30.9.2023 | 16:55
Smámunir og slaufandi langrækni
Leigumarkaðurinn er villtur, alveg eins og hann var á níunda áratug síðustu aldar þegar ég flutti tíu sinnum á fimm árum. Samt var ég draumaleigjandi, gekk vel um, aldrei hávær partí, leigan borguð á réttum tíma og það allt.
Ungt par, tengist ættingja mínum, ætlar að kveðja foreldrahús og fara út á þennan hryllingsmarkað. Það datt aldeilis í lukkupottinn þegar því bauðst fínasta tveggja herbergja íbúð í Ljósheimum og það á ótrúlega góðu verði. Bara verðið hringdi viðvörunarbjöllum hjá ættingja mínum sem bað parið um að fara varlega. Samt munaði minnstu að þau borguðu þriggja mánaða leigu fyrir fram sem tryggingu til að festa sér íbúðina ... og til að fá að skoða hana. Fyrst borga - svo skoða, átti samkomulagið að vera. Það tókst sem betur fer að bjarga unga parinu frá því að lenda í klóm svindlara.
Þegar ég bjó í Æsufelli 6, ágætri íbúð sem var leigð út til hálfs árs, var ég byrjuð nokkrum vikum fyrir flutninga, að auglýsa eftir annarri (vann hjá DV) og man eftir karli sem hringdi og var með ansi hreint ódýra íbúð í þessu sama risastóra átta hæða húsi sem Aspar- og Æsufell er. Annaðhvort var ég ekki nógu tilkippileg í spjalli okkar eða of saklaus til að skilja eitthvað sem karlinn sagði undir rós, að hann missti áhuga á því að leigja mér. Svo komst ég að því löngu seinna að þessi karl var til í alvörunni og átti nokkrar íbúðir. Jæks. Nei, þá var nú betra að flytja milljón sinnum en að lenda mögulega í einhverju óþægilegu rugli.
Það var ekki fyrr en í næstsíðustu leiguíbúðinni sem leigusali minn þar sagði: Ég skil ekki af hverju þú hefur flutt svona oft, þú ert svo ljómandi fínn leigjandi. Hún leigði mér fyrir orð vinar míns, frænda hennar, og leist samt ekkert á í fyrstu að fá einstæða móður sem missti húsnæðið reglulega ... þá áttaði ég mig á því hversu illa þetta leit út, það voru sennilega bara leigjendur sem áttuðu sig á því hve leigumarkaðurinn var ömurlegur, aðrir ekkert endilega að pæla í því. Síðustu leiguíbúðina fékk ég svo í gegnum vinkonu en móðir hennar átti fína kjallaraíbúð við Hávallagötu og leigan þar var enn lægri, enda íbúðin minni. Þar bjó ég þar til ég gat keypt verkóíbúð á Hringbraut, íbúð sem ég seldi svo 18 árum síðar og flutti í Himnaríki þar sem ég hef verið í 17 ár. Ef ég flyt í bæinn á næsta ári er það eingöngu talnaspeki og göldrum að kenna.
Mynd: Drög að smámunasafni. Fræg verk, styttur, byggingar og slíkt í dúkkustærð OG á viðráðanlegu verði. Danska hafmeyjan og Notre Dame sem var í eigu mömmu. Óþekkti embættismaðurinn við Iðnó (Listasafn Reykjavíkur), hljómplata (reyndar diskamotta, fékk nokkrar í jólagjöf), Omaggio-vasi, danski Kay Bojesen-apinn og múmínbolli. Svona er nú hægt að eignast heimsfræga hönnunarhluti. Ég á meira að segja Hugsuðinn eftir Rodin en ekki í smámunastærð. Skima nú eftir góðum stað heima til að hafa smámunina á, þar sem þeir njóta sín en þangað til eru þeir á bókahillu, rétt fyrir neðan bleiku fokkjú-styttuna.
Fólk á Facebook deilir svolítið frétt af Snorra Mássyni, fyrrum fréttamanni á Stöð 2 og frekar sniðugum gaur, sem ætlar að verða ríkur af því að stofna fjölmiðil, segist vera að þessu fyrir peninga og leitar að ríkum og vondum bakhjörlum. Ég hef ekki kynnt mér þetta frekar, hvort þetta sé grínfrétt eða bara nýr hlaðvarpsþáttur, EN ... gleymi samt aldrei hvernig hann tók á frétt um fækkun farþega í landsbyggðastrætisvögnum. Hann skellti sér í Mjóddina og hreinlega taldi stoppistöðvarnar á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eins og þar lægi vandinn. Allt myndi fyllast aftur ef stoppistöðvum yrði fækkað. Það yrði vissulega þægilegt fyrir bílstjórana að fækka þeimm en ekki farþegana. Strætó er nefnilega ekki rúta. Það er allt annað en fjöldi stoppistöðva sem fækkar farþegum. Eins og bara covid, hrunið 2008 þegar fólki var sagt upp í stórum stíl og þurfti ekki lengur að fara á milli Akraness og Rvíkur, hækkun fargjalda, fækkun ferða, hringl með greiðslumáta og fleira. Á meðan þess er krafist að almenningssamgöngur skili gróða er auðvitað allt gert til að auka gróða en minnkandi þjónusta fækkar farþegum. Vonum bara að strætó breytist ekki í rútu.
Mynd: Líka á Facebook. Langsveltir innviðir og hæstánægð stjórnvöld með að við snúumst hvert gegn öðru í stað þess að beina spjótum að þeim - í einu ríkasta landi heims sem hefur sannarlega efni á að gera miklu meira fyrir "okkar" fólk ... og sýna fólki í neyð mannúð. Það er líka vinsælt að láta sem svo að "þetta fólk" vilji bara leggjast upp á okkur.
Ég vil ekki vera langrækin, alls ekki út í strætó eða hinn skemmtilega Snorra þótt hann hafi ráðist að lífsöryggi mínu með því að dissa of mikinn fjölda stoppistöðva, að hans mati (skýring: t.d. hálka, fótbrot á leið út á stoppistöð langt í burtu), en ég mun þó aldrei gleyma misgjörðum Krabbameinsfélagsins í garð kvenna á Akranesi þegar brjóstaskimunin var flutt í bæinn. Hef því ekki keypt Bleiku slaufuna síðan, jafnvel þótt heilsugæslan í Rvík hafi tekið við og haldið áfram að hóa í Skagakonur í stað þess að koma hingað í tvo daga á ári og stuðla þannig að peningasparandi-til- lengdar og lífsbjargandi-heilsuvernd. Björgunarsveitirnar, Kvennaathvarfið, Líf án ofbeldis, SÁÁ og Sundfélag Akraness fá minn stuðning reglulega í staðinn.
Eitthvað fleira til að nöldra yfir, frú Fussríður? Ja, ég get vissulega fussað yfir sjálfri mér fyrir að nota ekki fríhelgina mína til að slaka á og horfa á gera upp íbúðir-þætti á Stöð 2 plús. Lesa uppsafnaða bókabunka, bæði í raunheimum og netheimum, í stað þess að hlusta bara. Neibbs, sannarlega ekki, ég er búin að mæla fyrir hillu til að flytja úr gamla kósíhorninu og setja niður á pallinn fyrir neðan Himnaríki, koma þar fyrir skóm og kannski einhverju fallegu punti líka. Þetta er vandræðastaður sem hefur aldrei verið fínn. Mig langar að klára þetta NÚNA þótt ég sé að hvíla kvartandi bakið með því að henda í blogg. Ég er komin með svarta beltið (bakbelti úr Eirbergi) utan um mig svo ég get nú barist gegn bakverkjum og óréttlæti í heiminum - og mun líka reyna að hreyfa mig hægt, eins og þokkafullur strandvörður á Langasandi. Minnsta mál. Tek myndir fyrir og eftir. Ef þetta kemur illa út, mun ég sennilega ekki sýna neitt ... bara fussa skriflega yfir heimskulegri hugmynd. Maður á samt ekki að kaupa allt, frekar nýta það sem til er, eins og bráðum tóma bókahillu vegna grisjandi hugarfars undanfarið. Gangi mér vel. Íbúfen inni í skáp og sjúklega góð dýna til að sofa á, hitapoki, nuddtæki, ég hef enga afsökun, dríf í að gera þetta.
Jú, enn eitt af Facebook. Maður að nafni Timothy (sjá mynd 3) fékk verðlaun fyrir mjög flott teppi sem hann heklaði. Uppskriftin að teppunum er eftir Tinnu okkar Þórudóttur Þorvaldar (ekki Þorvaldar Þorvalds- og Ólínusonar af Akranesi) sem hefur skrifað alla vega þrjár heklbækur. Peysan sem ég ætla að hekla í Hekls Angels, ef ég get, er einmitt eftir hana. Tinna er með afar vinsæla fb-heklsíðu, Tinna´s Crochet Club, og þar eru gríðarlega margir meðlimir. Sumir halda að ég sé snillingur að hekla en svo er alls ekki. Ég kann að fara eftir einföldustu uppskriftum og framleiddi mikið af treflum og sjölum í jólagjafir. Geta og framleiðslugeta er alls ekki það sama.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.4.): 88
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 810
- Frá upphafi: 1525754
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 732
- Gestir í dag: 80
- IP-tölur í dag: 79
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.