Grillarinn Úlfar, Írskir dagar og heimsókn Freyju

ÚlfarHann Úlfar kokkur á Gestgjafanum býr í Mosfellsbæ og fannst ekki mikið mál að skutla mér á stoppistöðina mína á leiðinni heim. Úlli er mikill dýramaður sem hætti m.a. í golfi til að geta einbeitt sér að kanínunum sínum! Hann og fjölskylda áttu eitt sinn glæsilegan kött sem var svona næstum því inniköttur. Hann hætti sér stundum út í Grafarvoginum þar sem þau bjuggu og eitt sinn lenti hann í skelfilegum slag við frekan fresskött úr nágrenninu. Konan hans Úlla sagði blíðlega við kettina: „Svona, hættið þessarri vitleysu!“ en Úlli greip blautt handklæði og bjó sig undir að skilja þá að með því að slá til þeirra. Ekki vildi betur til en svo að konan hans beygði sig eitthvað og varð fyrir handklæðinu. Hún datt niður ... ómeidd en nágrannarnir öskruðu úr hlátri yfir þessu fyndna fólki sem nýflutt var í hverfið. Bakgarðarnir voru í einni hrúgu, svona eins og sameiginleg lóð. Freki fresskötturinn kom ekki framar inn á yfirráðasvæði glæsikattarins.

GrillEinu sinni sem oftar grillaði Úlli. Nágrannarnir, sem líka voru úti að grilla, fylgdust spenntir með þessum fræga sjónvarpskokki, sem hann var þá. Allt gekk vel. Úlli var með fjórar litlar nautakjötssneiðar sem hann bjóst svo sem ekkert við að þurfa en skellti þeim samt á grillið, sneri þeim við eftir smástund, slökkti á grillinu og lokaði því. Hálftíma seinna opnaði hann grillið til að tékka á málum, og fjórar eldsúlur stóðu upp í loftið við mikla gleði grannanna. Hann hafði sett grillið á hæsta í stað þess að slökkva á því!

Tommi kom eftir smástund á strætó þótt heill hálftími væri í brottför og ég náði sætinu mínu! Rúntaði með honum inn í Mosfellsdal og til baka í Mosó þar sem ungarnir hans (farþegarnir) komu fljótlega með leið 15. Tommi sagði mér að mikill viðbúnaður væri fyrir Írsku dagana nú um helgina. Við fáum heilan hasshund og allt til að þefa af farþegunum, enda er pínuoggulítið um drykkju og dópneyslu ungmenna (undir 18 ára) á svona skipulögðum „fjölskylduskemmtunum“ sem eru nánast um hverja helgi yfir sumartímann.

Brosmild FreyjaLítil hætta er þó á því að ég verði handtekin á morgun. Elskan hún Steingerður ætlar að koma með mér á Skagann og taka Freyju með. Kannski við viðrum voffa á Langasandinum. Flóð verður líklega um kvöldmatarleytið svo að við ættum að ná smá sandræmu. Steingerður vill helst ekki leggja á kettina mína að fá Freyju í heimsókn en Freyja lítur á ketti sem skemmtileg þroskaleikföng, enda á hún tvo ketti sjálf; Matta og Týru. Akkúrat núna er ég að horfa á mann með ansi fjörugan sjefferhund niðri á sandi.

Stal þessarri stórkostlegu mynd af blogginu hennar Steingerðar. www.steingerdur.blog.is  



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Arnar

Jæja frú Guðríður, hvernig hefurðu það í Himnaríki? Nú erum við ekki bara að vinna saman heldur líka mögulega bloggvinir. Hvernig eignast maður eiginlega svona bloggvini?

Elín Arnar, 5.7.2007 kl. 22:07

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég er þegar búin að senda þér beiðni um bloggvinskap Eins gott að þú takir mér, annars verður ástand í vinnunni á morgun!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 22:21

3 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

O, ég hlakka svo til að sjá þig að ég er að verða vitlaus. Ég fer upp á Skaga ligga ligga lá.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.7.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 586
  • Sl. viku: 2458
  • Frá upphafi: 1457327

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 2044
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband