2.7.2007 | 14:56
Leyndarmál síðustu viku opinberað!
Hver man ekki eftir sögunni Ég fyrirleit mágkonu mína? úr lífreynslusögudálki Vikunnar? Ein vinkona mín sagði mér þá sögu og ég breytti bara nöfnunum. Þessi vinkona mín mátti horfa upp á tilvonandi mágkonu sína kyssa ókunnan mann sama kvöldið og hún var kynnt fyrst fyrir tengdafjölskyldunni. Endirinn kemur reyndar skemmtilega á óvart ... Einn ávöxturinn út úr því sem gerðist í sögunni í raunveruleikanum er þekktur, rithöfundur og allt! Þori ekki að segja meira ...
Það kemur oft fyrir að ég þarf að verja lífsreynslusögurnar og sannfæra fólk um sannleiksgildi þeirra. Margir halda nefnilega að þetta séu þýddar eða frumsamdar sögur úr dönsku eða norsku blöðunum.Ég gerði lítið annað á meðan. Hver nennir að lesa sögur um t.d. Norðmenn?
Well, jæja, get loksins opinberað það sem ég var að gera í síðustu viku og var svona mikið leyndó.
Ég varð meira að segja að senda Jennýju okkar allra tölvupóst um málið til að hún dæi ekki úr forvitni.Frá og með deginum í dag (eða á morgun eða hinn) má ég kalla mig rithöfund, skáld eða jafnvel hirðskáld. Sjúr, alla vega tók ég saman 50 "gamlar" og vel valdar lífsreynslusögur úr Vikunni sem nú koma út í kilju upp á 250 síður. Elskan hún Steingerður almáttugur skrifaði 18 þeirra á sínum tíma og ég hinar. Mágkonusagan er auðvitað með í bókinni.
Ég vona innilega að þetta slái í gegn svo að ég verði frægur rithöfundur/skáld/hirðskáld þá þori ég kannski að fara að skrifa í alvörunni og senda frá mér bók sem Amy Engilberts spákona sagði tvisvar með löngu millibili að ég myndi skrifa. Kannski átti hún bara við Nafnabók Vikunnar (2005) í fyrra skiptið og Lífsreynslusögubók Vikunnar í það seinna.Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:13 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 29
- Sl. sólarhring: 146
- Sl. viku: 667
- Frá upphafi: 1505958
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 537
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Bravó!
Komin í Ritsmiðaklúbbinn til mín líka til viðbótar Kaffibandalaginu haha!
En innilega til lukku með bókina!
Magnús Geir Guðmundsson, 2.7.2007 kl. 15:24
Takkkkk, ég var að fá hana í hendurnar og hún er æðisleg! Heitir 50 sannar, íslenskar lífsreynslusögur. Jón Óskar og Elín framkvæmdastjóri báðu mig um að árita eintökin sín. Ég roðnaði, slíkur var heiðurinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 15:31
Sigga Kling spáði mér því sama. Þe hvorki meira né minna en frægð vegna bóka minna. Bíð spennt. Á meðan, til hamó með bók. Geturrueggisentkvikindiðípóstkröfu ha?
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2007 kl. 16:03
Það er eflaust allt hægt, mín kæra! Senda bara heimilisfang og´svona í vinnupóstinn, gurri@birtingur.is. Ef þú átt lífsreynslusögu láttu hana fljóta með ... við breytum bara nöfnum og sona.
Er farin að kvíða því að fara heim og hafa kannski enga tölvu. Verð að gá hvort hann nágranni minn sé heima eða bara grípa einhvern nördalegan ungling, þeir eru mestu snillingarnir. (Nördanafnbótin er hrós hjá mér, merkir gáfur)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 16:19
Hjartanlegar hamingjuóskir til þín, elsku Gurrí mín. Hvenær mun bókin koma út? Mig langar sko til þess að fá eitt stykki eintak, það er gaman að sjá að lífið leikur við þig, þú átt það svo sannarlega skilið, þú ert góður penni, og frábær kona.
