hluta af strandlengjunni, og enn er afsaliđ ekki komiđ. Mögulega gćti ţetta skrifast á sífellt skertari ţjónustu hjá Póstinum. Ég átti öll mín póstviđskipti á búđarkassa í Hagkaup á Eiđistorgi um svipađ leyti og ég flutti til Akraness.

Annars frétti ég ađ ţetta vćri allt misskilningur međ kaupin á Skessuhorni. Ritstjóri Skessuhorns og nágranni minn sagđi á Facebook ađ ţetta hefđu veriđ ákveđin mistök, eđa um hvađa Skessuhorn vćri ađ rćđa, og grannkona mín sagđi ađ landiđ sem forríki útlendingurinn hefđi keypt, nćđi smávegis upp á eina hlíđ Skessuhorns, hann hefđi í raun ekki keypt fjall. Mér finnst fyrri skýringin miklu skemmtilegri en ég sé samt ekki hvernig hćgt vćri međ góđu móti ađ byggja ţúsund fermetra hús og sex hundruđ fermetra gestahús viđ Garđabraut ţar sem ritstjórn Skessuhorns er til húsa, eins og kaupandinn hyggst gera. Jafnvel ţótt KFUM-húsiđ á lóđinni hinum megin viđ götuna verđi rifiđ ... sem stendur reyndar til ađ gera, og byggja ţar stóra blokk en ţađ má auđvitađ alltaf breyta ef fjársterkir auđkýfings-jafnvel-útlendingar eru spenntir fyrir einhverju. 

Veđráttuteppi 2016

 

Veturinn 2022-2023 (ekki međtalinn hinn hlýi nóvember) verđur lengi í minnum hafđur fyrir frosthörkur og pikkfasta norđanátt en stöku snjóa til tilbreytingar ... Ég fann mynd frá 2016, af veđráttuteppinu sem ég heklađi ţá, hver litur tengdist hitastigi. Ég man ađ rauđur stóđ fyrir 18 stiga hita og af ţví ađ ég var svo mikill asni ađ velja hádegi sem viđmiđunartíma sést ekki rauđur litur í teppinu. Fjólublár (ég veit, hann er ógeđ međ rauđum) stóđ fyrir 5 stiga frost og kaldara. Ađeins ein umferđ í ţeim lit, mér sýnist ţađ vera 3. janúar sem sá fjólublái kom í teppiđ en ég hefđi fengiđ alla vega ţrjár rauđar rendur (mun ofar og í hćfilegri fjarlćgt frá fjólubláa) hefđi ég heklađ tímann kl. 15 sem var vinsćll ađ velja. Teppiđ varđ langt (og mjótt) enda 365 umferđir, og virkilega hlýtt. Ţetta var skemmtilegt verkefni og minnisvarđi um venjulegan íslenskan vetur - og sumar. 

 

Ég er byrjuđ ađ hlusta á bók nr. 2 í Doggerland-seríunni (Birgitta Birgisdóttir les - og gerir ţađ mjög vel). Ţetta er svo ávanabindandi ađ ég varđ ađ setja mér reglur, hlusta ekki nema viđ húsverkin eđa komin upp í rúm á kvöldin (er nokkuđ of snemmt ađ fara upp í klukkan átta?) Svo sé ég ađ spennandi bćkur eru ađ koma út núna og bíđ m.a. spennt eftir nýrri bók eftir Dean Koontz, á Storytel sem sagt. Kemur vonandi fyrir páska - ţótt mađur skreppi ţá á ögn hlýrri slóđir (Liverpool) ţarf ađ lesa. Alltaf. Fer ekki á leik, ţví miđur, en sennilega skundum vér systur á pöbb og horfum á mögulegan annan 7-0 sigur, og ţá yfir Arsenal. Sćtti mig samt alveg viđ 1-0 eđa 2-1.       


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 1445654

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband