9.9.2023 | 23:21
Stórskemmtilegt Suðurland í miklum vindgangi
Fimmtudagurinn fór í að verða föstudagur því okkur stráksa var boðið í ferðalag þann dag, eða í ferð sem gæti orðið að sjóferð til Eyja daginn eftir. Við komum heim núna í kvöld eftir tvær nætur í bústað en samt er ekki mánudagur á morgun! Græddum sem sagt heilan dag með þessari lævísi. Stefnan hafði verið tekin á Vestmannaeyjar, í dagsferð í gær, föstudag, en vegna veðurs og vindáttar (suðvestan) fannst okkur réttara að fresta för, sem reyndist rétt, einhverjar ferðir féllu niður því ófært var í Landeyjahöfn, sennilega vegna ölduhæðar.
Sólheimar í Grímsnesi urðu fyrir valinu í gær, fínasta heimaræktað og -brennt kaffi þar, ég keypti ilmandi góða handsápu og nokkur póstkort. Við hittum Ólaf okkar og spjölluðum við hann, sáum að það var verið að rampa allt upp þarna og það var alveg þörf á því, sagði Ólafur okkur. Góður bíltúr þrátt fyrir rok og rigningu.
Á leiðinni til baka í bústaðinn stoppuðum við í Reykholti. Fórum inn í Bjarnabúð þar sem allt fæst. Íbúfen, Húsblanda frá Kaffitári, skóflur, mergjuð olía á stífa og verkjaða vöðva og svona þúsund aðrir nauðsynjahlutir. Á afgreiðsluborðinu lágu súrmjólkur- og mjólkurfernur með miðum á þar sem á stóð: Hverabakað brauð Ernu í fernu. Systir mín gat ekki stillt sig um að kaupa eitt svona rímað brauðstykki en í ísskápnum í bústaðnum átti hún til þetta fína smjör og kringlóttan Havarti-ost. Fyrirhugað var kósíkvöld þar sem átti að horfa saman á mynd um séfferhundinn Max.
Við heimkomu fengum við okkur rúgbrauð með smjöri og osti og nutum þess mjög, enda hvað er betra en hverabakað rúgbrauð með íslensku smjöri og klikkaðslega góðum útlenskum osti? Líklega voru það tvær sneiðar á mann og svo var lagst í leti í sveitasælunni, ég las frekar ofmetna ástarsögu sem ég keypti fyrir nokkrum vikum og kemst ekkert áfram með og hinir fundu sér eitthvað enn skemmtilegra að gera.
Um áttaleytið fór rúgbrauðið að gefa ... úr öllum áttum, eins og maður segir pent um vindgang. Ögn seinna skruppu allir nema ég, fjórir sem sagt, í heita pottinn og mig grunar staðfastlega að um tíma hafi hann breyst í kröftugan nuddpott ... if you know what I mean ... Ég fór inn í herbergið mitt, opnaði gluggann til öryggis, og lokaði dyrunum, en ég er bara of mikil dama til að ... þið vitið, eins og einhver óhemja, svo það voru óþarfar ráðstafanir.
Stráksi hefur alist upp á miklu tepruheimili síðan í mars 2017 svo ég veit hreinlega ekki hvað hann hefur haldið um þennan fret-sumarbústað gærkvöldsins en hann hefur samt verið ansi brosleitur síðan og margir stórgóðir prumpbrandarar bæst í safn Himnaríkis. Mæli ekki með miklu rúgbrauðsáti í sumarbústað, svona í alvöru talað. Vegna tækniörðugleika urðum við að horfa á The Italian Job sem við höfðum svo sem séð áður en hún var samt skemmtileg, Max bíður þar til í næstu Kópavogsferð.
Í dag ókum við um Suðurland, heimsóttum Stokkseyrarbakka á leið okkar til Hveragerðis þar sem átti að snæða snemmbúinn kvöldverð. Mikið var gaman að heimsækja þessa fallegu bæi sem S og E eru og í sjoppunni á Stokkseyri fengum við okkur góðan ís. Þar sveif á mig stórhuggulegur maður. -Þekkirðu mig virkilega ekki? En ef ég segi þér að vinkona þín sé háöldruð stóra systir mín? Og þegar hann hafði loks sagt fullt nafn sitt bar ég kennsl á hann og var virkilega fegin því að hafa ekki spurt hvort við hefðum kannski verið saman í skóla ... Hann er áratugum yngri en ég en samt orðinn of gamall til að birta fæðingarár sitt á Facebook (ég gáði), og of ungur til að vera skítsama, eins og mér. Jamm, Alfreð, skemmtilegi bróðir hennar Elfu vinkonu sem er hreint ekkert háöldruð. Um leið og hann sagði nafn sitt, rann einhver slæða frá andliti hans og ég þekkti hann - auðvitað! Við höfum svo sem ekki hist neitt reglulega, aðallega sést í gegnum ljósmyndir, en samt, Gurrí þó!
Hundarnir og flest þeirra tvífættu fóru í hressandi gönguferð rétt hjá Hafinu bláa. Þar voru sjáanlegar leifar ölduróts gærdagsins í fjarska. Sjá mynd.
Í Hveragerði borðuðum við strangheiðarlegan* mat.
*Skýring: Allt í lagi-matur, frekar gamaldags, og á allt í lagi-verði, það er strangheiðarlegur matur, held ég. Svo héldum við áleiðis heim. Hilda skilaði okkur í Mjóddina og innan skamms birtist leið 57.
Undir stýri sat nýr bílstjóri, ég forvitnaðist um heimaland hans og hann tjáði mér að hann væri hreinræktuð vampíra. -Aha, frá Rúmeníu, sagði ég hrifin. -Þú veist sem sagt, sagði hann og hló blóðsugulegum hlátri á meðan ég fann augntennur mínar titra.
Ungur strákur kom í vagninn rétt fyrir brottför.
Til að bílstjórinn gæti rukkað hann um rétt gjald sagði hann: - Akranes!
- Are you sure? spurði bílstjórinn steinhissa.
- Hmmmmm, heyrðist í móðgaðri Skagakonu í annarri sætaröð til hægri (mér). Ég veit ekki hvort strákurinn skildi brandara bílstjórans, mér fannst hann harla góður - ég held að bílstjórinn hafi svo ekki skilið minn brandara (hummið mitt).
Svo kl. 19.59 stillti bílstjórinn útvarpið hátt sem gladdi stráksa sérlega mikið (ég hefði frekar viljað Skálmöld) og ók sem leið lá til Akraness. Það var sturlað dásamlegt að koma heim til fagnandi kattanna. Nýja rúmið mitt var ekki draumur, eins og ég hafði óttast, heldur blákaldur (hrósyrði) og geggjaður veruleiki sem ég hlakka til að njóta næstu áratugina. Þegar ég vaknaði eftir þessa fyrstu og einu nótt sem ég hef sofið í því, (þó með næturgest) fannst mér næsta morgun eins og stoðkerfi mitt hefði styrkst og eldgömul meiðsl* væru þegar á undanhaldi (*skýring: að sofna í sófa sem var 1,60 m á lengd og ég 1.70 m, og reyna í svefni að rétta úr mér þar til eitthvað lét undan og það var ekki sófinn).
Kemur í ljós í fyrramálið eða einhvern næstu morgna hvort þetta er og verður svona mikil breyting ... ég tel að svo verði.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 1
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 502
- Frá upphafi: 1525881
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 455
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.