Ég kem heim í næstu viku, sendu mér endilega símanúmerið þitt á emailið mitt, svo að við getum kannski mælt okkur mót, ég verð í Rvk þann 10, 11, 16, og 17. Vonandi getum við fengið okkur einn kaffibolla eða eitthvað svoleiðis... Til lukku með þetta aftur, elskan, frábærar fréttir
Bertha Sigmundsdóttir, 2.7.2007 kl. 16:57
Nú fatta ég hvaða eiginhandaáritun ég var að biðja um. Þarna sérðu, þú hefðir ekki einu sinni þurft nema hugmynd að bók, þá hefði ég umsvifalaust beðið um átógraf!! Til svo mikillar lukku með bókina! VEIT hvað hún er frábær án þess að hafa lesið svo mikið sem staf. Knúsaðu svo Tomma frá henni Týramísú
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 17:18
Óska þér innilega til hamingju, Gurrí mín! Þetta er bara upphafið. Ég bíð svo eftir sannfræðilegri æviskáldsögu þinni -- þar áttu eftir að fara í loftköstum og skrifa bók sem veldur hlátrasköllum!
Ha det bra!
Siggi Hreiðar
Sigurður Hreiðar, 2.7.2007 kl. 20:13
Til hamingju. Ef sögurnar (eða skáldsagan) sem þú frumsemur verður jafn skemmtileg og bloggin þú stefnir þú í metsölubók.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 21:29
Til hamingju mín kæra. Þetta hlýtur að vera aldeilis frábær tilfinning (ég græn af öfund). Verður ekki útgáfupartí. Útgáfu-bloggvinapartí kannski.
Jóna Á. Gísladóttir, 2.7.2007 kl. 21:48
Einu sinni fyrir ca átta árum var ég beðin um leyfi að vikan fengi að birta lífsreynslusögu frá mér, fram að því hafði ég litið á þetta sem skáldskap en breytti um skoðun eftir þetta, sagan mín hét jólastress, kannski verður hún í bókinni??
Huld S. Ringsted, 2.7.2007 kl. 22:13
Jólastress er reyndar ekki í þessarri bók, Huld, en hver veit hvað finnst þegar leitað verður betur. Ég fann flestar sögurnar inni í tölvunni minni og Steingerður á alveg 36% af bókinni. Þetta hefur verið eitt vinsælasta efnið í Vikunni árum saman og því þótti góð hugmynd að gefa þetta út í einni bók. Ef viðtökur verða góðar kemur út önnur seinna, það finnst mér alla vega líklegt.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 22:20
Vá, mín bara orðin RITHÖFUNDUR!! Til hamingju!
Vilborg Valgarðsdóttir, 2.7.2007 kl. 22:20
Elsku Siggi minn Hreiðar, ekki vissi ég af þér í bloggheimum! Ég á sko eftir að heimsækja þig oft! ... og Jóna, það er alveg spurning um að halda bloggvinaútgáfuteiti við tækifæri, kannski 12. ágúst, smella saman tveimur stórviðburðum, 49 ára afmæli og bók!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 22:22
Hæ Gurrí! Mikið rosalega óska ég þér til hamingju með útkomuna (og þagmælskuna). Og að fiska Sigurð Hreiðar á síðuna þína er auðvitað bara eðlileg afleiðing ;-)
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.7.2007 kl. 22:39
Til hamingju!!!!
og líka með Sigga Hreiðar......?
Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2007 kl. 22:58
Takk !
Steig mín fyrstu spor í blaðamennskunni einmitt hjá Sigga Hreiðari. Ég vann á skrifstofunni hjá DV og Siggi ritstýrði Vikunni. Hann hafði trú á stelpunni! Ég fékk að skrifa nokkrar greinar og þýða draumaráðningargrein sem gerði þetta enn meira spennandi. Það var ekki fyrr en tíu árum seinna sem mér tókst að koma mér í skóla og læra þetta og komst þá í draumadjobbið. Takk, elsku Siggi minn. Þetta var að rifjast upp fyrir mér. Skemmtileg tilviljun að Vikan sé vinnustaðurinn núna!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 23:13
Þetta er nátturulega hrein snilld, að fara hringinn og grafa upp lífssögur.
Var það Svampurinn sem kom í heimsókn, að fá þig til að hætta að blogga?
Hvaða skóla fórstu í til að læra að ritmennsku?
Þröstur Unnar, 2.7.2007 kl. 23:22
Þessi færsla átti nefnilega ekki að fara hér, heldur næstu á eftir.
Þröstur Unnar, 2.7.2007 kl. 23:25
Svampurinn, bloggóvinur minn? Onei, hann Gary söngvari með Rick Wakeman var grafinn upp til að fá mig að hætta að blogga um ástina í lífi mínu, Röddina.
Ég fór í hagnýta fjölmiðlun í Háskóla Íslands. Mjög, mjög skemmtilegt ár!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.7.2007 kl. 23:41
Alltaf svo gott að eiga þannig menn að. Þyrfti að vera einn á hverjum vinnustað!
Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2007 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.