7.9.2023 | 14:28
Óvæntur næturgestur - ævintýrarúmið
Unaðslegt var að leggjast til svefns í gær, á nýja rúminu sem kom seinnipartinn í gær. Líklega hafði ég sofið í klukkutíma, aldrei þessu vant sofnaði ég fyrir miðnætti, þegar barn í nálægri blokk gerði sig tilbúið til að koma í heiminn. Foreldrarnir höfðu verið handvissir um barnið fæddist á meðan þriggja ára stóri bróðir væri í leikskólanum eða um helgi. Einmitt.
Allir bloggvinir mínir vita núorðið hversu mikilvægt ég tel að fólk sé með plan B, alltaf í öllu, en slíkt hefur farið mjög svo dvínandi í þjóðfélaginu með tilkomu tækni sem er dásamleg en getur klikkað. Þegar t.d. lyfjagáttin bilaði fyrir einhverjum mánuðum, skildi ég ekki uppnámið, væri ekki hægt að nota handskrifaða lyfseðla ... en það hefur ekki verið mögulegt mjög lengi, allt komið á netið. Svo ef Pútín (já, ég legg hann í einelti) ákveður að ráðast á innviði okkar erum við ótrúlega viðkvæm fyrir því og allt færi í kaldakol (svo segja tölvunarséníin sem ég þekki). Nú, þegar á að hætta víða með peningaseðla gegn svartri vinnu og þvætti, gagnast kortin lítið ef rafmagn og net fer. Ég gæti auðvitað borgað með kossi í Einarsbúð en efast um að það gengi alls staðar upp.
Hjónin samþykktu með vissri vantrú á nauðsyn þess, að ég yrði plan B, sem sagt ef barnið gerði sig líklegt til að koma á asnalegum tíma, eins og um nótt sem myndi bara alls ekki gerast. Faðirinn hafði samband, einmitt um eittleytið í nótt, ég vaknaði við lágvært bling! og hafði fimm mínútur til að búa mig undir komu tilvonandi stóra bróður. Ég kveið því mest að kettirnir gerðu drenginn ofurspenntan en hann var ósköp góður og alveg til í að lúlla í nýja, fína rúminu hennar Gurríar. Við sofnuðum þó ekki fyrr en eftir tvo tíma. Kettirnir voru bæði hneykslaðir og hissa á þessari innrás sem lyktaði samt alls ekkert illa, komu og þefuðu og lögðust svo til svefns inni í stofu. Ég vaknaði annað slagið með tærnar á drengnum uppi í munninum á mér, fingurna í eyrunum á mér, fætur hans í hryggnum á mér og annað slíkt en hann fór nú samt ekki að slá fyrir alvöru til mín fyrr en um sjöleytið í morgun, allt í svefni samt. Ég var furðanlega hress, og hann líka um hálfníu í morgun svo við vorum samferða stráksa út rétt fyrir níu, hann var að fara í skólann (fær að sofa út á fimmtudögum). Ég hafði hringt í leikskólann áður því vanalega er mæting klukkan átta en við vorum bæði frekar þreytt ... fullur skilningur ríkti á því.
Ég rataði nokkurn veginn á Vallarsel, leikskólann hans, en kunni ekkert á hliðið þar svo við biðum bara róleg eftir næsta foreldri sem kom 14 sekúndum seinna. Það reyndist vera ungur og hress maður sem starði hissa á mig, var með barn en ekki kunnug flóknu opnunarathöfninni sem þurfti til að komast inn, en þegar ég sagði honum að barnið hefði orðið stóribróðir í nótt og ég væri nágranninn sem passaði, lyftist á honum brúnin og hann kenndi mér á galdralásinn sem var svo ekkert flókinn.
Næsta verkefni var að finna deild barnsins ... stór leikskóli, en alls staðar var hjálpsamt fólk sem vissi hvert guttinn átti að fara. Það ríkti mikil ró inni á deildinni hans þrátt fyrir fjölda barna og almennt annríki, það segir rosalega mikið um gæði starfsins, heyrði ég eitt sinn sálfræðing tala um.
Já, þetta var ævintýraleg nótt og ekki grunaði mig að ég fengi félagsskap fyrstu nóttina í nýju rúmi. RB-rúmið fær tíu, ég svaf vel, þannig séð, og bakið hefur verið ótrúlega gott í dag. Ég gekk vissulega löturhægt með drenginn á leikskólann en frekar hratt heim og bakið kvartaði ekkert. Veit vonandi á gott. En eftir þessa nótt er ég orðin ansi fráhverf því að giftast enn einu sinni. Kostir þess að sofa ein í rúmi eru mér nú algjörlega ljósir.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 3
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 1525883
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 457
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.