Þyrnirós ...

ÞyrnirósHvernig í ósköpunum er hægt að sofna klukkan 19 á miðvikudagskvöldi og sofa af sér mest spennandi leik Landsbankadeildarinnar EVER, sérstaklega þar sem ég bý við hliðina á íþróttavellinum. Þar að auki missti ég af fyrri hluta framhaldsmyndar Stöðvar 2 sem fjallar um náttúruhamfarir, jörðina að farast, fljóðbylgjur og læti ... ??? Ég er vitlaus í náttúruhamfarir, læt mig meira að segja hafa það að horfa á illa leiknar, lélegar svona myndir, bara til að fá útrás fyrir þennan kinkí smekk.

astral-body-awake-1969Það kemur vissulega fyrir að unglingurinn í mér tekur völdin og vill sinn svefn og stundum kemur það fyrir á miðvikudagskvöldum vegna sérlega kvenmiðaðrar sjónvarpsdagskrár (sem ég þoli ekki, Oprah, kvensjúkdómaþættir og væl) en nú var þetta afar ósmekklega valinn miðvikudagur. Ég ætlaði að horfa á leikinn af svölunum mínum og hefði getað hlustað á lýsinguna á Sýn með. Að ég hafi ekki vaknað við slagsmálin og lætin og rauðu spjöldin og gargið ... er mér hulin ráðgáta. Mér dettur reyndar eitt í hug. Ætlunin var að ryksuga og taka svolítið fínt til í himnaríki fyrir leikinn, jafnvel parkettleggja og skipta um eldhúsinnréttingu í tilefni af hátíðinni, ... en kannski hef ég bara sofnað úr leiðindinum við tilhugsunina ... en hvílíkar afleiðingar! Afasakaðu tiltektarguð, ég klikka ekki oftar á þessu!

Voða var skrýtið að geta varla lokað augunum í strætó í morgun. Ég var svo hryllilega útsofin að þau glenntust alltaf upp aftur. Kíkti í gegnum DV en þar sem ég þurfti að kúldrast á þriðja bekk í strætó voru bæði lappir og áhöld til blaðalesturs í kremju. Eins gott að ég er ekki fjarsýn. Ef Beta sjúkraþjálfari heldur áfram þessarri snilld mun ég fljótlega krefjast þess að sitja í kremju, bara af því að ég get það! Núna er það bara vont! Svo finnst mér fólkið í fremstu sætunum ekki eiga skilið að fá að vera þar í ókremju. Ekkert þeirra notar öryggisbelti. Mér finnst sérlega slæmt að sjá útlensku mömmunum með barnið (glaða barnið með hvellu röddina) sitja þarna fremst og vita að barnið getur slasast ef strætó þarf að bremsa snögglega. Sumir bílstjórarnir hafa tekið rispur og minnt fólk á beltin ... eiginlega skipað því að nota þau en vissulega getur verið að konan sé bæði lífsleið og ekki mikið fyrir börn.


mbl.is Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frú Gruðríður, þarna er einhver bitur undirtónn!  Hm.. svafstu of lengi.  Hvernig væri að láta Tomma taka fremsta sætið frá fyrir þig eða réttara sagt benda þessum mæðradruslum þarna á Skaganum að sitja ekki með börn, bundin eða óbundin, fremst í strætisvagni.  Aular. Aöl vona ég að svefninn hafi enn frekar dregið fram fegurð þína, sem reyndar er ærin fyrir.

Hurru búin að senda mér metsölubókina í ár???

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2007 kl. 08:38

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Gurrí - ertu gengin í barndóm.... Hvað á það að þýða að sofa svona í góða veðrinu (heyrir þú ekki alveg í mömmu þinni þarna)...... Mín útskýring er sú að þú hafir verið búin að svindla svolítið með bjútíslípinn og varðst bara að ná upp þinni náttúrulegu fegurð...... Það segi ég allavega (þá sjaldan ég sofna svona snemma)........ Við þurfum bara okkar 18 tíma svefn!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 5.7.2007 kl. 08:39

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jú, þarna má greina biturð, ég hafði allt önnur plön en svefn í gærkvöldi! Argggg. Ingibjörg hefur rétt fyrir sér, var búin að svindla svolítið með bjútíslípinn, hélt að ég gæti vanið mig á 5-6 tíma svefn, hef heyrt að Margrét Tattsér hafi getað þetta. Hvenær kemur eiginlega að því að kostir hækkandi aldurs komi við í himnaríki? Eins og minni svefn, fjarsýni (sem sumir segja að minnki nærsýni, sel það þó ekki dýrara ...)

Guðríður Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 08:50

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það nýjasta nýja sem ég heyrði um svefninn er: já passið ykkur nú bara, maður verður s.s. feitari af því að sofa of mikið. Ég fór að sofa kl. 4 í nótt til að athuga hvort þetta virkar og líka vegna þess að ég svaf til hálf tólf í gærmorgun alveg óvart. Núna er ég komin á fætur og ætla ekki að brenna mig á þessari vitleysu aftur að sofa of mikið, ég má ekki vera feit. Annars er ég hugsa hvort þetta hafi verið spennan í mér eftir alla dramatíkina í gærkvöldi úti, hér á heimilinu varð fólki heitt í hamsi yfir þessi öllu. Annar Gurrý, ætlar þú ekki að fara bara og taka Jennsluna með þér í Akranestúr svo hún geti nú augum litið allar druslumömmurnar hérna á Skaga? Svo getum við setið á kaffihúsinu og vegið og metið fyrir næsta raunveruleikaþátt, DRUSLUMÓÐIR AKRANESS? Æ Skagamenn yrðu svo glaðir að komast í raunveruleikaþátt. 

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2007 kl. 09:23

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Góð hugmynd, Edda. Eiginlega bara frábær hugmynd!!! Ætli Jenný nenni með mér í strætó á Skagann? Var einmitt að senda henni áritað eintak af snilldar-sjeikspírverkinu mínu! Þessi druslumóðir sem hún minnist á, þessi sem er svo lítið fyrir börn, er sko utanbæjarmanneskja ... eiginlega bara utanlandsmanneskja af því að hún talar ekki íslensku, hvað þá akranesku.

Guðríður Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 09:30

6 identicon

Ég trúi frekar kenningunni um að maður verði of feitur á að sofa of lítið. Allavega borðar maður ekki þá.

Jóhanna Hafliðadóttir (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 09:31

7 identicon

Elsku frænka.

Þú með þína fínu skotastúku á ég að trúa þessu: En þetta kemur víst fyrir á bestu bæjum.  Prófaðu að segja heilagur andi í sætinu þegar þú ferð út úr strætó eins og við systkinin gerum enn.Reyndu það virkar. (alla vega hjá okkur þegar við erum í heimsókn hjá pabba.) kveðja Svana

Svana (IP-tala skráð) 5.7.2007 kl. 09:41

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

...ekki mikið fyrir börn. LOL

Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2007 kl. 09:49

9 Smámynd: Ragnheiður

Svafstu bara við hliðina á íþróttaleikvanginum ? það hlýtur að vera íslandsmet, ja nema dómarinn hafi sussað á alla svo þú gætir sofið.

Þegar ég hef verið að kaupa húsnæði þá hef ég alltaf skoðað umhverfið, skólar, leikskólar og íþróttaleikvangar hafa ekki hlotið enn náð fyrir mínum augum. Enda vaktavinnukelling og sef á furðulegustu tímum....

Ragnheiður , 5.7.2007 kl. 10:55

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hér eru allt of fáir leikir! Tvisvar í mánuði á sumrin ... eitthvað svoleiðis, alla vega leikirnir sem laða til sín fólkið. Svefnherbergið mitt er beint fyrir ofan annað bílastæði leikvangsins ...

Skil alveg að þú, hrossið mitt, veljir þér heimili fjarri slíkum stöðum ef þú þarft að sofa á óreglulegum tímum!

Guðríður Haraldsdóttir, 5.7.2007 kl. 11:00

11 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið áttu gott að getað sofið svona Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2007 kl. 14:22

12 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Ekki er það amarlegt að fá auka bjútísleep, þó svo að þú þarft nú ekki mikið á því að halda, elskan, þú verður nú að sofa aðeins minna svo að við hinar konurnar höfum standandi sjéns þegar viðkemur bjútímennskunni, common, við fölnum allar í samanburði við þína fegurð Ég ætla að reyna að sofa lengur í kvöld, þá verð ég kannski orðin fallegri áður en ég kem til landsins, sef bara í vélinni, allir verða þvílíkt undrandi á að sjá mig í næstu viku, fallegasta konan í Rvk, þú átt Akranes titilinn...

Bertha Sigmundsdóttir, 5.7.2007 kl. 17:33

13 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Var einmitt að monta mig af því í dag að ég ætti vinkonu sem býr í stúku við Skagavöllinn   ....og ég sem er með fótboltagen í lágmarki. 

Sigríður Jósefsdóttir, 5.7.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 438
  • Sl. viku: 2254
  • Frá upphafi: 1456550

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1885
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband