Yngingarmaskína Betu og Framsókn hrósað!

Við sandinn 19. júní 2007Mikill er nú munurinn á því að búa hér á Skaganum varðandi heilsugæslu. Engin bið eftir saumaskap á hné þegar mikið lá við er bara eitt dæmi. Unga konan sem ég valdi sem lækninn minn í morgun sagði að ég yrði að fara í sjúkraþjálfun. Hún áttaði sig strax á því að það er óeðlilegt þegar liðug skvísa er farin að hreyfa sig eins og gamalmenni á tíræðisaldri, slitið af þrældómi og vosbúð. Hún skammaði mig samt ekki fyrir þessa óhóflegu þolinmæði í eitt og hálft ár.

Ég fékk tíma í sjúkraþjálfun í hádeginu og Beta, systir hennar Gauju sem var í mínum bekk í barnaskóla, er sjúkraþjálfarinn minn. Gauja er reyndar vinkona mín og ég fæ alltaf fallegt og yndislegt jólakort frá henni í desember ár hvert. Gaua gaf mér einmitt Cartman-jakkann minn, þennan hlýja og góða og þykka og silfurlita og stutta ... og sem breytir mér í Cartman úr South Park. Sama þótt mjóar lappir standi niður úr honum ...

Kubbur á svölunumTommi í sólinniÞurfti að bíða í klukkutíma eftir sjúkraþjálfuninni og settist út í sjálfan skrúðgarðinn, garðinn fyrir aftan kaffihúsið. Fletti blöðum og spjallaði við fólk. Elskan hún Ingibjörg Pálmadóttir, fv. heilbrigðisráðherra, var í göngutúr með barnabarnið og settist niður ásamt fleirum. Ég man vel eftir árinu sem allir á Skaganum kusu Framsókn, það var þegar Steinunn og Ingibjörg voru í öðru og þriðja sætinu á lista, vinsælar konur sem rifu til sín fylgi. Að sjálfsögðu kaus ég Framsókn. Held reyndar að það sé fullt af góðu fólki í þeim flokki ef út í það er farið. Þekki alla vega tvær dásamlegar manneskjur þar sjálf. Ahhh, mikið er gott að vera svona ópólitísk og geta talað vel um fólk í öllum flokkum. Tók einu sinni símaviðtal við Geir H. Haarde og hann var frábær; kurteis og skemmtilegur ... það þarf ekki meira til að heilla mig. Nákvæmlega sama gerðist í sambandi við Steingrím J., Ingibjörgu Sólrúnu og fleiri. Svo tek ég ákvörðun í kjörklefanum eftir að hafa lesið bæklinga, spjallað við vini og vandamenn og kýs alltaf hárrétt! Heitir þetta kannski skortur á pólitískum þroska? Hehehhehe, það verður þá bara að hafa það. 

Fjöldi barna er á sandinum núna, enda fínasta fjara, sólin skín eins og hún fái borgað fyrir það og kettirnir liggja makindalega í sólinni, Kubbur úti á litlu svölum og Tommi undir öðrum stofuglugganum. Mikið er lífið nú gott! Best að fara að vinna. Verst að eiga ekki fartölvu til að geta setið úti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndisleg stemming hjá þér eins og vanalega.  Er "sóldrukkin" eftir lestur.  Ingibjörg Pálma er flott kona og það eru flottir karakterar í öllum flokkum.  Ég sennilega jafn vanþroska og þú eða erum við svona ofþroskaðar?

Hátíðarkveðjur!

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2007 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha! Við erum kannski ofþroskaðar á þessu sviði ... hahahha! Til hamingju með daginn sömuleiðis, bleika skvísa! Ég er í svörtu að utan en er svakalega bleik að innan. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.6.2007 kl. 14:51

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, það leynir sér ekkert að hér tala bæði lífsreyndar og ÞROSKAÐAR konur!

Soraðir þú ekki á Imbu að fara fram aftur? Framsókn veitti ekkert af ´henni á ný, nú þegar hún er aftur orðin svo spræk, ekki satt?

Og hugsa sér, hér í ónefnda bænum við nyrsta haf, er nákvæmlega sama sólin og blíðan!

En hvað áttu við frk. G? SVört að utan en bleik að innan? Þetta kallast nú tvíræðni sem þú ert nú ekki alltaf hrifin af!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 16:33

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Árans púki eltir mig í dag, þetta átti auðvitað að vera skora á, engin sori!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 16:35

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svartklædd ... en hugsa bleikar hugsanir! Hélt að allir skildu þetta!!! Fannst hún Ingibjörg svo hamingjusöm, kunni ekki við að skora á hana að fara í þessi leiðindi sem stjórnmálin eru. Dáist innilega að fólki sem treystir sér í þessi mál.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.6.2007 kl. 16:38

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Híhí, er bara óþroskaður stráksi, alveg sérstaklega á þessum degi, hélt kannski að þú meintir að þú værir í bleikum sundbol innanundir í dag!

En er sammála um Ingibjörgu, stóð sig oft vel, en gagnagrunnsbröltið, sem svo aldrei varð að veruleika fyrir hönd Kára frænda, reyndist henni mjög erfitt!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 17:35

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er svo dásamlegt þegar kettirnir lúra í sólinni. Þegar mínir kettir gerðu þetta átti ég það til að leggjast á gólfið hjá þeim og grafa andlitið í feld þeirra. Vonandi eignast ég aftur kött.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 19.6.2007 kl. 17:35

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það eru mikil lífsgæði að búa í smáum samfélögum, yndislegur. Ég er sannfærð um að VG hefur verið voða gott við þig líka, er það ekki?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.6.2007 kl. 17:39

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójú, Anna, ég hef bara jákvætt að segja um elskurnar í VG! Það væri nú efni í heila færslu, held ég.

Vona, frú Kristín, að þú munir eignast aftur kött ... þetta eru dásamleg dýr!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.6.2007 kl. 17:48

10 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hljómar dásamlegra friðsælt og huggulegt í Himnaríki. Ég er að sofna þú hefur svo róandi áhrif á mig

Jóna Á. Gísladóttir, 19.6.2007 kl. 17:52

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmmm, skal reyna að vera ögn hressilegri, ekki vil ég svæfa bloggvinina mína! Argggg

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.6.2007 kl. 18:24

12 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þá  er við þjáningar systur í sjúkraþjálfunin Gurri mín

Kristín Katla Árnadóttir, 19.6.2007 kl. 18:29

13 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, kettir eru krútt... Eins og konur!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 21:17

14 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 19.6.2007 kl. 21:49

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Húrra Gurrí!

ÍA - Valur 2-1!

Sé þig hoppa, æpa og öskra í sigurvímunni!

Gaui að gera kraftaverk með þetta "Barnalið"!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.6.2007 kl. 22:10

16 identicon

Til hamingju með daginn! ... og þessar sætu kisur!!! Tommi er nánast eins og bróðir hennar Tyramisu, sem er kisan mín

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 22:19

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 19.6.2007 kl. 23:05

18 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Takk fyrir skemmtilegan pistil og gangi þér sem best í sjúkraþjálfuninni. Knús og passaðu þig á bílunum

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.6.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 44
  • Sl. sólarhring: 89
  • Sl. viku: 682
  • Frá upphafi: 1505973

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 549
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband