Íslenska útgáfan af svona föður ...

Mér finnst 14 ára fangelsisdómur yfir manni sem hefur nauðgað dóttur sinni mörg hundrum sinnum allt of vægur. Vonandi taka samfangar hans "vel" á móti honum. Venjulegir fangar fyrirlíta barnaníðinga, eins og oft hefur komið fram í fréttum.

Fyrir mörgum árum tók ég viðtal við konu sem var nauðgað af föður sínum frá því hún var fimm ára og til tíu ára aldurs, eða þar til hún hafði vit eða kjark til að mótmæla harðlega sjálf. Einhverra hluta vegna missti hann kjarkinn gagnvart henni við þetta en sneri sér að öðrum börnum.

Pabbinn hafði umgengnisrétt við dóttur sína aðra hverja helgi og hún var orðin snillingur í að fela sig heilu og hálfa laugardagana, sat jafnvel hreyfingarlaus í felum inni í þvottahúsi klukkutímum saman bara til að sleppa við að hitta pabba sinn og fara í "bíltúr" með honum. Raunum hennar lauk ekkert þegar pabbi hennar hætti að nauðga henni, heldur átti hún afar erfið unglingsár þar sem sjálfsmatið var í núlli og stundum þyrmdi svo yfir hana að sjálfsmorð virtist eina lausnin. Sem betur fer varð aldrei af því. Það var ekki fyrr en hún leitaði sér hjálpar á geðdeild sem hún fór að vinna úr skelfilegri æskunni. Stígamót voru ekki komin til sögunnar þá, ef ég man rétt.

Löngu seinna var reynt að kæra þennan mann en án árangurs. Ekki veit ég betur en hann hafi gengið laus alla tíð.

Þvílíkt sem ég dáðist að þessarri konu, og geri enn, sem kom fram undir mynd og nafni í viðtalinu (Vikan, sumarið 2001) og ég háskældi á köflum á meðan ég skrifaði það. Ég hugsa stundum til litlu fimm ára stelpunnar sem þorði ekki að segja neinum frá og þurfti að þola þennan hrylling næstu fimm árin. Það er svo sárt að vita að þarna úti séu börn sem upplifa þetta án þess að nokkur viti og líka að þegar börnin eru orðin fullorðin og búin að vinna það vel í sér að þau treysta sér til að kæra þá er málið fyrnt og glæpamaðurinn sleppur.


mbl.is Nauðgaði dóttur sinni mörg hundruð sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Æi Gurrí. Maður er alveg búin að fá nóg af öllum þessum hryllingi. Er eitthvað svo ráðþrota.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2007 kl. 22:18

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einmitt, ráðþrota er orðið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Þetta er svo óhuggulegt að engu tali tekur! Ég segi með þér, ég vona að "vel" verði tekið á móti óberminu í fangelsinu

Vilborg Valgarðsdóttir, 5.7.2007 kl. 22:29

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég er sammála þér í því að þetta er of vægur dómur fyrir svona hræðilegan glæp, en hversu oft sér maður svona "langan" dóm á Íslandi fyrir kynferðisglæp? Hefur það nokkurn tímann komið fyrir?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.7.2007 kl. 22:47

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já ég gat ekki einu sinni bloggað um þetta.  Gengur frá manni dauðum.  Mér fallast hendur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 22:50

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég æli.  

Þröstur Unnar, 5.7.2007 kl. 22:54

7 Smámynd: Elín Arnar

Það sem ég skil ekki er af hverju í ósköpunum er þetta svona algengt eins og raun ber vitni? Það finnst mér óhugnalegast af öllu, hvað úrkynjunin er algeng

Elín Arnar, 5.7.2007 kl. 22:55

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já eða þessi afsökun.."greyið" hann varð fyrir kynferðislegri misnotkun þegar HANN var lítill...og þess vegna hagar hann sér svona ömurlega gagnvart varnarlausum börnum...hvernig stendur þá á því að það séu ekki fleiri gerendur konur sem eru miklu fleiri þolendur??? Þessi kenning stenst bara ekki!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 22:59

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Er ekki bara málið Elín að við erum farin að fylgjast betur með. En gætum gert miklu betur. Held þessi úrkynjun hafi alltaf verið til.

Þröstur Unnar, 5.7.2007 kl. 23:01

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Katrín, það er ekki afsökun heldur skýring á mögulegri hegðun. Góð spurning þetta með að konur séu færri gerendur.

Þröstur Unnar, 5.7.2007 kl. 23:04

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svona menn ættu ekki að fá að kallast pabbar. Það er móðgun gagnvart öllum alvörupöbbum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 23:47

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ef ykkur finnst fjórtán ár stuttur dómur, spáið þá í það hversu "langan" dóm þessi maður hefði fengið á Íslandi. Miðað við aðra dóma hérlendis hefði hann kannski fengið 1 - 4 ár, eða jafnvel minna.

Héraðsdómur Norðurlands dæmdi t.d. mann nýlega fyrir kynferðisbrot gagnvart ÞROSKAHEFTRI dóttur sinni og hann fékk bara þrjú ár, þó að þetta væri ekki fyrsta brot. Maðurinn var áður dæmdur fyrir 16 árum í aðeins fimmtán mánaða fangelsi fyrir að brjóta gegn sömu dóttur ítrekað.

Svala Jónsdóttir, 6.7.2007 kl. 00:59

13 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Mér hefur alltaf fundist fáránlegt hversu stutta dóma menn/konur fá fyrir kynferðisbrot, mér finnst það skammarlegt. Þó svo að sum fórnarlömb ná sér að sumu leyti, þá verða fórnarlömbin aldrei söm við sig, ALDREI. Þetta er sálarmorð, og ber oftast nær í för með sér lágt sjálfsálit, þunglyndi, sjálfsmorðshugleiðingar, og margar ungar stelpur enda með að hafa mikið af skyndikynnum sem unglingsstelpur og ungar konur.

Mér finnst að þegar svona er brotið á börnum að gerendur eigi að fá lífslangt fangelsi, með engum möguleika á að komast út, það á virkilega að læsa svona gerendur inní fangelsi og kasta í burtu lyklinum, mér er alveg sama þó að sumir gerendur voru sjálfir/ar fórnarlömb kynferðisofbeldis, það breytir engu í minni bók, mér finnst ekki að það sé nóg ástæða til þess að minnka dóminn gegn þeim.

Því miður sjáum við meira um svona mál nú til dags, en ég held að það sé aðallega af því að foreldrar eru byrjaðir að tala um hvað er óviðeigandi við börnin sín, og börnin skilja (því miður) betur að það má enginn snerta kynfærin sín. Það er sagt hér í Bandaríkjunum að ein af hverjum þremur stúlkum er misnotað/nauðgað. Hræðileg prósenta, og ég á þrjár stúlkur, get ekki ímyndað mér að eitthvað svona geti komið fyrir þær. KNOWLEDGE IS POWER er sagt hér, og við verðum að tala við, kenna, bara ræða málin við börnin okkar, bæði stráka og stelpur, því að kynferðisbrot eru framin gegn öllum börnum.

Verndum börnin okkar eins vel og við getum, og ræðum við þau um hvað er óviðeigandi, og að þau geta sagt foreldrum sínum ALLT, meirihluti af börnum sem eru misnotuð segja aldrei neitt við neinn, fyrr en mörgum árum síðar...og það er staðreynd.

Sorglegur og óhugnalegur heimurinn sem við búum í, sama hvar við búum.

Bertha Sigmundsdóttir, 6.7.2007 kl. 01:17

14 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sjúklegt!

Halldór Egill Guðnason, 6.7.2007 kl. 03:36

15 Smámynd: Ólafur fannberg

minnst lifstíðardómur fyrir svona lagað Dómskerfið hér er barasta rugl

Ólafur fannberg, 6.7.2007 kl. 08:18

16 Smámynd: Karolina

Verð brjáluð þegar að ég les svona, hvað er að svona mönnum ??? Hvernig er hægt að misnota börn,, finnst það hryllilegasti glæpur sem til er--------Sjúkt og svo eru dómar yfir svona glæpamönnum allt of vægir  

Karolina , 6.7.2007 kl. 08:58

17 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Svona fréttir lama mann einhvern veginn - kannski sem betur fer - annars væri ég t.d. úti með búrhnífinn og tæki að mér að skera hina ýmsu útlimi af svona mönnum - fyrir lítinn pening.  Annars hef ég velt fyrir mér hvað þurfi að gerast svo að dómarar hér heima nýti refsirammann sem þeir hafa - ætli þetta þurfi að gerast í þeirra fjölskyldu - eða að eitthvað komi fyrir þeirra börn..... Það er ekki eins og þeir geti ekki dæmt til þyngri refsingar - þeir gera það bara ekki...... Og ég spyr - af hverju ekki??

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 6.7.2007 kl. 09:04

18 identicon

Stuttir dómar á Íslandi eru staðreynd sem við verðum að búa við þangað til annað af tvennu gerist.  Dómarstétt landsins verði nauðgað, litlar líkur á því.  Alþingi Íslands horfist í augu við það að íslenskt dómskeri sé fullt að pólitískt skipuðum undirmáls lögfræðingum og setji ekki hámarks refsiramma heldur lámarks refsiramma, lágmarks refsing 10 ár að viðbættum 2 árum viðbættum fyrir hvert ár sem þolandi er undir lögaldri.  Þá væri lágmarksrefsing fyrir að nauðga 5 ára barni 22 ár, sem skattborgar er ég tilbúinn að borga aukalega fangelsisskatt til að standa undir auknum kostnaði vegna gæslu svona undirmáls manneskjum. 

Björn Jónasson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 11:49

19 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ef til vill þarf að taka þessa dómara í rassgatið svo þeir skilji alvöru nauðganna.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.7.2007 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1506035

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 521
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband