Furðulegt háttalag kattavinar um morgun

Of hátt stillt útvarp orsakar margtAlveg furðulegur fjandi kom yfir mig í strætó í morgun. Aðstæður voru þannig að góðlega konan (sem ég held að sé þroskaþjálfi) hafði hlammað sér fremst og hjartahreini (hélt ég) djákninn tróð sér fram fyrir mig og settist hjá henni. Að vanda hafði móðirin, sem ekkert er fyrir börn, skellt sér hinum megin við ganginn með óbundið barn sitt svo að ég þurfti að setjast aftar. Þreytan var líka að yfirbuga mig og syfjan ... mér hafði reyndar tekist að klæða, bursta og það allt á tíu mínútum án þess að nokkurt stress væri í gangi, fumleysi einkenndi athafnir mínar, eins og svo oft.... Jæja, byrjar svo ekki útvarpið í strætó að baula beint inn í eyrað á mér. Sem betur fer var það Rás 2, annars hefði ég andast þarna í sætinu. Mér fannst einhvern veginn svo óyfirstíganlegt að losa öryggisbeltið, fara alla leið fram í til Tomma og biðja hann um að lækka. Hávaðinn var of mikill til að ég gæti kallað ...

Súkkulaði ... nammmmmmÞá byrjaði þetta skrýtna að færast yfir mig og ég skildi fyrst ekki hvað þetta var ... það var ekki fyrr en á Kjalarnesinu, rétt eftir göngin, að ég fattaði að þetta var VÍSIR AÐ GEÐILLSKU! Það er tilfinning sem ég hef ekki fundið fyrir mjög lengi, mjög, mjög lengi! Nú, í stað þess að láta það bitna á samferðamönnum mínum reyndi ég að hugsa um eitthvað skemmtilegt, eins og brúðkaupið sem ég er að fara í á morgun, hjá elskunni minni henni Önnu Ósk sem ég hef þekkt síðan hún fæddist. Það er svo langt síðan ég hef farið í brúðkaup ... ekki síðan á Gay Pride í hittiðfyrra (gagnkynhneigt brúðkaup) þarna þegar ég varð fyrir móðgun sama dag í Lífstykkjabúðinni sem hefur markað mig ævilangt, ... að ég veit ekki alveg hvað ég á að kaupa í brúðargjöf. Ég var svo blönk í hitt skiptið að ég hafði bara efni á því að kaupa matreiðslubókina Súkkulaði sem vakti reyndar ógurlega lukku og var ein af fáum gjöfum sem ekki var skipt ... en ég er aðeins ríkari núna.

Ef ykkur, hjartkæru, fallegu bloggvinir, dettur eitthvað sniðugt í hug til að gefa í brúðkaupsgjöf þá er heilt kommentakerfi hérna fyrir neðan sem bíður eftir gáfulegum athugasemdum ykkar.

Hætt að vera geðvondÁ leið út úr strætó laumaði ég því að Tomma að taugar mínar hefðu verið orðnar úfnar eins og gaddavírsgirðing eftir útvarpsofbeldið  ... og Tommi varð eiginlega alveg miður sín ... hann sagði að þetta væri hipparútan með sérkerfi fyrir farþegana og málið væri bara að biðja um lækka ...

Geðillska mín gufaði endanlega upp þegar mér hafði tekist að eyðileggja daginn fyrir Tomma ... en ég gaf honum samt DV-ið mitt í kveðjuskyni. Á móts við Harðviðarval fann ég að kramdi fóturinn var óðum að jafna sig og heltan á undanhaldi. Líklega verð ég að labba niður á Skrúðgarð á morgnana til að geta notað samgöngutækið strætó (og sitja fremst) ... eða biðja Betu sjúkraþjálfara um túrbómeðferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það bjargaði lífi mínu að þetta VAR RÁS 2. Lesa betur, Anna!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 09:21

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nú þér eruð sem sagt mannleg frú Gurrí! Til hamingju með geðvonskuvísinn.  Bráðnauðsynlegur skapgerðarbrestur á hvert heimili.  Ég er komin með ógisla miklar áhyggjur af barni konunnar sem er ekkert fyrir börn.  Geturðu ekki beðið Tomma að skipta henni að setja öryggisbelti á barnið.

 Varðandi brúðkaupsgjöf þá er Kamasútra afskaplega vinsæl gjöf í minni fjölskyldu

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 09:43

3 Smámynd: Elín Arnar

Já hún er sko mannleg. hahahahah Það þýðir ekkert að vaka alla nóttina á Netinu og skilja svo ekkert í því af hverju maður er geðstirður í vinnunni daginn eftir. :) hehe

Annars ef ég hugsa út í það þá hef ég aldrei séð þig geðstirða Gurrí mín og erum við nú búnar að vinna saman í meira en ár. 

Elín Arnar, 6.7.2007 kl. 09:50

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Alla nóttina? ALLA NÓTTINA? Hmmm, fór að sofa upp úr miðnætti, held ég, sem er samt tveimur tímum of seint!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 10:01

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott þú ert orðin góð aftur. Ég fann þessa sömu tilfinningu læðast að mér í morgun. Gat hins vegar ekki varpað henni yfir á Tomma. Þannig að ég er bara enn.....

Hrönn Sigurðardóttir, 6.7.2007 kl. 10:24

6 Smámynd: svarta

Ég fékk taflborð og taflmenn í brúðkaupsgjöf (já og þetta var gjöf fyrir bóndann líka). Eina gjöfin sem ég man eftir og frá hverjum. Síðan gaf ég vinkonu minni bók sem mig minnir að heiti: Living with men. Þetta er einskonar gamaldags eiginkonuhandbók. Gaf kallinum hennar ekkert. Þekki hann lítið.

svarta, 6.7.2007 kl. 10:25

7 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Gefðu þeim lautarferð. Lítinn dúk, nesti og áhöld með heimatibúnu korti af t.d. Elliðaraárdalnum með merktri leið að borði eða rjóðri, dagur að eigin vali.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 6.7.2007 kl. 11:50

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Góðar hugmyndir allt saman! Sjálf hef ég aldrei komið í Elliðaárdalinn og yrði að búa til bullfjársjóðskort ... heheheh, það væri nú fyndið.

Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 12:16

9 Smámynd: Ólafur fannberg

gefðu þeim gullfiska hehehe

Ólafur fannberg, 6.7.2007 kl. 13:05

10 Smámynd: Elín Arnar

Gurrí þú ert ekki orðin neitt smá fræg. Þú varst á forsíðunni á mbl. áðan! Hvernig get ég orðið svona fræg?????? Svo er ég búin að bíða samviskusamlega við símann í allan dag og það bólar ekkert á tilboðum bókaútgefanda í útlöndum. Ég er svoldið svekkt! Þú varst búin að mæla með þessu og segja að lífið myndi gjörbreytast um leið og maður skráði sig inn á moggabloggið.

Elín Arnar, 6.7.2007 kl. 13:50

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Elín mín...blogglífið er eins hverfult og hitt þarna úti. Hvernig heldurðu að sjálfsmyndin þín væri ef það sama kæmi fyrir þig og kom fyrir mig. Daginn sem ég byrjaði að blogga var égg 284. frægasti bloggarinn.hoppaði svo upp, upp, upp, alveg inn á topp næstum því fimmtíu eitt skiptið..og núna 44.000 heimsóknum síðar er ég fyrir utan 400 frægra manna múrinn!!!  Það sigla ekki allir á toppinn eins og Gurrí...en það er líka af því að Gurrí er Gurrí. Gurrí mín ég hef engar áhyggjur af brúðargjöf en hef meiri áhuga á að finna handa þér afmælisgjöf því ég fékk vitrun í gær..sá mig standa í himnaríki með fullan munninn af gómsætri baruðtertu svo æég held að ég hljóti að verða í afmælisveislunni í ágúst. Ég er með mjög flotta hugmynd um afmælisgjöf fyrir þig...jamm!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 14:01

12 Smámynd: Elín Arnar

Jæja. Frægðin er fallvölt hvort eð er. Sjáið bara Britney spears!!

Elín Arnar, 6.7.2007 kl. 14:06

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég vildi að ég þekkti ekki geðillskuna þegar hún læðist upp að mér. Því miður er það ein af fáum tilfinningum sem ég þekki úr mílufjarlægð

Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 14:20

14 identicon

Tek undir mannlegheitin - og þetta með frægðina - átógraff takk!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 14:50

15 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Mikið vildi ég að ég væri eins geðgóð og þú Gurrí mín. Kannski þú ættir að halda námskeið á blogginu þínu. Gefa okkur þessum geðverri góð ráð um það hvernig á að bægja þessum fjanda frá. Og svo ættirðu að skrifa nýja reynslusögubók. Þessi myndi heita: Sögur úr Skagastrætó.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.7.2007 kl. 15:45

16 Smámynd: Elín Arnar

Mér finnst ég full neðarlega á vinalistanum hjá þér. Er þetta eitthvað staitment?!  :)

Elín Arnar, 6.7.2007 kl. 15:57

17 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, sorrí, þú ert svo ný, verður að sanna þig. Ekki gráta!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 15:58

18 Smámynd: Elín Arnar

Já ég var svona að spá í hvort það væri kannski komin þörf fyrir nýjan aðstoðaritstjóra.

Elín Arnar, 6.7.2007 kl. 16:00

19 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kæri ritstjórinn minn. Hvernig læt ég, auðvitað ferðu með ljóshraða upp "vinsældalistann". Just you wait! Annars elska ég alla jafnheitt á listanum ... þeir síðustu eru kannski fyrstir í huga mínum ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 16:02

20 Smámynd: Elín Arnar

Ég skal þá fækka vinnustundunum niður í 100 klst hér eftir úr 153

Elín Arnar, 6.7.2007 kl. 16:09

21 Smámynd: Bragi Einarsson

Setja góðar óskir og lukku í krukku, búa til límmiða með fallegum orðum og gefa þeim. Slær í gegn, vertu viss! Og kostar ekki mikinn pening.

Bragi Einarsson, 6.7.2007 kl. 16:09

22 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Á viku? Vá, takkkk, Elín.

Góð hugmynd, Bragi!

Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 16:15

23 Smámynd: Kolgrima

Þetta er óborganlegt! Ég er viss um að þú finnur eitthvað glaðlegt, gagnlegt, töff og gott handa brúðhjónunum - en... við fengum mjög falleg sængurver í brúðargjöf, svona sem ég myndi aldrei tíma að kaupa handa sjálfri mér. Nytsamur munaður  

Kolgrima, 6.7.2007 kl. 17:04

24 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ársáskrift af Vikunni Gurrí.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 17:26

25 Smámynd: Þröstur Unnar

Mér finnst nú prívat og persónulega að Skagamenn ættu að vera efstir á þessum eftirsótta lista Frú Gurríar.

Þröstur Unnar, 6.7.2007 kl. 17:30

26 Smámynd: Þröstur Unnar

What ? það er búið að henda mér út.

Þröstur Unnar, 6.7.2007 kl. 17:32

27 identicon

Hahahahahahahahahhahahahahah Tómas Rúnar og Rás 2 í botni, það er sko eitthvað sem ég kannast við. Getur gert mann vitlausan með því að spenna útvarpið alltaf í botn, Var stríðsástand milli okkár í sumarbústað einu sinni...hann hækkaði ég kom og lækkaði. Hann hækkaði yfir hávðan í krökkunum, ég var að verða vitlaus á öllu saman.....þetta var sko stríð yfir útvarpi.

Magga (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 17:32

28 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eða bara gjafabréf.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2007 kl. 19:03

29 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þröstur, henda þér út??? Aldeilis ekki, þú hækkaðir mjög hratt eftir að ég sá myndina af himnaríki á blogginu þínu. 

Ég ætla í Kringluna á morgun og finna flotta gjöf ... hef allt í huga sem hér hefur verið nefnt.  

Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 19:10

30 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvernig líst þér á ÍA bol með áritun GÞ í brúðargjöf?

Þröstur Unnar, 6.7.2007 kl. 19:13

31 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Stórkostlega ... Anna Ósk er fædd og uppalin á Skagnum. Held að mannsefnið sé Hafnfirðingur en samt ágætur ...

Guðríður Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 19:23

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert of kurteis Guðríður.  Ég er viss um að kona með þinn bakgrunn (allir sperra augu og eyru) gefur ekki fólki "kammann" í brúðkaupsgjöf og það er ekki einu sinni kommenterað á hugmyndina.  Annars eru þetta bráðskemmtilegar umræður hér í kommentakerfinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 23:11

33 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæl, Gerðu eins og litla stúlkan gerði.  Settu kossa, knús, væntumþykju og ást í kassa og pakkaðu inn.  Yndisleg gjöf. Ef fólk á nóg og er búið að vera í sambúð lengi er sniðugt að gefa Geit, í Afríku fæst hjá hjá Rauða krossinum eða kirkjunni  Geitin er gefin í nafni brúðhjóna  já hver toppar þetta::  Reynitré sem þau gróðursetja sjálf sem merki um blessað samband.... Toppið þetta. 

kveðja,  p.s  alltaf er jafn gaman að lesa bloggin þín

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.7.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 580
  • Sl. viku: 2461
  • Frá upphafi: 1457330

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 2047
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband