Fólkið sem við vinnum með ...

HRÞegar ég vann hjá Húsnæðisstofnun ríkisins á árunum 1995-1998 hitti ég stundum indælan mann sem vildi allt fyrir mig gera þegar ég þurfti á aðstoð að halda. Hann vann á veðdeildinni á 2. hæð og við hjá HR áttum mikil samskipti við deildina vegna útgáfu skuldabréfa og fleira. Það er eiginlega ótrúlegt að hugsa til þess að þessi dagfarsprúði maður, Jón Pétursson, sé nú í fangelsi vegna ofbeldis og grimmdar. Ef gömul samstarfskona mín frá HR hefði ekki sagt mér frá þessu hefði ég aldrei tengt þessa tvo menn saman. 

Aðalstræti 16 þar sem Aðalstöðin varÞótt ég telji mig mjög tryggan starfsmann og hætti helst ekki ótilneydd hef ég unnið á nokkrum vinnustöðum um ævina og þrisvar sinnum þurft að hætta vegna þess að vinnustaðurinn var lagður niður (ekki til að losna við mig, held ég). Aðalstöðin var m.a. lögð niður og breyttist í Gull FM en ég var þó ekki lengi þar þótt frábær manneskja væri yfirmaður minn, Helga Sigrún, sem má varla tjá sig á blogginu sínu án þess að allt verði vitlaust ... 

Nokkra erfiða samstarfsmenn hef ég átt og ég get nefnt tvo sem gengu ekki alveg heilir til skógar. Annar þeirra taldi ákveðið stórslys, þar sem nokkrir létust, þ.á.m. börn, vera hefnd guðs fyrir sína hönd þar sem einn ættinginn hafði gert honum eitthvað nokkrum árum áður. Það væri alveg merkilegt að eitthvert óhapp henti alla þá sem gerðu eitthvað á hlut hans. Hinn var lítið skárri og las eitthvað sjálfhverft út úr öllum atburðum. Svo voru það kjaftasögur og illmælgi sem grasseruðu sums staðar og hefur alltaf pirrað mig ósegjanlega. Ég tala alveg illa um fólk stundum ... eins og hundaníðinga og svona ... Flestir eiga sér þó góða hlið og það er miklu skemmtilegra að velta sér upp úr henni, finnst mér. Þeir eru alla vega miklu fleiri frábærir sem ég hef kynnst á lífsleiðinni í gegnum vinnu en hinir. 

BakaríÞegar ég hætti eftir sjö ára starf hjá DV seint á níunda áratug síðustu aldar og gerðist verslunarstjóri í bakaríi voru það mikil mistök. Þetta var leiðinlegusta vinna lífs míns þótt launin væru hærri. (Væri kannski enn á DV ef ég hefði fengið launahækkunina!) Ég fann fljótlega að ég vildi frekar vera hinum megin við afgreiðsluborðið og sagði upp. Ég græddi þó elskuna hana Möggu vinkonu út úr þessu. 

Held að ég sé núna í skemmtilegasta starfinu til þessa. Vinn með frábæru fólki og þótt það sé alltaf rosalega mikið að gera er starfið einstaklega gefandi.


mbl.is Sagði kynlífið skyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svona getur þetta verið....

Fólk setur upp grímu. Eina fyrir mig, aðra fyrir þig. Þú heldur að þú gjörþekki einhvern og svo kemstu að því að viðkomandi manneskja er einhver allt önnur!

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, það er verulega sjokkerandi að uppgötva svona lagað. Eitthvað hefur farið verulega og alvarlega úrskeiðis hjá þessum manni. Sorglegt, umhugsunarvert, hættulegt.

Anyways, knús á þig, elsku vinnuþjarkur!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.6.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hvar og við hvað vinnurðu núna?

Eva Þorsteinsdóttir, 26.6.2007 kl. 22:20

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mér dettur helst í hug vín. Það getur gert hvern mann vitlausan sem ekki kann með það að fara. Knús á móti til þín og Hrönnsu og Guðmundar. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 22:22

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó, Eva, ég sá þig ekki. Vinn hjá Vikunni núna sem háæruverðugur aðstoðarritstjóri. Allt Húsnæðisstofnun að þakka. Hún var lögð niður, ég fékk biðlaun í sex mánuði sem gerði mér kleift að fara í háskólann og mennta mig í blaðamennsku. Síðan hefur bara verið gaman í vinnunni!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.6.2007 kl. 22:24

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vó hvað þetta er mögnuð færsla.  Hef sjálf unnið á stað þar sem návígi við ofbeldismenn var ansi mikið þe í gegnum konurnar þeirra.  Suma hefði maður aldrei séð fyrir sér að væru forstokkaðir grimmdarseggir en þannig er það nú með flest það sem ljótt er, það sést sjaldan.  Það væri príma ef horn myndu vaxa á þá sem eru umhverfi sínu stórhættulegir.  Leim þetta með bakaríið og eitthvað svo ekki þú eins og mér finnst þú vera.  Gast nottla ekki hamið lúkurnar bak við diskinn (er ekki að segja að þú sért hávær).  Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2007 kl. 22:29

7 Smámynd: Hugarfluga

Lífið í hnotskurn! Maður reynir að velja fólkið í kringum sig eða fá það til að fara með einhverjum ráðum ... hehe. Góð færsla hjá þér eins og þér einni er lagið, Gurrí!

Hugarfluga, 26.6.2007 kl. 23:03

8 identicon

Er einlægur aðdáandi frú Gurríar og bloggsins hennar; einnig kattanna (á 3 sjálf), Himnaríkis og að sjálfsögðu Skagans (er ættuð þaðan).  En rak í rogastans þegar ég las þessa færslu áðan!  Vann nefnilega með nefndum Jóni hjá Veðdeild LÍ í 2 sumur og trúin varla því sem ég las - er þetta virkilega sami maðurinn???  Mér verður bara hálfóglatt við tilhugsunina...  En svona er víst lífið - alltaf að koma manni á óvart!

KBergs (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 09:51

9 Smámynd: gua

Elskulegustu  menn sem ég hef hitt á lífsleiðinni eru einmitt sukkópatar, það er verst að það skuli ekki vera hægt að merkja þá með VARÚÐ á áberandi stað þar sem hornin vaxa víst ekki svo glatt á þá

gua, 27.6.2007 kl. 12:07

10 Smámynd: Jens Guð

  Það er ekki rétt að afsaka ofbeldisfulla hrotta og nauðgara með því að þeir verði vitlausir með víni.   Áfengisneysla gerir engan að sadista.  Manneskja sem er góð sál og ber umhyggju fyrir öðrum breytist ekki í skrímsli við að fá sér í glas. 

  Það eina sem breytist við áfengisneyslu er að það losnar um hömlur.  Sá sem er haldinn kvenfyrirlitningu fer að sýna þá afstöðu í orði og verki.  Sá sem er haldinn kynþáttafordómum fer að missa út úr sér rasísk ummæli.  Og svo framvegis.

  Öl er innri maður,  segir máltækið.  Það er einmitt málið.  Menn fella grímuna.

  Það þarf heldur ekki alltaf áfengi til.  Sumir setja upp grímu út á við en eru fúlmenni innan veggja heimilisins.  Ég kannast við mann sem lamdi börn sín eins og harðfisk.  Hann kúgaði konu sína andlega þannig að hún var alltaf á nálum heima við af ótta við reiðilestur og öskur. 

  Utan heimilis virkuðu þessi hjón öðruvísi.  Kallinn brosmildur og blíður í orðum.  Sagði "góði minn" og "elskan mín" við viðmælendur.  Konan var aftur á móti önug og ég sá þau eitt sinn í Ikea þar sem konan var verulega ókurteis við afgreiðslufólkið.  Af því að ég vissi hvernig málið var heimafyrir áttaði ég mig á því að hún var að fékk þannig út á við útrás fyrir vanlíðanina.   

Jens Guð, 27.6.2007 kl. 22:34

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er sko ekki að afsaka hann, bara velta fyrir mér það gæti verið að öl sé annar maður eða innri maður. Það hefur svo margt verið sagt í gegnum tíðina um þessi mál, ég veit að fólk getur framið óhugnanlega glæpi undir áhrifum fíkniefna. Ótrúleg þessi saga um manninn sem lamdi börnin og kúgaði konuna og var svona elskulegur út á við. Oj, bara. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.6.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 114
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 806
  • Frá upphafi: 1505813

Annað

  • Innlit í dag: 91
  • Innlit sl. viku: 657
  • Gestir í dag: 90
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband