Ofbeldisfull bókagagnrýni?

„Loksins eitthvað almennilegt í matinn,“ sagði Jón Óskar hamingjusamur þegar hann kom út í sólbað í hádeginu. Kjötbollurnar slá alltaf í gegn, stórar og miklar, með sósu, rauðkáli og kartöflumús. Vitrænni urðu umræðurnar ekki í þetta skiptið en oft eru umræðuefnin ansi fjölskrúðug.

Hefur engum dottið í hug að eltingaleikurinn við Salman Rusdie sé vegna þess að hann skrifar svo leiðinlegar bækur? Svo slæmar að gagnrýnendur bregðast þetta harkalega við til að þurfa ekki að afplána fleiri eftir sama höfund. Hef reynt eftir bestu getu að lesa bækur hans en ekki haft erindi sem erfiði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sammála, það langvitrænasta í hádeginu að þessu sinni. Held að kjötbollur úr kjötfarsi séu nú ekkert svakalega hollur matur, Anna mín. Betri þessar heimatilbúnu úr hakki.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 14:19

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Hakkbollur, OK  - Kjötfars, ojbjakk

Bragi Einarsson, 2.7.2007 kl. 14:21

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

mmm, hljómar vel. Allavega ef þetta voru hakkbollur.

Og Gurrí, með Rushdie, ekki samkvæmt kommentum við þessa færslu Stefáns Pálssonar.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.7.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rusdie er jafnleiðinlegast rithöfundur ever.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 14:50

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hildigunnur, ég verð að kíkja oftar á Stefán, góð síðan hans. Þar var nú fólk sem sagðist fíla Rusdie!???!!!!

Fyrir jólin eitt árið mátti ég velja mér bók frá mömmu í jólagjöf (hafði ekki efni á því þá að gefa sjálfri mér bækur) og sagði mömmu að ég væri spenntust fyrir Söngvum Satans. Ég grét af eftirsjá öll þau jól. Kannski er ég bara að hefna mín af beiskju núna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 15:04

6 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mæli með Haroun and the sea of stories. Eina Rushdie bókin sem ég hef lesið og hún er þrælgóð. En kannski er það vegna þess að þetta er barnabók.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.7.2007 kl. 15:23

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, best að gefa henni séns og lesa hana. Takk fyrir ábendinguna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 44
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 682
  • Frá upphafi: 1505973

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 549
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband