Allt að gerast á Skaganum ...

Hljómsveitin á Írskum dögumVið Steingerður brunuðum á Skagann eins og fínar frúr og vorum komnar rétt um sexleytið. Komumst að því að bókabúðinni er lokað á sekúndunni sex. Engin brúðargjöf keypt þar.

Hálfgert umsátursástand ríkti á Skaganum (stuð), unglingar og hasshundar í röðum (sá a.m.k. einn hund) og rokktónleikar fyrir utan kaffihúsið sem var LOKAÐ! Opna á kl. 10 í kvöld í tjaldi við hliðina, sem verið var að setja upp við dúndrandi tónlist hljómsveitarinnar.

Steingerður og Freyja í Skrúðgarðinum

 

Við kíktum aðeins í Skrúðgarðinn sjálfan sem er fyrir aftan kaffiðhúsið. Mikið er hann orðinn fallegur.  

Besta kaffið er vitanlega í himnaríki og var Steingerður dregin þangað. Freyja terroriseraði því kettina, alla vega Kubb sem varð eins og dalmatíu-klósettbursti í útliti, en Tommi hetja fílar hunda bara ágætlega. Lokaði þá samt báða inni svo að Freyja yrði til friðs.

Kettirnir voru búnir að rústa stofunni þannig að ég get ekki frestað tiltekt lengur. Það hefur verið ákveðin sjálfsblekking í gangi undanfarið þegar ég geng viljandi gleraugnalaus um himnaríki og finnst vera frekar fínt! Nú verður ráðist á draslið með hörku!

 
Ránsskútur?Eitthvað undarlegt er í gangi. Fékk hjartslátt af spennu þegar ég leit til hægri, eða út á sjó. Fjöldi seglskúta stefnir til Akraness ... örugglega unglingar. Náði mynd af þremur þeim fremstu, fleiri eru á leiðinni. 

Skyldi saga Tyrkja-Guddu verða endurtekin í dag? Kemur í ljós ef ég blogga ekki meira í kvöld. Best að taka úr lás. Alltaf gaman að lenda í ævintýrum. Best að brosa þó ekki þar sem það er nú á hreinu með nýlegum dómsúrskurði að það veitir leyfi til ofbeldis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

AAAAAAAAARRRRRRRRRRRGGGGGGGGG unglingar já

Þröstur Unnar, 6.7.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Dalmatíu-klósettbursti..... hahahahahaha. Getur maður keypt sér svoleiðis?

Hei, fannstu myndir af mér og Howsernum?

Jóna Á. Gísladóttir, 6.7.2007 kl. 20:31

3 identicon

Skemmtu þér á hátíðinni, vona að þú komir heil útúr þessu!
Annars tekurðu bara í lurginn á unglingunum ef þeir eru með eitthvað vesen.

Maja Solla (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 20:39

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fæ að sjá þetta allt á mánudaginn, Jóna!

Finnst unglingar reyndar vera ansi skemmtilegir, svona almennt! Vonum bara að þetta gangi allt stórslysalaust fyrir sig. Hef meiri áhyggjur af Ellen frænku á Hróarskeldu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.7.2007 kl. 20:48

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti, sérstaklega yfir kaflanum með Tyrkja-Guddu.  Ég ætla líka að taka úr lás og með því er ég býð ég, skælbrosandi, alla misyndismenn velkomna.  Gott að hafa svona á hreinu.  Vona að þú bloggir en ef ekki þá óska ég þér góðrar ferðar yfir hafið.  Mér er sagt að það sé spennandi að vera tekinn herfangi.

Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 20:51

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mail sent uþb núna. Takk, smjúts, knús, krúttípúttírúsínan mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 20:52

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 6.7.2007 kl. 21:35

8 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Assgoti var hann lúmskur þessi síðasti ...

Vilborg Valgarðsdóttir, 6.7.2007 kl. 23:43

9 Smámynd: Elín Arnar

hahaha ég hef oft hugsað til Tyrkjaguddu. Hvort hefði verið betra að vera með skítugum, ólæsum kotbónda inní illa þefjandi baðstofu og fara í bað einu sinni ári. Eða tyrknesku kvennabúri? Það hefði þýtt: Tyrknesk hrein höll með risastóru baði, nóg af bókum og gómsætum mat. Hmmmm hugs hugs Þetta er eitthvað fyrir þig Gurrí

Elín Arnar, 7.7.2007 kl. 01:07

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hljómar einstaklega vel ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.7.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 30
  • Sl. sólarhring: 139
  • Sl. viku: 668
  • Frá upphafi: 1505959

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband